Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Blaðsíða 30
34 MIÐVIKUDAGUR 21. NOVEMBER 2001 íslendingaþættir________________________________________________________________________________________________________PV Umsjón: Kjarian Cxtinnar Kjarfansson Fólk í fréttum mm 90 ára_____________________________ Una Margrét Bjarnadóttir, Hrafnistu viö Kleppsveg, Reykjavík. 80 ára_____________________________ Anna Jóhannesdóttir, Hóli, Dalvík. Sveinbjörg Árnadóttir, Hofi 2, Sauöárkróki. Vilborg Einarsdóttir, Digranesvegi 36, Kópavogi. 75 ára_____________________________ Jón Eggertsson, Vesturbergi 54, Reykjavík. Jón Óskar Jóhannsson, fyrrv. bifreiöastjóri, Strandaseli 2, Reykjavík. Kristín Pálsdóttir, Drafnarstlg 2a, Reykjavlk. 70 ára María Valgeröur Sigtryggsdóttir, Lönguhlíð 6, Akureyri. Hún verður aö heiman á afmælisdaginn en tekur á móti ættingjum og vinum I laugardaginn 24.11. kl. 14.00-18.00 í sal KFUM og K aö Sunnuhlíð 12 á Akureyri. Eyþór Guömundur Guömundsson, Vestursíöu 8a, Akureyri. Ragna Bjarnadóttir, Stekkjarflöt 14, Garðabæ. Valey Jónasdóttir, Hafnartúni 4, Siglufirði. 60 ára____________________ Hlédís Guðmundsdóttir, Laugavegi 105, Reykjavík. Hreinn Júlíusson, Hafnargötu 34, Siglufirði. Stefán Pálsson, Skipasundi 25, Reykjavík. Pórunn J. Gunnarsdóttir, Dynskógum 1, Reykjavík. Vignir Jónasson knapi ársins Vignir Jónasson, tamningamaður og reiðkennari, var krýndur knapi ársins á uppskeruhátíð hestamanna sem haldin var á Hótel íslandi sl. fostudagskvöld. Þetta kom fram í DV í gær. Starfsferill Vignir fæddist í Stykkishólmi 31.5. 1971 og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hann var í barna- og ung- lingaskóla í Stykkishólmi. Vignir vann í frystihúsum og starfaði lengi við málningarvinnu í Stykkishólmi á unglingsárunum. Hann hóf störf við tamningar sam- hliða annarri vinnu í Stóra-Langa- dal á Skógarströnd 1987 og hefur stundað tamningar síðan, viðs veg- ar um landið og erlendis. Hann tók frumtamingapróf á vegum Félags tamningamanna 1990, þjálfarapróf 1991 og reiðkennarapróf á vegum Félags tamningamanna 1995. Vignir stundar tamningar og þjálfun í Dal í Mosfellssveit auk þess sem hann stundar reiðkennslu. Vignir hefur keppt á hestamótum frá þrettán ára aldri, hefur keppt til úrslita á nokkrum siðustu lands- mótum hestamanna, var með fjögur hross í úrslitum í gæðingakeppni á landsmótinu 2000, hefur keppt á flestum íslandsmótum síðustu ára, hefur oft lent þar í úrslitum og varð íslandsmeistari í flmmgangi 2000 og 2001, keppti á Norðurlandamótinu 1994 og varð þar í úrslitum í tölti og fjórgangi, keppti á heimsmeistara- mótinu í Sviss 1995 og var þar í úr- slitum í tölti og fjórgangi, keppti á heimsmeistaramótinu i Austurríki sl. sumar þar sem hann varð heims- meistari á hestinum Klakki í fimm- gangi og samanlögðum stigum. Vignir situr í stjórn Félags tamn- ingamanna frá 2000 og er varafor- maður félagsins. Fjölskylda Systkini Vignis eru Þorsteinn, f. 16.1. 1966, háseti á Flóabátnum Baldri, búsettur í Stykkishólmi; Sig- urður Grétar, f. 21.7. 1986, nemi við Grunnskólann í Stykkishólmi; Dagný Lára, f. 1.4. 1975, d. 24.5. 1987. Foreldrar Vignis eru Jónas Sig- urðsson, f. 6.10. 1944, skipstjóri í Stykkishólmi, og k.h., Árný Ingi- björg Ólafsdóttir, f. 24.2. 1946. Ætt Jónas er sonur Sigurðar, b. og síðar vélstjóra í Stykkishólmi og í Keflavík, Þorsteinssonar, b. að Helgafelli og á Ytri-Kóngsbakka í Helgafellssveit, Jónassonar. Móðir Sigurðar var Þórleif Kristín Sigurð- ardóttir. Móðir Jónasar var Margrét, syst- ir Tómasar, lögfræðings og fyrrv. sparisjóðsstjóra í Keflavík, og Jóns, fyrrv. stöðvarstjóra Pósts og síma og forstjóra. Margrét var dóttir Tómasar, útvegsb á Jámgerðarstöð- um i Grindavík og síðar skólastjóra í Keflavík, Snorrasonar, b. á Norð- ur-Reykjum í Mosfellssveit, Jóns- sonar. Móðir Tómasar var Margrét Tómasdóttir. Móðir Mar- grétar yngri var Jórunn, systir Stefaníu, móður Guð- laugs, háskóla- rektors og rík- issáttasemjara, og Tómasar út- gerðarmanns Þorvaldssona. Bróðir Jórunn- ar var Eiríkur, faðir Ellerts, bæjarstjóra í Reykjanesbæ. Jórunn var dóttir Tómasar, útvegsb. á Járngerðarstööum, Guðmundsson- ar, bróður Jóns í Hópi, afa Kristins Reyrs rithöfundar og Jónu, móður Kristbjargar Kjeld leikkonu. Móðir Jórunnar var Margrét, systir Bjarna fiskifræðings, afa Bjarna, forstjóra Byggðastofnunar og Guð- mundar, forstjóra Skipaútgerðar ríkisins, Einarssona. Margrét var dóttir Sæmundar, b. á Járngerðar- stöðum, bróður Þorláks, langafa Steingríms Hermannssonar, fyrrv. forsætisráðherra. Sæmundur var sonur Jóns, ættföður Húsatóftaætt- ar Sæmundssonar. Móðir Margrétar var Sigríður Bjarnadóttir af Kaldað- arnesætt. Ingibjörg er dóttir Ólafs, sjó- manns í Borgarfirði eystra, Ágústs- sonar, sjómanns þar, Ólafssonar. Móðir Ólafs var Guðrún Margrét Arnadóttir. Móðir Ingibjargar var Helga Sess- elja Jóhannsdóttur, b. að Ósi í Borg- arfirði eystra, Helgasonar, b. í Njarðvík, Jónssonar, hins fróða í Njarðvík, Sigurðssonar, ættföður Njarðvíkurættar yngri, en hann átti tuttugu og sjö börn. Móðir Helgu Sesselju var Berg- rún, dóttir Árna, útvegsb. í Bakka- koti í Borgarafirði, Steinssonar, ætt- föður Steinsættar, Sigurðssonar, afa Halldórs Pjeturssonar rithöfundar og Önnu Guðnýjar Guðmundsdótt- ur, ömmu Hallórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Móðir Bergrún- ar var Ingibjörg, dóttir Jóns, b. í Litluvík, Sveinssonar og Önnu Árnadóttur frá Hólalandi. 50 ára Níræð mmwm Áslaug Thorlacius fyrrv. ritari við Þjóðskjalasafnið Aöalbjörg Vagnsdóttir, Víðigrund 22, Sauöárkróki. Björg Guömundsdóttir, Skaftárvöllum 4b, Kirkjubæjarklaustri. Helgi Guöjón Jóhannesson, Smiðjugöíu 13, Isafiröi. Ingvar Jóhann Kristjánsson, Heiðarhjalla 39, Kópavogi. Stefán Friðgeirsson, Lundarbrekku 2, Kópavogi. Unnur Sveinsdóttir, Norðurvangi 25, Hafnarfirði. 40 ára________________________________ Auður Helena Hinriksdóttir, Hvanneyrarbraut 46, Siglufirði. Bragi Jóhann Ingibergsson, Breiðvan^i 61, Hafnarfiröi. Fanney Ósk Gísladóttir, Merkurgötu 4, Hafnarfirði. Jóhanna Magnúsdóttir, Álfaskeiði 50, Hafnarfiröi. Ragnar Sverrisson, Tröðum, Selfossi. Stefanía Hulda Þóröardóttir, Kaldárbakka, Hnappadalssýslu. ^órdís Skúladóttir, Skarösbraut 9, Akranesi. 'jórunn Þórarinsdóttir, Vesturgötu 22, Reykjavík. Smáauglýsingar vísir.is Ester Áslaug Thorlacius Kristjáns- dóttir, fyrrv, ritari við Þjóðaskjala- safnið, Kleifarvegi 6, Reykjavík, er ní- ræð i dag. Starfsferill Áslaug fæddist að Fremstafelli í Köldukinn í Suður-Þingeyjarsýslu og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún stundaði nám að Laugum og nám við Héraðsskólann að Laugarvatni. Eftir að Áslaug giftist stundaði hún heimilisstörf Hún hóf síðan skrifstofu- störf hjá KRON 1954 og starfaði þar í nokkur ár. Hún var síðan ritari við Þjóðskjalasafnið þar sem hún vann lengi við að lesa og skrifa upp gamlar kirkjubækur en Áslaug hafði lært gottneskt letur i æsku hjá ömmu sinni. Hún starfaði við Þjóðskjalasafn- ið þar til hún hætti fyrir aldurs sakir. Áslaug var trúnaðarmaður starfs- mannafélagsins á vinnustað um ára- bil og sat í jafnréttisnefnd um skeið. Fjölskylda Áslaug giftist 29.4. 1931 Sigurði Ólafssyni Thorlacius frá Búlandsnesi, f. 4.7. 1900, d. 17.8. 1945, uppeldisfræð- ingi og skólastjóra Austurbæjarskól- ans. Hann var sonur Ólafs Thorlacius, f. 11.3. 1869, læknis á Búlandsnesi, og k.h., Ragnhildar Eggerz, f. 31.10. 1879, húsmóður. Börn Áslaugar og Sigurðar eru Örnólfur Thorlacius, f. 9.9.1931, fyrrv. rektor MR en kona hans er Rannveig Tryggvadóttir húsmóðir og á hann fjóra syni; Kristín Rannveig Thorlaci- us, f. 30.3. 1933, bókasafnsfræðingur við Grunnskólann i Borgarnesi, var gift Rögnvaldi Finnbogasyni, sóknar- presti á Staðarstað á Snæfellsnesi og eignuðust hún sjö börn og eru sex þeirra á lifi; Hraifnkell Thorlacius, f. 22.1.1937, arkitekt í Reykjavík, kvænt- ur Kristínu Bjarnadóttur, meinatækni og sagnfræðingi, og á hann fimm börn; Hallveig, f. 30.8. 1939, brúðuleik- ari, gift Ragnari Arnalds, rithöfundi og fyrrv. ráðherra, og eiga þau tvær dætur; Kristján, f. 30.10. 1941, kennari og áfangastjóri við Ármúlaskóla, kvæntur Ásdísi Kristinsdóttur grunn- skólakennara og eiga þau fimm dæt- ur. Systkini Áslaugar; Anna, nú látin, húsfreyja, var gift Júlíusi Lárussyni á Kirkjubæjarklaustri sem er látinn; Rannveig, nú látin, húsfreyja, var gift Páli H. Jónssyni, tónlistarkennara á Laugum sem er látinn; Friðrikka, húsfreyja á Fremstafelli, var gift Jóni Jónssyni, bónda þar, nú látinn, bróð- ur Páls; Helga, fyrrum. skólastjóri Húsmæðraskólans á Akureyri og hús- freyja á Silfrastöðum, var gift Jóhanni Lárusi Jóhannessyni, bónda á Silfra- stöðum í Skagafirði sem er látinn; Jón, fyrrv. bóndi á Fremstafelli, er kvæntur Gerði Kristjánsdóttur hús- freyju; Jónas, fyrrv. forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, er kvæntur Sigríði Kristjánsdóttur hús- móður; Ásdís, lést sjö ára. Foreldrar Áslaugar voru Kristján Jónsson, f. 29.1. 1881, d. 16.4. 1964, bóndi í Fremstafelli, og k.h., Rósa Guðlaugsdóttir, f. 25.3. 1885, d. 30.7. 1962, húsfreyja. Ætt Kristján var bróðir Jónasar frá Hriflu, afa Sigurðar Steinþórssonar prófessors. Kristján var sonur Jóns, b. i Hriflu, Kristjánssonar, b. í Sýrnesi Jónssonar, b. í Sýrnesi, bróður Jó- hannesar, ættföður Laxamýrarættar, afa Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Jón var sonur Kristjáns, b. á Halldórs- stöðum, Jósefssonar, b. í Ytra-Tjarn- arkoti, bróður Jónasar, afa Jónasar Hallgrimssonar skálds. Jósef var son- ur Tómasar, ættfóður Hvassafellsætt- ar Tómassonar. Móðir Kristjáns á Halldórsstöðum var Ingibjörg Hall- grímsdóttir, systir Gunnars, afa Tryggva Gunnarssonar bankastjóra og Kristjönu, móður Hannesar Haf- steins. Móðir Kristjáns í Fremstafelli var Rannveig Jónsdóttir, b. á Gvend- arstöðum, Jónssonar. Rósa var dóttir Guðlaugs, b. i Fremstafelli, Ásmundssonar, b. á Ófeigsstöðum, Jónssonar. Móðir Guð- laugs var Guðný Guðlaugsdóttir, b. í Álftagerði, Kolbeinssonar og Kristín- ar, systur Þuríðar, móður Sigurðar, ráðherra í Ystafelli, afa Jónasar bún- aðarmálastjóra. Þuríður var einnig móðir Árna, afa Þórs Vilhjálmssonar dómara, fóður Helga, forstöðumanns Reiknistofu HÍ. Önnur systir Kristin- ar var Friðrika, móðir Sigurðar, langafa Sveins Skorra Höskuldssonar prófessors. Kristín var dóttir Helga, ættföður Skútustaðaættar, Ásmunds- sonar. Móðir Rósu var Anna Sigurð- ardóttir, b. á Litluströnd, Erlendsson- ar, b. á Rauðá, Sturlusonar. Móðir Önnu var Guðrún, systir Guðnýjar á Ófeigsstöðum. Áslaug mun taka á móti gestum í Sóknarsalnum, Skipholti, Reykjavík, laugard. 24.11. kl. 17.00-19.00. Arnheiður Einarsdóttir, Bugðulæk 17, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Land- spítalans við Hringbraut laugard. 17.11. Bjarni Jóhannesson, fyrrv. skipstjóri, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, sunnud. 18.11. Stefán Jóhannesson, Lautasmára 3, Kópavogi, lést sunnud. 18.11. Jón Elías Eyjólfsson, fyrrv. verslunar- stjóri, Aflagranda 40, lést á hjúkrunar- heimilinu Skógabæ, laugard. 17.11. Borghildur Hinriksdóttir frá Neskaup- staö lést á sjúkradeild Hrafnistu í Hafn- arfirði laugard. 17.11. Sigurlaug Þórey Þorsteinsdóttir John- son hjúkrunarfræöingur andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli 18.11. Helga Ólafsdóttir, eili- og hjúkrunar- heimilinu Grund, áöur Grandavegi 47, lést að morgni laugard. 17.11. Merkir Islendíngar Asgeir Ólafsson Einarsson dýralæknir hefi orðið níutíu og fimm ára í dag heföi hann lif- að. Hann fæddist í Reykjavík og ólst upp í Skugga- hverfinu, lauk stúdentsprófi frá MR 1927, kandi- datsprófi í dýralækningum frá dýralæknaháskól- anum í Hannover í Þýskalandi 1934 og dvaldi við nám í Bretlandi 1967. Ásgeir var skipaður héraðsdýralæknir í Aust- firðingafjórðungsumdæmi 1934-1939, starfaði við dýralækningar í Reykjavík 1940-1950, var skipaður héraðsdýralæknir Gullbringu- og Kjósarsýslu 1950 en fékk lausn 1968. Hann var eftir það héraðsdýra- læknir í Vestur-Skaftafellssýsluumdæmi og var síðan skipaöur heilbrigðisráðunautur við Heil- brigðiseftirlit ríkisins 1970 en lét af störfum fyrir Ásgeir Ólafsson Einarsson aldurs sakir 1976. Þá starfaði hann í nokkur ár sem bókavörður við bókasafn Elli-og hjúkrunarheimil- isins Grundar. Ásgeir var áhugamaður um frjálsar íþróttir á sínum yngri árum og vann afrek á því sviði. Hann sat í stjóm Glímufélagsins Ármanns um skeið, sat í iþróttaráði Austurlands 1935-1939, í stjórn Dýra- læknafélags íslands og í stjórn Sambands dýra- verndunarfélaga. Hann var kvæntur Kirstínu Láru Sigurbjörnsdóttur handavinnukennara en börn þeirra eru Einar Þorsteinn arkitekt, Sigrún Valgerður deildarstjóra og kennnaramir Guðrún Lára, Þórdís og Áslaug Kirstín. Ásgeir lést 4. apríl 1998. Lárus Hjalti Ásmundsson lést af slysför- um laugard. 17.11. Útförin verðurgerð frá Grafarvogskirkju 23.11. kl. 13.30. Margrét Indiana Halldórsdóttir, Stiga- hlíö 97, Reykjavík, veröur jarösungin frá HSteigskirkju 22.11. kl. 15.00. Hildir Guðmundsson, Geröavegi 25, Garði, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju fimmtud. 22.11. kl. 13.30. Þorsteinn Valdimarsson, Ánahlið 4, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borg- arneskirkju miövikud. 21.11. kl. 14.00. Sigríður Sigurðardóttir frá Kollafjarðar- nesi, Hafnarbraut 17, Hólmavik, verður jarðsett frá Kollafjarðarneskirkju laug- ard. 24.11. kl. 13.30. Bílferö veröur frá Umferðarmiðstöö kl. 8.00 sama dag. Þóra Ólafsdóttir, Laxárdal, Þistilfirði, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju 21.11. kl. 15.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.