Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 x>v 37 EIR á miðvikudeqi. Bindið úrelt „Ég geng sjaldan með bindi og sé ekki ástæðu til að setja það upp þótt ég fari á fund eða í sjónvarp," segir Stefán Jón Hafstein, nýkjörinn formaður framkvæmdanefnd- ar Samfylkingarinn- ar, sem gengið hef- ur til liðs við þá sem vilja afnema skyldubindanotkun alþingismanna. „Ég fæ ekki séð að hálsbindi þing- manna séu alltaf til prýði og margar skyrtur eru þannig hannaðar og hnepptar að þær eru fallegri án bind- is. Ég tel reglur sem skylda menn til að vera með bindi úreltar," segir Stefán Jón sem Bryndís vakti athygli á Ekk/ bindi. landsfundi Samfylk- ingarinnar fyrir frjálslegan klæða- burð. í jakkafótum og skyrtu en bindis- laus. Og hann geng- ur skrefi lengra en margir aörir með því að hneppa ekki þremur efstu tölun- um á skyrtum sin- um. Búast má við að i brýnu slái þeg- ar Stefán Jón fer á þing og neitar að hneppa upp í háls: „Það er fjarlæg hugsun en ég hef þó gefið út fyrstu pólitísku yfirlýs- ingu mina og hún fjallar um háls- bindi,“ segir Stefán Jón. Áður hafa þing- mennimir Bryndís Hlöðversdóttir og Kristján L. Möller lýst yfir andstöðu við bindisskylduna á Alþingi en Lúðvík Lúðvík Bergvinsson er tví- Tvístígandi stígandi. meö bindi. Kettir Ekki fleiri en tveir á heimili. Hvera-kettir Ráðuneyti hefur nýverið samþykkt reglugerð Hvera- gerðisbæjar um kattahald. Sam- kvæmt reglugerð- inni mega kettir ekki vera fLeiri en tveir á hverju heim- ili. Kettirnir skulu allir merktir með sérgerðri stálplötu ____________ um háls og mega ekki ganga lausir án hennar. Gjald fyrir hvem kött verður 1500 krónur á ári og rennur óskipt í bæjarsjóð. Nafni hundaeftir- litsmanns hefur verið breytt í dýraeft- irlitsmaður. Setur hann upp búr og veiðir ketti sé kvartað yfir þeim. „Séu þeir ómerktir er farið með þá eins og villiketti. Við erum nú að skrá alla ketti í bænum og viljum hafa yfirlit um fjölda þeirra því dæmi vom þess að hér væru 15 kettir á einu og sama heimilinu," segir Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri Hvera- gerðisbæjar. Leiðrétting Vegna fréttar hér í blaðinu í gær um rekstrartap Hvalfjarðargang- anna skal tekið fram að ekki er fyr- irhugað að grípa til sparnaðarað- gerða, s.s. að loka göngunum í ann- an endann. T ónlistardrottning í verkfalli - konsertdraumurinn er lúxus Ást er... „Ást er losti með glassúr.“ (Jón Baldvin á Stöó 2.) I Mennt er... „Embedded image moved to file : pic06334.gif'. (Upphafssetning í fréttatil- kynningu menntamálaráöu- neytisins vegna Dags ts- lenskrar tungu.) Innri átök „Að rökræða við Samfylkinguna er eins* og að spila blak viö Húsavíkurlið. Það þarf bara aö koma boltanum yfir til þeirra og þá sjá þeir um afganginn." (Stefán Pálsson í Silfri Egils.) Játning „Ég játa að hafa far- ið gjörsamlega yfir strikið þegar ég lét i ljósi áhyggjur af fá- tækt hinna fötluðu íbúa.“ (Björn Hermannsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Sólheima, í Morgunblaöinu.) t Árans „Þetta er í fyrsta sinn sem þetta bilar í ann- að sinn.“ (Þvottavélaviögeröar- maöur í heimahúsi.) „Draumurinn er að sjálfsögðu sá að spila á konsertum en til þess er ekki tími þegar fólk þarf að vera á þönum út um allt til að snapa aur. Konsertar verða lúx- us sem við höfum ekki efni á,“ segir Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskólakennara, sem nú stendur í ströngum samningaviðræðum um kaup og kjör. Sigrún byrjaði að læra á pí- anó níu ára gömul og hefur kennt á hljóöfærið við Tónlistar- skóla Kópavogs síðustu sex árin. Að auki hefur hún veriö undir- leikari og kórstjóri við söngskól- ann Hjartans mál. Sigrún er 31 árs og býr á Melunum í Reykja- vlk. „Grendal-nafnið er komið úr Borgarfirðinum frá afa mínum og ömmu sem bjuggu á Grenjum í Grenjardal og skírðu börnin sín þessu nafni," segir Sigrún sem sér ekki fyrir endann á verkfalli tónlistarkennara sem eru lang- þreyttir á lágum launum sínum. Byrjunarlaun tónlistarkennara eru 105 þúsund krónur á mánuði og krafa þeirra er að þau verði í samræmi við þær hækkanir sem aðrir kennarar hafa fengið að undanförnu. Grunnskólakennar- ar, sem tónlistarskólakennarar bera sig saman við, eru með 166 þúsund á mánuði og framhalds- skólakennarar 179 þúsund. Enn ber tugþúsundir á milli og á meðan svo er verður litið um tónleikahald hjá Sigrúnu og fé- lögum: „Ég held mína eigin konserta við flygilinn heima hjá mér þeg- ar stund gefst milli stríða. Ann- an tíma hef ég ekki,“ segir Sig- rún sem heldur mest up á Brahms og Rakhmaninov um þessar mundir. Þeir eru mest leiknir þegar hún strýkur fingr- um yfir hvítu nóturnar og svörtu á flyglinum heima í stofu í frí- tímanum. En draumurinn er að leika sjálf fyrir aðra sem vilja hlusta. Og af því verður ekki fyrr en búið verður að semja. Og þá verður að semja vel. Lára Margrét talar minnst á Alþingi: Er með sarcoidosis - en bíður batans Samkvæmt yfirliti frá Al- þingi talaði Lára Margrét Ragnarsdóttir minnst allra þingmanna á síðasta þingi eða í 21 mínútu samtals. Steingrímur J. Sigfússon talaði mest eöa í 36 klukku- stundir og 47 mínútur. „Þótt ég tali lítið á þing- inu hér heima þá tala ég því meira í Evrópuráðsþinginu 1 Strassbourg þar sem ég sit í fimm nefndum og vinnu- hópum og þarf oft að fara utan,“ segir Lára Margrét sem dregur þó ekki dul á að sjúkdómur sem hún greindist með fyrir skemmstu valdi töluverðu um viðveru henn- ar í ræðustóli. „Þetta er sjaldgæfur sjálfsónæmissjúkdómur sem ég hef líklega gengiö með lengi án þess aö hann hafi verið greindur og því hef ég ver- ið töluvert frá og ekki getað verið jafnvirk og oft áður,“ segir Lára Margrét en sjúk- dómurinn heitir sarcoidos- is og vegna hans hefur Lára Margrét þurft að taka steralyf: „Öfugt við marga kúluvarpara fyrr á árum þá er ég ekki ánægð með þau aukakíló sem sterun- um fylgja. En ég bíð batans. Þetta á að hverfa á einhverjum árum,“ segir Lára Margrét sem lætur ekki deigan síga og er enn og aftur á leiðinni á Evrópuþingið í Strassbo- urg - þar sem hún heldur sínar ræður þrátt fyrir allt. Lára Margrét Ekki jafn virk og oft áöur. Beðið eftir banaslysi Reykviskir hestamenn eru margir hverjir ákaflega óánægðir með framkvæmdir í tveimur undir- göngum undir hraðbrautir sem tengja reiðleiðir þeirra við Heið- mörk og umhverfi Rauðavatns. Breytingamar miöa að því að hleypa umferð gangandi fólks og reiðhjóla í gegnum undirgöngin þar sem hestamenn hafa farið einir með hross sín fram til þessa: „Hross óttast fátt meira en reiðhjól og hlaupandi fólk i skræpóttum göll- um. Við bíðum bara eftir að þarna verði banaslys," segja hestamenn sem boðaö hafa tO fundar í Víðidalnum til að ræða málin. Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt, sem skipuleggur framkvæmdimar í undirgöngunum, hefur þetta að segja: „Við erum að út- færa aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir að gangandi umferð og ríðandi fari saman um göngin sem eru fimm metra breið. Við aðskiljum um- ferðina með 1,80 metra háu grindverki þar sem göngufólk og reiðhjólamenn fá tvo metra en hestamennirnir og* hross þeirra þrjá metra. Þá era ýmsar aðrar ráðstafanir gerðar til að draga úr áhættu. Sjálfur er ég hestamaður og tel æskilegra að þarna væru tvö göng.“ segir Reynir Vilhjálmsson og bendir á að hliðstæð undirgöng hafi verið í notkun í Mosfellsbæ svo árum skiptir án þess að slys hafi hlotist af. „En menn verða að sjálfsögðu að fara var- lega,“ segir Reynir. Umdeild undirgöng Hrossin fá 3 metra, gangandi 2 metra - allir fari varlega. Rétta myndin WHm DV-MYND KARÓLÍNA Stígvélatískan ‘44 Stígvélin eru úr flaki El Grillo sem legiö hefur á botni Seyöisfjaröar frá því í byrjun febrúar 1944. Þau voru í tísku þaö áriö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.