Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Blaðsíða 20
24 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 Skoðun DV Finnst þér jólaskreytingarnar komnar of snemma? Sigurður Björgvinsson verslunarmaður: Nei, gott mál í byrjun nóvember. Oddný Haraldsdóttir, 7 ára: Mér finnst of langt til jóla fyrir jólaskrautiö. Þórður Ingvarsson sjómaður: Allt of snemmt, svona í fyrsta lagi mánaöamót nóvember og desember. Daníel Viðarsson, 12 ára: Já, alltof langt til jóla. Hreiðar Geir Jörundsson, 12 ára: Já, það er of langt til jóla, maöur bíður lengur. Þórir Rafnar Rúnarsson, 12 ára: Já, það ætti ekki aö byrja aö skreyta fyrr en 1. desember. Hótanir og ótti Sagöist vera í heilögu stríöi viö óvininn í vestri. - En fór huldu höföi og eftirlét öörum sönnunarbyröina. „Og þjóðin fékk líka, á einni nóttu, að hlusta á út- varp sem stjórnin sem studdi hann, hafði til þessa bannað mönnum að nota af ótta við að hið sanna bœrist fólkinu til eyrna. “ Þá fór ýmislegt að skýrast á myndrænan hátt. Karlarnir keyptu sér rakvélar eða fóru á rakarastofur og hnésítt skeggið lá í valnum og lagðist eins og motta yfir þessar stofur. í landinu þar sem menn skríða inn í fjöllin til að fela sig fyr- ir ágangi „vonda vestursins". Og þjóðin fékk líka, á einni nóttu, að hlusta á útvarp sem stjórnin sem studdi hann, hafði til þessa hannað mönnum að nota af ótta við að hið sanna bærist fólkinu til eyma. Og lýðurinn gerði uppreisn gegn lyg- inni og stjórninni sem hélt yfir hon- um verndarhendi. Á einni nóttu komu konurnar i ljós með því að þær köstuðu blæjun- um og búningunum sem áður huldi líkama þeirra frá toppi til táar og leiddi til þess að menn fóru að líta augum fegurð sem áður hafði verið mönnum hulin nema fáum útvöld- um. - Stjóm talibana í Afganistan er fallin og bin Laden rúinn trausti, að eilífu. Konráö Rúnar Friðfinnsson skrifar: Já, hann hótaði í austur og í vestur, formælti og bjó til sprengjur og miltisbrand. Stal risafarþegaflugvélum og flaug þeim á World Trade Center og Pentagon í Banda- ríkjunum. í kjölfarið braust út mikill ótti og í dag er svo komið að farþegaflug hefur stórlega dregist saman. Allt vegna þess að maður varð reiður, hótaði, sagður hafa búið til „veiru", segist eiga kjamorkuvopn og lætur öll- um illum látum í fjölmiðlum og telur sjálfan sig réttlátari en aðra. Hann þjálfaði fólk til að fórna sjálfu sér fyrir málstað sem hann segir merkilegan. - Þótt málstað- urinn sé óskilgreindur og enginn í raun viti með vissu hver hann nákvæmlega er. En þrátt fyrir þennan sannleika hefur hann yfir að ráða fólki sem reiðubúið er að láta sitt eigið líf fyrir óskilgreinda hluti. Hann sagðist vera í heilögu stríði við óvininn í vestri og hina kristnu. En eftir at- burðinn 11. september fór hann huldu höfði og viðurkenndi ekki sök í málinu heldur eftirlét öðrum þessa sönnunarbyrði. Sönnunin kom og hún leiddi til þess að sprengjum tók að rigna yfir fjarlægt land með öllum þeim skelfingum sem slikt sprengjuregn manna er fært um að framkalla. Draumurinn um fyrirmyndar- heim, gerðan af mannahöndum, án atbeina Skaparans, bíður enn síns tíma. Og nú er svo komið að stjórn- in sem studdi hann, hvatti til dáða og verndaði gegn „vonda vestrinu og hinum kristnu" er fallin. Póstkosning hjá Samfylkingu Kristinn Magnússon skrifar: Formaður Samfylkingarinnar, nýendurkjörinn, segir að orðið „stefnuleysi" sé síbylja andstæðinga fylkingarinnar. En er nú nokkur furða þótt orðið „stefnuleysi" sé bendlað við stjórnmálasamtök sem hafa bókstaflega ekkert markmið sýnilegt annað en það að koma ís- lendingum á vonarvöl með inn- göngu í Evrópusambandið. Vonandi mun það þó ekki takast, enda ekki alveg full samstaða um það mál inn- an Samfylkingarinnar, frekar en um annað í þeim samtökum. En það er búið að ræða við ný- kjörinn formann Samfylkingarinn- ar í flestum fjölmiðlum og svo að „Uppákoma Samfylkingar- innar í Súlnasalnum á Sögu um sl. helgi snerist upp í leik- araskap og óðagot um að ræða það sem minnstu máli skipti. Öllu öðru var sleppt eða tekið af dagskrá.“ segja samtímis í Kastljósi Sjónvarps og þætti svipaðs eðlis á Stöð 2, sama kvöldið. Það eitt sýnir nú berlega að þessar tvær sjónvarpsstöðvar hafa ekki úr miklu að moða í viðtals- þætti sína. Uppákoma Samfylking- arinnar í Súlnasalnum á Sögu um sl. helgi snerist upp í leikaraskap og óðagot um að ræða það sem minnstu máli skipti. Öllu öðru var sleppt eða tekið af dagskrá. Það sem fréttamenn fengu í hend- ur var því heldur rýrt í roðinu og snerist um tvennt; átta tillögur að nýju nafni og póstkosningu sem framkvæmd verður á næsta ári um um inngöngu í ESB. Hvort tveggja mál sem Samfylkingin þorir ekki að taka á og setur í bið. Sú bið á eftir að verða löng og dýrkeypt þessum stjómmálasamtökum. - Landsfund- ur Samfylkingarinnar bar sannar- lega merki doða og dáðleysis, og því geta andstæðingar hennar haldið áfram að prakkarast í umræðum um Samfylkinguna með orðinu „stefnuleysi". Það eru sannmæli. Garri Varnarliðseignir Stríðið um Reykjavíkurborg er nú i algleym- ingi. Raddimar um Linu.net hafa aðeins hljóön- að í bili á meðan athyglin beinist að skipulags- málum og Geldinganesi, en ákafinn og hitinn í umræðunni er þó sá sami. Og sala Perlunnar er nú komin í gegnum sjálfa borgarstjórnina þrátt fyrir þögul mótmæli sjálfstæðismanna, sem sátu hjá af öllu afli. Sjálfstæðismenn upplifa nú hlut- skipti hins króníska minnihluta, sem er mikil breyting frá þvi sem áður var, en sem kunnugt er drottnaði flokkurinn með miklum yfirburðum í borginni áratugum saman. Þvi sárari er sú til- flnning að þurfa nú að sætta sig við hlutskipti hornkerlingarinnar, sem situr til hliðar og er í aukahlutverki. Varnarliðið Garri minnist hins vegar þeirra gömlu daga þegar það þótti jafn sjálfsagt og að sólin risi að morgni að sjálfstæðismenn réðu Reykjavík. Þetta gerðu þeir þrátt fyrir ítrekaðar árásir og tilraun- ir hinna aðskiljanlegustu hópa kommúnista, samvinnumanna og sósialdemókrata til að hrifsa af þeim völdin. Þá stóð Qokkurinn saman og myndaði skjaldborg um borg sína og varði hana fyrir ásókn barbaranna. Sjálfstæðisflokkurinn leit á sig sem varnarlið vestrænna stjórnarhátta í borginni og eins og tíðkast með varnarlið var þar aðeins einn herforingi á hverjum tíma og það fór aldrei á milli mála hver stýrði þessu varnarliði. Undir lokin var varnarliðsforinginn enginn annar en Davíð Oddsson, og til heiðurs fræknum sigrum hans lét hann reisa bæði Perlu og Ráðhús, sem bæði standa enn til glæsilegs vitnis um fyrri velgengni varnarliðsins. Alfreð selur En allt er í heiminum hverfult og í hinum nýja meirihluta R-listans eru ekki margir sem voru þátttakendur í borgarpólitík á velmektar- dögum varnarliðs sjálfstæðismanna. Alfreð Þor- steinsson var þó þarna og sýnist Garra greinilegt að reynsla hans frá því á varnarliðsdögunum sé að birtast í ákvörðunum hans þessa dagana. Al- freð hefur sem kunnugt er verið forstjóri i fyrir- tæki sem heitir Sala vamarliðseigna og sem slík- ur selt landsmönnum hvers kyns dót sem ekki er þörf fyrir hjá vamarliðinu. Heldur hafa umsvif bandaríska basans minnkað á seinni árum en Alfreð lætur það ekki á sig fá og hefur nú fundið leið til að vega upp þennan samdrátt. Hann held- ur einfaldlega uppteknum hætti og falbýður varnarliðseignir sem ekki eru not fyrir, nema hvað að þessu sinni eru það eignir úr búi varn- arliðs sjálfstæðismanna í Reykjavík. Perlan fyrst og síðan væntanlega Ráðhúsið líka. Hér er því í raun á ferðinni einföld og vel þekkt viðskipta- fræðileg aðgerð, sem Alfreð Þorsteinsson er sér- fræðingur í. Því telur Garri það algeran óþarfa hjá sjálfstæðismönnum að taka þessari sölu jafn illa og raun ber vitni og fmna Alfreð allt til for- áttu vegna hennar. Maðurinn er einfaldlega að gera það sem hann kann hvað best og er fagmað- ur í - nefnilega að selja varnarliöseignir! CyXffi, Fjölskylduvæn dagskrá Fastur liöurf Sjónvarpinu? Góðar Disneymyndir Ungur faðir skrifar: Ég vil koma á framfæri þakklæti til Sjónvarpsins fyrir sýningu Disney- mynda sem öll fjölskyldan getur horft á án þess að skaðast verulega á sál og sinni. Þannig er hjá okkur hjónunum, sem eigum þrjá krakka á aldrinum 7-11 ára, að við bíðum með óþreyju eft- ir hverju föstudagskvöldi til að horfa á eina góða og fjölskylduvæna mynd. Og um síðustu helgi kom meira af svo góðu. - Ævisaga Judy Garland i tveim- ur hlutum og ævintýramyndin Galdra- karlinn í Oz. Fyrir svona innlegg er ástæða til að þakka Sjónvarpinu, því þessa dagskrárhlið hefur sárlega vant- að. Og íjölskylduvænni dagskrá verður líka að halda úti, ekki satt? Furðulegar saka- málafréttir Halldór Jóhannsson skrifar: Það sætir furðu hvemig fjölmiölar, einkum ljósvakamiðlarnir, matreiða sakamálafréttir. Með fréttum af hvers kyns sakamálum eru sýndar myndir af húsum héraðsdóma og sýslúmanns- embætta en ekki af því sem máli skipt- ir. Ég tek sem dæmi nýlegar fréttir af nauðgunarmálum á Akureyri, þar sem sýndar eru myndir af Héraðsdómi Norðurlands. Eða fréttir af erlendum byggingaverkamönnum sem óprúttnir Islendingar íluttu inn og leigðu til verk- taka í byggingabransanum. - Aftur sýndar myndir frá sýslumannsembætti eða lögreglustöðvum. Þetta finnst mér engin íréttamennska. Hvers vegna ekki að sýna myndir eða tala við hina meintu sakamenn eða sýna frá vett- vangi þar sem starfsemin fór fram? Sundlaugar til sölu? Þorleifur Jónsson skrifar: Nú hefur Perlan við Öskjuhlíð ver- ið sett á sölu- lista, því borg- arstjórn þarf á miklu fjár- magni að halda til að greiða skuldir og ný áhættu- verkefni. Ég er á móti því að borgin selji verðmætar eignir sínar, og alls ekki Perluna, sem getur gefið af sér arð ef rétt væri á haldið. En hvert verður framhaldið hjá borginni? Kannski að selja Ráðhúsið, Lækjartorg til at- hafnamanna sem vildu setja þar niður miðbæjar-“mall“? Eða sundlaugarn- ar? Það er „tap“ á þeim. Já, því ekki selja sundlaugarnar, allar eða í hlut- um? Byrja kannski á Vesturbæjar- lauginni eða Árbæjarlauginni? Hún myndi seljast fljótt. Mér stendur ógn af þessari söluáfergju. Brottkast - lögbrot Sigurbjörn hringdi: Ég verð að lýsa furðu minni og and- styggð á fréttunum um brottkast á fiskiskipum okkar. Bæði er nú það að ekki er enn staðfest að fullu hvort um sviðsetningu var að ræða vegna myndatöku fyrir rikissjónvarpið, þar eru orð gegn orðum, og eins hitt að þessi brottkastsmál virðast engan dilk draga á eftir sér, þrátt fyrir að hér sé um lögbrot að ræða hjá öllum þeim sem brottkast stunda. Er hægt að hafa svona glæpi hangandi í lausu lofti, ef svo má komast að orði? Er ekki ís- lenskt réttarkerfi öflugra en þetta? Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang. í Árbæjarsundlaug Já, því ekki á sölulista?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.