Dagblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976. i I fýlu KÆRU FELAGAR! oð horfa ósjón- varpið - það þýðir bara alls ekki Selfossbúi skrifar: „Mig langar að svara skrifum frá ungum Akureyringi sem var að kasta rýrð á sjónvarpið. Þetta finnst mér ekki sann- gjarnt. Þessi ungi maður hefur áreiðanlega verið í vondu skapi og hann veit ennfremur alls ekki hvað hann er að tala um. Við megum vel við una að hafa sjónvarp yfirleitt og með það sem við þó höfum. Að mínum dómi höfum við frábæra starfs- krafta í sjónvarpi en þeir hafa bara ekki nógu hátt kaup, svo fréttir berast um að þeir séu margir hverjir að hætta störfum. Svo að ég víki að íþróttafrétt- um, þá vil ég benda fólki á að það er eins gott að vera vel heima í hlutunum til þess að geta séð um svona þætti. Þessi ungi maður frá Akureyri segir að Bjarni Felixson hafi gert einhverjar vitleysur, en við skulum muna að það getur verið að þú hafir rangt fyrir þér, ungi maður. Það er einmitt í íþróttum sem menn hafa skiptar skoðanir. Ég er hræddur um að það verði vand- fundinn sá maður sem getur skilað þessu frá sér eins og Sjarni gerir. Sjónvarpið er sem sagt ágætt og það er hægt að setjast niður og horfa á ágætis efni og slappa af. Ef ég má bera fram ein- hverja ósk þá vildi ég að sýndar yrðu kvikmyndir tvö kvöld í viku og þær mega alveg eins vera gamlar, þær eru margar hverjar alveg ágætar. Svo ættu þeir sem eru svona óánægðir að reyna að hressa upp á sjálfa sig og vera ekki í svona vondu skapi þegarþeir horfa á sjón- varpið." Lótum oss mótmœla Ásgeir Beinteinsson skrifar: Gerræði er ekki til að auka mönnum trú á lýðveldisskipu- lagið. Fjölmenn samtök launa- manna hafa fellt gerða samn- inga við vinnuveitendur sína. Hvað gerir þá ríkisstjórn lýð- veldisins islands? Hún lög- festir samningana. Hver er for- senda slíkra laga? Ég veit það ekki, en hlýtur forsendan ekki að þurfa að vera ærin? Það hefði maður haldið. Hins vegar liggja ástæðurnar ekki fyrir, að minnsta kosti get ég ekki komið auga á þær. Þessar staðreyndir eru hverjum manni augljósar og því fer ég ekki nánar út í þær. Til hvers hefur fólkið í landinu kosið sér forseta? Til að eiga lifandi puntudúkku til að sýna þjóðhöfðingjum annarra ríkja? Nei, hann á að standa vörð um lýðveldið. Nú er vegið að lýð- veldinu en hvað gerir hann? Hann skrifar undir. Þetta eru lög auðvaldsherranna, þetta eru lög þeirra sem samþykktu samningana. Ætti forsetinn ekki að standa vörð um þá hópa í þjóðfélaginu sem vegið er að? Á forsetinn ekki að koma í veg fyrir að þegnar lýðveldisins séu beittir gerræði af hálfu ríkis- stjórna? Ég held að við Islendingar ættum að taka til íhugunar stöðu forsetans og vald hans innan lýðveldisins. Það skelfir mig að hugsa til þess að við getum átt von á næstum hverju sem er af hálfu þessarar og annarra ríkisstjórna. Það eina sem við getum gert er að bíða næstu kosninga. Að hugsa sér að okkur skuli vera stjórnað af veldissprotum peningafurst- anna! Hvílíkt hlutskipti! Eina von okkar gegn gerræði ríkisstjórna bregzt. Við vitum að það verður ekki farið eftir þessum lögum þegar í harðbakkann slær, og við huggum okkur við það. Á að byggja réttlát þjóðfélög svona? Það getur ekkert þjóðfélag, réttlátt eða óréttlátt, staðið án laga. Ég segi án laga, þvi lög sem ekki er farið eftir, eru engin lög. Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða. Það er einmitt það sem er að gerast hér. Það er verið að eyða landinu með ólögum. Við vitum að þessi lög verða aldrei annað en pappírsgögn. Það væri líka allt í lagi ef þetta væru einu lögin sem svo fer fyrir. Á hverjum degi eru brotin lög í þessu landi en aldrei er neinn sóttur til saka. Hvers vegna fáum við ekki að heyra nöfn ávísanafalsaranna? Er það vegna þess að þeir eru mismun- andi sekir? Hvers vegna vill ríkisstjórn peningafurstanna ekki breyta skattalögunum, svo þeir fari að borga skatt sem mest berast á? Jú, það má vera að lögin séu í athugun en hvað hafa þau verið lengi í athugun? Okkur er sagt að þetta sé réttlátasta þjóðfélag sem til er. Hver trúir því? Ekki ég. Væru fjármunir þeir sem eru i höll- unum á Arnarnesi ekki betur komnir annars staðar? Væri ekki réttlátara að verja þeim til að bæta aðstöðu þeirra sem minna mega sín? Ég hef séð í stofu hallar einnar borðstofu- sett, sem kostar árslaun verka- manns. Ég á ekki við verka- mann sem vinnur fjórtán tíma á sólarhring allt árið. Ætli þeim auði sem fiskimenn okkar og verkafólkið í fiskvinnsluhúsun- um aflar sé ekki misskipt? Ætli hlutur þeirra ætti ekki að vera hærri en hinna sem sitja á rass- inum og semja skattaskýrslur fyrir enn aðra sem leika sér með peningana úr bönkunum? Ég spyr: Er þetta réttlátt? Kæru félagar, lítið upp frá vinnu ykkar og lítið inn í hug- skot ykkar. Leynist ekki ein- hvers staðar efi? Eg veit og við vitum öll að þetta er ekki rétt- látt og það eru mörg ár síðan sum ykkar vissuð það. Af hverju rísið þið ekki upp á afturfæturna og mótmælið? Ég segi afturfæturna, því þið eruð orðin eins og þægir sauðir í garði óðalsbóndans. Aumingja við sem erum ótjón óra Guðný Friðriksdóttir skrifar: Eg er átján ára gömul og eitt laugardagskvöld fyrir nokkru, langaði mig og strákinn sem ég er trúlofuð (nann er 25 ára gamall) til að skreppa á dans- leik. Við ætluðum í Klúbbinn og eftir mikið tilstand komumst við á leiðarenda, og bæði vorum við beðin um passa. Að sjálf- sögðu komst hann inn, en ekki ég, því aldurstakmarkið er 20 ár. Svo við snerum við. Hvert áttumviðað fara? Á hallæris- planið að leika okkur? Nei, mér finnst það vera fyrir neðan allar hellur, þetta fyrirkomu- lag. Fólk sem orðið er átján ára, er flest orðið fullþroska fólk. Af hverju í ósköpunum er þessu ekki breytt? Það er alltaf verið að kvarta undan þessu, en það ber engan árangur. Hvernig væri nú að þessir háu herrar sem fara með völdin gerðu eitthvað róttækt í mál- inu, eða er þetta kannski gömul hefð eins og svo margt annað hér norðúr á köldum klaka? Tímarnir breytast og mennirnir með og þannig ætti því einnig að vera varið með þetta. Við höfum talað við margt fólk sem eins er ástatt fyrir og er okkur svo hjartan- lega sammála. Vonandi fer þetta bráðlega að breytast. Eg ætla að minnsta kosti að gera mér vonir um að barnabörnin þurfi ekki að kvarta undan þessu líka. Dylgjur í garð Frímúrara Halldór Indriðason hringdi: „Hinar sífelldu dylgjur dag- blaða í garð frímúrararegl- unnar hafa löngum vakið furðu mína og gremju. Öll blöðin eru þar undir sama hatti — ekki síður Dagblaðið en önnur blöð. Frímúrarareglan er góður og heiðarlegur félagsskapur þar sem saman eru komnir margir ágætir og mætir menn úr þjóð- félaginu. Þetta má e.t.v. að ein- hverju leyti rekja til þess að reglan er fremur lokaður félagsskapur en það breytir því ekki að þessar sífelldu dylgjur eru rakalausar. Dagblöðin eiga að sjá sóma sinn í því að vera ekki með dylgjur í garð neinna aðila hvort sem það er frímúrara reglan eða aðrir.“ BOGGI DAUFUR OG LÍTT FYNDINN RUSLIÐ í BREIÐHOLTI — skömm fyrir borgina íbúi vió Iðufell hringdi: ..Alveg er stórfurðulegt hve hreinsunarmenn frá borg- inni koma sjaldan í heimsókn hér upp í Breiðholt. Hér fýkur rusl um allt. Lóðirnar hjá okkur eru fullar af bréfadrasli svo ekki sé talað um hve ógeðs- legt það er að fá þetta fjúkandi í andlit sér þegar rok er. Það má vera að þetta komi frá búð- unum hér í kring, en það er sérstaklega mikið rusl á göngu- götunni sem liggur frá KKON. Þegar leið mín hefur legið í miðbæinn þá hef ég tekið eftir því að þar er alltaf verið að snyrta og hreinsa til. Það kemur ekki fyrir að maður fái bréfaruslið fjúkandi framan í sig í hvassviðri. Þar er allt hreint og snyrtilegt. Hvers vegna er ekki hreinsað til í Breiðhollinu? Það er ekki í lagi að hafa þetta rusl í Breiðholti. Það er skömm fyrir borgina að láta þetta sjást." Gunnar Pálsson hringdi: Mikið óttalega finnst mér fyndnin á lágu stigi hjá þeim sem teiknar þennan Bogga í blaðinu ykkar. Mér finnst að frumskilyrði þess að vera góður grínisti sé að gera góðlátlegt grín að sjálfum sér og öðrum, birta skrýtlur sem hægt er að hlæja að en ekki eitthvert óskiljanlegt þrugl sem enginn botnar upp né niður í. Mér fannst það mikil ókurt- eisi hjá teiknaranum er hann lét birta þessa mynd af þýzka rannsóknarlögreglumanninum. pað er að mínu viti alveg óþarfi að bera slíkt á gesti okkar, sem eru hér til að aðstoða við rann- sókn glæpamála. Teiknarinn ætti að viðurkenna mistök slr. og biðjast afsökunar á þessari „fyndni“ sinni. Á sömu síðu og Boggi er mjög góð teiknimyndasaga, Lalli og Lína. Þar er fyndin í lagi og væri ekki úr vegi að teiknari Bogga tæki sér tií fyrirmyndar þá fyndni sem þar kemur fram og reyna að glæða Bogga nýju og fyndnu lífi í framtíðinni. Megi hann þá lengi lifa.. V „F.vndnin i Bogga er a lágu plani og óskiljanlegt þrugl," segir bréfritari.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.