Dagblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 14
Y/ DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976. 14 hún endurvonn hylii iondsmonno eftir oð konungsdœmið vor oð folli komið * *, '/ ■ , ' ,i ~ ' ' v. ■ . . Þegar Fabiola giftist belgíska konunginum.átti þjóðin ímiklum erfiðleikum, en hún sýndi fljótt hvað í henni bjó og var hugdjörf og ákveðin að mæta þeim vandamálum sem við var að stríða. Þegar Belgar fréttu að hinn þrítugi konungur þeirra ætlaði að ganga að eiga spænska stúlku, Fabiolu de Mora y Ara- gon að nafni, voru þeir ekkert yfir sig hrifnir. Þeir höfðu aldrei heyrt hennar getið og voru auk þess engir sérstakir aðdáendur Baudouins konungs. En á þeim fimmtán árum sem liðin eru frá giftingunni hefur henni tekizt að skapa sjálfri sér og eiginmanni sínum sérstakt rúm í hjörtum Belga. Fabiola var sjötta barnið í auðugri spænskri greifafjöl- skyldu og alin upp með ströngum hætti f Madrid. Eins og flestar spænskar stúlkur af auðugri ættum, stundaði hún nám heima og umgekkst aðeins fáeinar útvaldar ungar manneskjur, en fékk aldrei að fara út fyrir dyr nema í fylgd með fóstru. Síðar, þegar systkini hennar giftu sig og stofnuðu heimili, var Fabiola ein eftir heima fyrir. Hún var rólynd og feim- in, og þó fjölskyldan vissi að hún byggi yfir töluverðu skop- skyni, var hún of hlédræg til að láta það í ljósi innan um ókunn- uga. Hið enska útlit hennar, rauðar kinnar, jarpt hárið og brún augun, gerðu hana ekki mjög eftirsóknarverða í augum suðrænna elskhuga. Um tíma var hún alvarlega að hugsa um að gerast nunna og hún var alltaf mikið hneigð fyrir trúmál. Miklum tíma eyddi hún meðal íbúa fátækra- hverfanna í Madrid. Hún var einnig of hógvær til að spíg- spora um strendurnar í baðföt- unum einum saman og pantaði öll sín undirföt í gegnum nunn- urnar. ,,Ég er bara gömul pipar- jónka,“ sagði hún við systur sína, „og mér er eiginlega alveg sama. Ég gæti nefnilega aldrei gifzt af öðru en ást, og hingað til hef ég ekki hitt hinn eina rétta.“ Hvernig hún kynntist Baubouin hefur ætíð verið leyndarmál, en það gæti hafa verið þegar hún heimsótti guð- móður sina Enu, fyrrverandi drottningu á Spáni, í Lausanne í Sviss. Þau voru að mörgu leyti lík. Baudouin var mjög tregur til að taka við belgísku krúnunni, 21 árs að aldri, eftir að faðir hans, Leopold III. hafði afsalað sér völdum. Leopold varð mjög óvinsæll í heimalandi sínu þegar hann, eftir lát Astrid drottningar móður Baudouins, gekk að eiga fyrrverandi kennslukonu, Liliane Baels. Fólk var heldur ekki of hrifið af Baudouin, sem virkaði kald- lyndur og leiðigjarn. Og hann var svo guðhræddur að orð- rómur var á kreiki um að hann hygðist afsala sér krúnunni í hendur yngri bróður sínum til að ganga í klaustur. Fjölskylda hans hafði gefið upp alla von um að sjá hann kvæntan. 24 prinsessur og fjöldi furstaynja og greifynja höfðu verið kynntar fyrir honum, en eins og Fabiola var hann ákveðinn í að kvænast af ást. Samband Baudouins og Fabiolu fór að mestu fram í gegnum bréfaskriftir, með milligöngu belgísks sendiherra, en þau hittust einnig öðru hvoru í Luxemborg, þar sem systir konungsins, Josephine Charlotte prinsessa, gat verið „siðgæðisvörður". Þegar Baudouin bað Fabiolu í fyrsta sinn, hafnaði hún á þeim forsendum að hann gæti ekki gifzt ókonungborinni manneskju og haldið krúnunni um leið. En eftir að honum hafði tekizt að sannfæra hana um að óþarfi væri að afsala sér krúnunni þótt þau giftust, þá Við giftingarathöfnina í desem- ber 1960 bar Fabiola greinileg merki þess álags sem á henni hvíldi, því henni var ekki veí tekið af belgísku þjóðinni. EFTIR BRJOSTAAÐGERÐ ÞURFA KONURÁ NÆRGÆTNIAÐ HALDA Það er hrceðileg reynsla að gangast undir slíka aðgerð í Danmörku, segir fyrrverandi sjúklingur Bandarísk kona, Francine Timothy að nafni, var nýlega á ferð í Danmörku þar sem hún kynnti nýja bandaríska starf- semi. Er það félagsskapur sem á að vera til aðstoðar konum sem hafa þurft að gangast und- ir krabbameinsuppskurð cg brjóstaaðgerð. Talið er að slík aðgerð hafi mjög mikil sálræn áhrif á konur. Krabbameinsfélagið danska ákvað að skipa nefnd til þess að koma þessum málum í kring og ákveða hvernig félagsskapur- inn starfaði í framtíðinni. Efnt var til fundar í Ríkis- spítalanum í Kaupmannahöfn. Þegar Francine Timothy hafði lokið máli sínu tók til máls kona frá Álaborg og sagði frá reynslu sinni. „Eg vil gjarnan segja frá þeirri hræðilegu reynslu sem það er að gangast undir brjósta- aðgerð hér í Danmörku. Eg hef ekki náð mér eftir þær þrengingar sem ég varð að þola. Því er haldið fram að þegar brjóst er skorið af konu finnist henni að vegið hafi verið að kvenleika hennar Það var dálítið öðruvísi með mig, því um lífið var að tefla. Ég hef ekki getað gleymt augnablikinu þegar ég vakn- aði eftir aðgerðina og húkrunarkona rétti mér gervi- brjóst. Komdu bara við það,“ sagði hún. „Finndu hvað það er rnjúkt." Ég gat hreinlega ekki fengið mig til þess að koma við þennan hlut. Síðar neyddist ég til þess að fá nýtt gervibrjóst og nýjan brjósthaldara, en þeir þurfa að -'era mjög stórir. Maður sár- finnur til, en við því er ekkert að gera. Svo eru það læknarnir. Einn bað mig að fara úr fötunum og síðan varð ég að sitja, ber að ofan, í heilar tuttugu mínútur meðan hann horfði á mig. Eg er ekki þannig gerð að ég geti setið nakin að ofanverðu og spjallað við lækni um daginn og veginn. Mér finnst það ótrúlegt að nokkur geti verif svona tillitslaus. Það er enn ekki langt slðan ég gekkst undir aðgerðina og ég er enn mjög langt niðri and- lega. En okkur semur vel í fjöl- skyldu minni. Þetta hefur mikil áhrif á kynlífið. Ekki svo að skilja að maðurinn minn hafi sagt eitthvað. En þegar ég fer úr fötunum og lít á sjálfa mig og sé hve y;ót og afskræmd ég er orðin, tek ég það mjög nærri mér. Francine Timothy segir að það sé ekki bara æxli sem er fjar- lægt. Það sésniðið af kvenlegri imynd. Það er sannarlega þörf fyrir slíkan félagsskap, eins og nú er rætt um að stofna. Ég ætla svo sannarlega að vera með. Það er alveg rangt hvernig að þessum málum er staðið hér í Dan- mörku."

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.