Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Blaðsíða 14
14 ________________________________________________________________________________________________MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 Útlönd DV Anders Fogh Rasmussen leiðir ríkisstjórn Danmerkur: Lofar að verða forsæt- isráðherra allra Dana Borgaraflokkarnir í Danmörku unnu stærsta kosningasigur sinn í áttatíu ár í gær þegar þeir veltu rík- isstjórn jafnaöarmanna eftir snarpa kosningaþaráttu þar sem innflytj- endur og flóttamenn voru helsta hitamálið. Poul Nyrup Rasmussen, leiðtogi jafhaðarmanna, verður nú að standa upp úr forsætisráðherra- stólnum, eftir átta og hálfs árs setu, fyrir ótvíræðum sigurvegara kosn- inganna, Anders Fogh Rasmussen, leiðtoga Venstre, sem er hægra meg- in við miðju. Venstre er nú orðinn stærsti flokkurinn á þinginu. Flokkur Anders Foghs fékk 56 menn kjörna, bætti við sig fjórtán, en jafnaðarmenn fengu 52 menn, misstu ellefu. Alls fá borgaraflokk- arnir 98 þingmenn en jafnaðarmenn og stuðningsflokkar þeirra fengu 77 menn kjörna. „Ég er ánægður með það traust sem ég ætla að taka við af mikilli vita að ég ætla að verða forsætisráð- sem Venstre og mér var sýnt, traust auðmýkt. Þeir sem töpuðu verða að herra allra,“ sagði Anders Fogh áð- Urslit dönsku kosninganna | - fjöldi þingsæta 60 56 50 e 40 30 g Q 22 20 42 I .1 c I 10 Þing- menn 52 I lií ifell i i .Í13 j j ,e Ul ur en hann hélt til ferjunnar Sjá- lands þar sem Venstre hélt kosn- ingavöku sína. Poul Nyrup Rasmussen var tár- votur um augun þegar hann játaði ósigur sinn fyrir borgaraflokkunum skömmu fyrir miðnætti í gærkvöld. Poul Nyrup hvatti væntanlega stjórn borgaraflokkanna til að vinna að því að halda atvinnuleys- inu í skefjum. Atvinnuleysið er nú 5 prósent og hefur ekki verið lægra í aldarfjórðung. Poul Nyrup gekk á fund Margrétar Þórhildar drottning- ar í morgun og afhenti afsagnar- beiðni sína og stjómar sinnar. Anders Fogh sagði eftir að sigur- inn var í höfn að stjóm hans myndi herða reglur um innflytjendur, sem hægrimenn segja að séu margir hverjir hálfgerð sníkjudýr á kerf- inu. Þá sagði hann að stefnt væri að því að bæta velferðarkerfið. Kjörsókn í gær var 89,3 prósent sem telst mikið í Danmörku. Pia hefur í hótun- um við nýja ríkis- stjórn Danmerkur Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóðarflokksins, gerði Anders Fogh Rasmussen, væntanlegum forsætis- ráðherra Danmerkur, það ljóst i gærkvöld að hún myndi gera stjórn hans lífið leitt ef flokkur hennar fengi ekki að hafa áhrif á stefnuna, einkum þó í málefnum útlendinga. Danski þjóðarflokkurinn byggði kosningabaráttu sína á andstöðu við innflytjendur, einkum þó múslíma, sem flokkurinn vill helst að verði reknir úr landi. Danski þjóðarflokkurinn fékk 22 menn kjörna f gær, níu fleiri en í kosningunum 1998. Það er því ekki undarlegt að Pia Kjærsgaard hafi verið hyllt sem sigurvegari þegar hún mætti til kosningavöku flokks- ins í gærkvöld. „Nú verður Anders Fogh að hlusta á okkur,“ sagði Pia. Án stuðnings Danska þjóðar- flokksins hefur væntanleg ríkis- stjóm Venstre og íhaldsflokksins ekki meirihluta á þinginu. Sambands- flokkurinn vann í Færeyjum Færeyingar og Grænlendingar gengu einnig til kosninga í gær um fulltrúa sína á danska þingið og urðu nokkrar breytingar á stöð- unni í báðum löndunum, en kosið var um tvo fulltrúa frá hvoru landinu. í Færeyjum töpuðu íhaldið og jafnaðarmenn fulltrúum sínum og varð Sambandsflokkurinn, systur- flokkur Venstre í Danmörku, helsti sigurvegari kosninganna. Fékk rúm 27 prósent atkvæða og verður Lis- beth L. Petersen, fyrrum bæjarstjóri í Þórhöfn, fulltrúi þeirra. Hinn full- trúi Færeyinga á danska þinginu verður Högni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins, en flokkur hans hlaut tæp 25 prósent atkvæða. Jafnaðarmannaflokkurinn hlaut um 23,5 prósent sem er heldur meira en síðast, en íhaldsflokkurinn, sem tapaði mestu, fékk rúm 20 prósent. Á Grænlandi náðu þeir Kuupik Kleist frá Inuitaflokknum og Lars Emil Johansen frá Siumutflokknum kosningu, en báðir flokkamir höfðu sjálfstæði landsins á stefnuskrá sinni. Högni Hoydal náöi kosningu á danska þingiö. Súrt og sætt Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráöherra Danmerkur, óskar helsta andstæöingi sínum, Anders Fogh Rasmussen, for- manni Venstre, til hamingju með stórsigurinn í dönsku þingkosningunum í gær. Talibanar í Kunduz fá þrjá daga til að gefast upp: Mikil skelfing í Bandarískar sprengjuflugvélar gerðu í nótt og í morgun harðar sprengjuárásir á bækistöðvar talibana í umkringdu borginni Kunduz í norð- urhluta Afganistan og einnig á stöðvar þeirra í borginni Kandahar í suður- hluta landsins. Samkvæmt fréttum urðu íbúðarhverfi i Kunduz fyrir sprengjum og var talið að mikið tjón og mannfall hafi hlotist af i þeim fjór- um árásum sem gerðar voru á borg- ina, þó ekkert hafi enn fengist staðfest. Harðar árásir voru einnig gerðar á varðstöðvar talibana utan borgarinn- ar, þar sem þúsundir hermanna tali- bana hafast við ásamt erlendum stríðsmönnum al-Qaeda-samtaka Osama bin LadenS, sem aðallega koma frá Pakistan, Sádi-Arabíu og Tststjsníu. Talið er að um þúsund hermenn talibana hafi þegar gefist upp fyrir hersveitum Norðurbanda- lagsins og að mun fleiri hyggi á flótta frá borginni. Vandamálið sé hins veg- ar að þeir séu í gíslingu erlendu her- mannanna sem taldir eru skipta þús- Mohammad Doud Mohammad Doud, foringi Noröur- bandalagsins, sem stjórnar umsátr- inu um Kunduz hefur gefiö taiibön- um þrjá daga til aö gefast upp. Kunduz undum, en þeir munu ákveðnir í að berjast til síðasta blóðdropa, enda ekki líklegt að herir norðanmanna sýni þeim nein grið. Að sögn talsmanna Norðurbanda- lagsins hafa farið fram viðræður við foringja talibana um uppgjöf i Kunduz og hafa þeim nú verið gefnir þrír dag- ar til að ákveða sig. Að öðrum kosti verði þeir að taka afleiðingunum og er líklegt að ekkert annað en slátrun bíði þeirra geri Norðanmenn árás á borgina. Talibanar hafa hingað til aðeins ijáð máls á því að gefast upp fyrir sér- stökum gæslusveitum SÞ, en að sögn talsmanna SÞ er það ekki mögulegt þar sem gæslusveitir eru á svæðinu og því ekki á þeirra valdi. Mikill straumur flóttamanna er nú frá Kunduz en miklar loftárásir hafa verið gerðar á hæðirnar i kringum borgina síðustu daga. Talið er að um 30 þúsund manns séu nú lokaðir inni í borginni í gæslu talibana og mun mikil skelfing ríkja meðal þeirra. Vill ekki ráðherrastól Uffe Ellemann- Jensen, fyrrum leið- togi Venstre og fyrr- um utanríkisráð- herra Danmerkur, ætlar ekki að taka sæti í nýrri ríkis- sfjóm borgaraflokk- anna. Hann sagði aðspurður að hann yrði ekki beðinn um slíkt en ef það gerðist myndi hann hafna boðinu. Áhyggjur af úrslitum Norðmenn og Svíar hafa margir hverjir áhyggjur af niðurstöðum kosninganna í Danmörku þar sem borgaraflokkarnir unnu stórsigur. Toga að miðjunni Jann Sjursen, leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins, vill að vinstriflokk- arnir í Danmörku reyni að toga væntanlega stjórn inn að miðju, einkum þó í málefnum útlendinga. Rússar sammála Könum ígor ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að Rússar væru að mestu sammála stjórnvöld- um í Washington um hvernig leita eigi friðar i löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Grunur um miltisbrand Talið er að 94 ára gömul kona sem býr ein í landbúnaðarhéraði í Connecticut hafi smitast af miltis- brandi í lungum. Ekki er vitað hvernig það getur hafa gerst. Malasíukóngur dauður Konungurinn í Malasíu, Sultan Salahuddin Abdul Aziz Shah, lést í morgun, 75 ára að aldri. Konungur- inn, sem var einn níu hefðbundinna leiðtoga sem skipt- ust á að gegna æðsta embætti lands- ins, náði sér aldrei eftir hjartaað- gerð sem hann gekkst undir fyrir tveimur mánuðum. Dýr enduruppbygging Yfirmaður enduruppbyggingar- starfs Sameinuðu þjóðanna í Afganistan sagði í gær að veita- þyrfti milljörðum dollara til verks- ins, eftir áratuga styrjaldarátök. fordæmir Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, fordæmdi í gær morð á fjórum blaðamönnum i Afganistan. Að sögn talsmanns Annans hefur framkvæmda- stjórinn þungar áhyggjur af öryggi og velferð óbreyttra borgara í Afganistan. Stórfé til höfuðs Osama Bandaríski herinn útvarpar þessa dagana tilkynningu til Afganistans um að 25 milljónir dollara verði veittar þeim sem geta veitt upplýs- ingar um Osama bin Laden og leiða til handtöku hans. Flokkur styður Schröder Flokksbræður Gerhards Schröd- ers Þýskalandskanslara lýstu yfir stuðningi sínum við hann í gær og á sama tíma hlóð Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, hann lofi. Kofi Annan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.