Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Blaðsíða 36
J Opel Zafira FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 S0k '£k Útiljós jólakort STYOJUM'KRABBAMEINSFÉLAGIO í STARFI Sjóðstjóri Kaupþings kominn í gæsluvarðhald : Brot talin hafa staðiö yfir mán- uðum saman HVAÐ GERIR ÞÚFAN? ^ Farmanna- og fiskimannasambandið: Arni fram gegn Grétari Mar WWW.NYJARVIDDIR.IS - segir Jón Snorrason salcsóknari DV-MYND GVA Heimili skrýöast blómum Tími jólastjarnanna er runninn upp, svo og tíö alls kyns skrauts úr geymslum landsmanna sem menn fara aö dusta ryklö af. Þessl mynd var tekin í Reykjavik i gær þar sem konan gaf sér góöan tíma i aö velja stjörnu fyrstu jóla nýs árþúsunds. Arni Bjarnason Grétar Mar Jónsson við DV í gærkvöld. Kvika hefur verið innan FFSÍ á síðustu misserum og menn hafa ekki verið á eitt sáttir með forystu Grétars Mars Jónssonar. Mótfram- boð gegn honum á þinginu sem í hönd fer hefur legið í loftinu. Árni kveðst eftir langa umhugsun hafa ákveðið að gefa kost á sér. Hann telur sig eiga ágæta möguleika á sigri. „Sambandið er bæði veikt fjár- hagslega og félagslega. Þetta tvennt helst í hendur og úr því þarf að bæta,“ segir Árni, sem hef- ur til sjós í rúm þrjátíu ár, þar af síðustu tíu árin á skipum Sam- herja. -sbs Árni Bjarnason, skipstjóri á Ak- ureyri og formaður Skipstjóra- og stýrimannafélags Norðlendinga, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta Farmanna- og fiskmannasambands íslands á þingi þess sem hefst á miðvikudag í næstu viku. „Ég tel að ég eigi meiri tækifæri en núverandi for- seti að gera þær breytingar á starfi sambandsins sem þarf. Brýnast er að þeir sem koma að sjávarútvegi geti rætt saman á málefnalegan Ihátt. Þetta hefur verið skotgrafa- hernaður,“ sagði Árni í samtali Jón Snorrason, saksóknari hjá ríkislögreglustjóra, segir að saka- mál sem tengist sjóðstjóra hjá Kaupþingi sé einstakt og grunur leiki á að meint brot hafi verið framin svo misserum skipti. Hann segir að um verulegar upphæðir sé að ræða, tugir milljóna króna. Hér er um að ræða auðgunarbrot sem ^ Malaga: Islendingur myrtur íslenskur karlmaður fannst lát- inn í íbúð í bænum Fuengirola í Malagahéraði á Spáni síðastliðinn sunnudag. Talið er víst að maður- inn hafi verið myrtur og hefur lög- reglan í haldi danskan mann sem grunaður er um verknaðinn. Menn- irnir tveir munu tengdir fjölskyldu- böndum og dvöldu í sömu íbúð. Ekki liggur ljóst fyrir hvort Daninn hefur játað á sig verknaðinn. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. -aþ Gengi krónunnar: Enn sögulegt lágmark Gengisvísitala krónunnar náði í gær sögulegu hámarki eða 149,5 stig- um. Þvi hærri sem gildin eru í geng- isvísitölunni þvi lægra er gengi krón- unnar gagnvert erlendum gjaldmiðl- um. Veiking krónunnar frá upphafi viðskipta í gær til loka var 1,39%. Viðskipti á millibanka- markaði námu um 6 milljörðum króna. Það sem af er þessum mánuði hefur krónan því veikst um sem nemur 2,9%, en frá áramótum hefur gengi krónunnar lækkað um rúm 23%. Gengi Bandaríkjadollars er nú tæp- lega 109 krónur, evrunnar 96,31 og pundið er tæpar 155 krónur. Sjá einnig frétt á blaðsíðu 2 snýr að brotum á lögum um verðbréfaviðskipti. Sjóð- stjórinn, sem er 26 ára og heitir Einar Ingi Valdimars- son, var í gær úrskurðaður í einnar viku gæsluvarð- hald vegna rannsóknar málsins. Hann starfar við eignastýringu stofnanafjárfesta hjá Kaupþingi og hefur þvi annast mál lifeyrissjóða og stærri fjárfesta. „Þetta er einstakt hjá okkur og mjög alvarlegt mál enda er hér um að ræða mál sem varðar innviði starfsemi verðbréfafyrirtækis," sagði Jón Snorrason. Rannsóknin beinist að því hvort sjóðstjórinn hafi gert kaup sem sneru aö hans eigin hagnaði. Ekki alveg nýtt „Það er ekki splunkunýtt að menn misnoti aðstöðu sína í þess- um heimi. Það er hins vegar nýtt að menn séu settir í gæsluvarðhald vegna svona máls,“ segir hátt sett- Einar Valdimarsson. ur embættismaður sem þekkir vel til þessara mála. Páll Gunnar Pálsson, framkvæmdastjóri Fjár- málaeftirlitsins, vildi ekk- ert segja um málið að svo stöddu eða líklegan fram- gang þess, enda færi Rík- islögreglustjóri með mál- ið. Hann gat ekki tjáð sig um fordæmi þegar DV innti hann slíkra viðbragða og sagðist heldur ekki geta svarað hve háar tölur væri um að ræða eða hvort líkur væru á að fleiri starfsmenn Kaupþings tengdust málinu. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta,“ sagði Páll Gunnar. Ekki náðist í Sigurð Einarsson, framkvæmdastjóra Kaupþings i morgun. Samkvæmt upplýsingum DV snýr meint brot Einars Inga að því að hafa notfært sér einkareikning félaga síns sem verið hefur gjaldkeri hjá íslandsbanka. -Ótt/-BÞ Ríkissaksóknari: Akærum fjölgar í kynferðis- málum gagnvart börnum - tilkynnt um tvö mál á viku í fréttaljósi á bls. 8-9 í DV í dag kemur fram að bamavemdarnefndir á landinu hafa óskað eftir aðstoð frá Barnahúsi í máli 360 barna frá því húsið hóf starfsemi í nóvember 1998. Þetta þýðir að frá þessum tíma hefur að jafnaði verið tilkynnt um grun um kynferðislega misnotkun meira en tvisvar sinnum i viku á landinu. Til þessa hefur ákvörðun verið tekin um að 177 af þessum málum sæti opin- berri rannsókn. Eftir að ný lög tóku gildi um skýrslutökur á rannsóknarstigi á börnum virðist aukning hafa orðið hjá Ríkissaksóknaraembættinu á ákærum vegna kynferðislegrar mis- notkunar á bömum, 17 ára og yngri. Akært hefur verið í 62 slíkum málum frá upphafi árs 1999, 18 árið 1999, 20 árið 2000 og það sem af er þessu ári eru ákærurnar orðnar 24. í langflest- um málanna hefur verið sakfellt en sumum er ólokið enn. I fréttaljósinu er einnig greint frá nýjum yfirheyrsluaðferðum og hlut- falli þeirra sem játa á sig kynferðis- brot gagnvart börnum. Auk þess er sagt frá nýlegum dómi Hæstaréttar í máli manns sem neitaði að yflrgefa réttarsal á meðan stúlka sem hann var ákærður fyrir að misnota bæri vitni. -Ótt Sjá fréttaljós bls. 8-9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.