Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Blaðsíða 26
30 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 * Tilvera I>V Bing vill fara í faðernispróf Steve Bing, fyrrum kærasti of- urskvísunnar og leikkonunnar Elizabeth Hurley, er tilbúinn til aö gangast undir DNA-próf til að sanna að hann sé ekki faðir barns- ins sem Hurley ber undir belti. Hurley hefur haldið því fram að Steve hafi barnað hana. Fréttaþjónustan Ananova greindi frá því á dögunum að Steve hefði sagt vinum sínum að hann ætti ekkert i barninu. Hann hefur meira að segja rætt um að ráða sér lögfræðing til að berjast gegn því að þurfa að borga meðlag með barninu þegar það kemur í heiminn í april næsta vor. Beinast sjónir manna þá ekki aö enn eldri kærasta Hurley, Hugh litla Grant, sem hefur verið þaul- setinn við hlið stúlkunnar síðustu vikurnar og farið með henni í mæðraskoðanir? Tónlist sem býr í undirmeðvitundinni Óskar Guðjónsson saxófónleikari sendi nýlega frá sér disk þar sem hann leikur lögin úr Dýrunum í Hálsaskógi í djassútsetningu. Dýrin í Hálsaskógi í djassútsetningu: Tilraun með tónlist sem allir þekkja - segir Óskar Guðjónsson sem heldur útgáfutónleika í kvöld V i Allt þetta og fleira tengt jólunum verður umfjöllunar-efni blaðsins. I blaðinu verða matar- og kökuuppskriftir fyrir jólin og skemmtilegt föndur fyrir alla fjölskylduna. Einnig verður kynnt það nýjasta í föndurlínunni í dag. Umsjónarmenn blaðsins eru Ragnheiður Gústafsdóttir - rg@dv. is simi 550 5725 og Vilmundur Hansen - kip@dv.is sími 550 5000 Þeir sem áhuga hafa á að auglýsa í þessu sérblaði vinsamlega haFi samband við Ragnheiði fyrir 22. nóvember nk. Einnig er þeim sem eru með góðar uppskriftir sem þá langar að deila með lesendum DV bent á að hafa samband við Vilmund eða senda honum tölvupóst kip@dv.is „Hvorki gras né garðakál borðar heilbrigð sál,“ sagði Mikki refur í Dýrunum í Hálsaskógi þegar hon- um var sagt að ekkert dýr í skógin- um mætti borða annað dýr. Þessi orð hafa verið mér mjög hugleikin í gegnum tíðina og ég hef oft beitt þeim fyrir mér þegar ég hef lent i orðaskaki við grænmetisætur um hollustu jarðargróðurs. Fyrir skömmu sendi Óskar Guð- jónsson saxófónleikari frá sér disk þar sem hann leikur lögin úr Dýr- unum í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner og Christian Hartman í djass- útsetningu. Óskar segir að hugmyndin á bak við diskinn sé að takast á við tónlist sem allir þekkja og búi jafnvel í undirmeðvitund fólks. „Ég fékk því Eðvarð Lárusson, Matthías M. D. Hemstock og Pétur Grétarsson til liðs við mig og við lágum yfir lögun- um hver í sínu horni og komum svo saman og úr varð þessi plata.“ Tek ekki eftir því sjálfur Við fyrstu hlustun er tónlistin á disknum hæg og þegar Óskar er spurður hvort það sé tempóið sem hann valdi lögunum segir hann að það sé reyndar keyrsla í nokkrum lögum. „En þau eru svolítið stutt og þetta er það sem okkur fannst henta.“ Hann segir einnig að miðað við að þetta sé djassplata sé nokkuð um inprófiseringar þótt það sé ekki í öllum lögum. „Við ákváðum ekki fyrirfram að gera hæga plötu, þetta kom bara svona af sjálfu sér og satt best að segja hef ég ekki tekið eftir því sjálfur að platan sé neitt hæg.“ Óskar segir að í byrjun næsta árs sé væntanleg önnur plata með hon- um og Skúla Sverrissyni þar sem þeir spila eingöngu frumsamið efni. Útgáfutónleikar verða á Smíða- verkstæði Þjóðleikhússins í kvöld og heljast þeir klukkan 21. -kip REUTER-MYND Maradona í Argentínu Argentíska knattspyrnugoðið Diego Maradona, með túrban á höfðinu, er hér í heim- sókn hjá vini sínum Carlosi Menem, fyrrum forseta Argentínu, sem þessa dagana dvelur í stofufangelsi vegna ólöglegra eriendra viðskipta á forsetaárum sínum við að- ila í Ekvador og Króatíu. Maradona, sem dvalið hefur í Havana á Kúbu síðan í byrjun árs 2000 vegna eiturlyfjameðferðar, var mættur til Argentínu um helgina til að leika þar kveðjuleik á leikvelli gamta liðsins síns, Boca Juniors, og notaöi tækifærið til að heimsækja vin sinn. Með þeim á myndinni er Cecelia Bolocco, eiginkona Menems.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.