Dagblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 13
DACBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976. 13 HALLUR SlMONARSON gandi ins! ryggsson þjálfaði TB um. Þar hefur árangurinn veriö all góður, en Kjartan þjálfar þau einnig. 1 II. deildinni er TB um miðj- una, en í þeirri þriðju, sem mest er skipuð öldungum, er TB í úrslit um bæði í deildinni og í bikarn- um. Kjartan getur þess vegna fengið fleiri rósir í hnappagatið áður en hann heldur heim, í endaðan sept. „Þetta var stór dagur hjá okkur í TB," sagði Mervin Dimon, knatt- spyrnufrömuður á Tvoroyri og Islandsvinur mikill, er við töl- uðum við hann eftir leikinn. „Við eigum það mest þjálfaranum, Kjartani, að þakka að Færeyja- meistarabikarinn er kominn til okkar. Hann er frábær þjálfari og okkur þykir leitt ef hann getur ekki komið aftur næsta sumar til að verja með okkur titilinn.-' Þórshafnarliðið HB, og TB skiptust á um forustuna í mótinu og útileikurinn við þá var eini ósigur TB á sumrinu. Hann tapaðist 4-3, en í heimaleiknum snerist dæmið við og betur til, — þar vann TB 4-2. Erfiðasti og jafn- framt þýðingarmesti leikurinn var við Kí í Klakksvík, sagði Kjartan. Þar hafði TB tapað um áraraðir og þaðan varð liðið að koma að minnsta kosti með annaö stigið svo HB færi ekki upp fyrir þá þegar þrír leikir væru eftir — og til þess að efla trú strákanna á að þeir gætu unnið mótið. Við náðum jafntefli 1-1 og þá var björninn unninn. Samtals hlaut TB 20 stig, en HB, sem er númer tvö, getur ekki náð nema 19 stigum, en þeir eiga einn leik eftir. TB skoraði 39 mörk, en fékk ásig 16. emm Everton lék i gærkvöld í Stoekport og sigraöi. Liðinu farnaðist ekki eins vel í Lundúnum um helgina. Tapaði fvrir Arsenal 3-1. Hér góinar markvörður liðsins. Dai Davies knöttinn frá MacDonald. Roger Kenyon fvlgist með. Everton mátti þakka sigur í Stockport Stoekport County, sem á nýbyrjuðu keppnistímabili hefur ekki tapað leik og trónir nú efst í 4. deild, lék í gærkvöld við Everton úr 1. deild í deilda- bikarnum. Leikurinn fór fram í Stockport ogvarmesti áhorfenda- fjöldi hjá íitla Stockport í Lancashire í fjögur ár eða 15 þús- und manns. Stoekport tapaði að vísu 0-1 en Everton inátti þakka bæði stigin. Hvers vegna sk.vldi vera svona mikill áhugi i Stockport um þessar mundir. Jú, félaginu hefur vegnað vel í 4. deildinni, er í efsta sæti. Með félaginu eru nú nokkrir frægir kappar og er þar Wyn Davies í fararbroddi. Wyn Davies Lék áður með Newcastle, Man- chester City og Manchester United og var einn skæðasti sóknarmaður í enskri knatt- spyrnu. Asamt Davies eru þeir Tony Coleman er var meistari með Manchester City 1968 og síðan bikarmeistari áður en hann fór frá félaginu og Ian Lawther fyrrum leikmaður n-írska lands- liðsins og leikmaður með Sunder- land og Blackburn. Þessir frægu kappar hafa endurvakið áhugann i Stockport og eftir mögur ár undanfarið vegnar liðinu vel. Everton kom í heimsókn í gær- kvöld og Bob Latchford náði forystu fyrir Everton þegar á 4. mínútu. En Stoekport átti mjög góðar sóknarlotur og markvörður Everton, Dai Davies, mátti hafa sig allan við og bjargaði liði sínu með ágætri markvörzlu. Davies varði skalla frá Wyn Davies og þótti sú markvarzla með óiíkind- um. En Everton sigraði með eina markinu í leiknum. Einnig fór fram annar leikur í deildarbikarnum. Hann fór fram á Stamford Bridge i Lundúnum og áttust við Chelsea og Huddír- field. Chelsea sigraði 2-0 og skoraði Steve Finnieston bæði mörk Chelsea. Viren sigraði í víðavangshlaupi Lasse Viren — er tvívegis hefur sigrað bæði í 5000 og 10000 metra hlaupum á Olympíuleikum heigar maraþonhlaupinu og víða- vangshiaupum æ meir krafta sína. Viren ætlar einmitt að hlaup í maraþonhlaupinu á Olympíuleikunum í Moskvu 1980. Viren sigraði á miklu víða- vangshlaupi í Tékkósióvakíu um helgina. Hann hljóp hina 11.4 kílómetra á 33:20.0 mínútum. Annar varð Sovétmaðurinn Ivan Parlui á 33:20.6 og þriðji Anacleto Pinto frá Portúgal á 33:31.0. Borg þénar peninga! Björn Borg hefur undanfarið verið mjög sigursæll í tennis- mótum. Hann sigraði í hinni óopinberu heimsmeistarakeppni tennisleikara, Wimbeldon í sumar. Borg var i úrslitum í bandariska tennismótinu í Forest Hills en tapaði fyrir Jimm.v Connors. Aftur liljóp hins vegar á snærið hjá Svíanum er hann tók þátt í tveimur mótum á einni viku og sigraði í þeim báðum. Þetta voru fjögurra manna mót í Mexikó — auk Borg voru Iiie Nastase frá Rúm- eníu, Guilermo Vilas frá Argen- tinu og Rod Laver frá Ástralíu. Borg sigraði Nastase í úrslitum á báðum mótunum. Nú um helgina sigraði hann Nastase 7-6, 0-6, 6-1. Þar með fékk Borg litlar 3.8 miiljónir fyrir vikuna. Ekki slæmt, sama hver á í hlut. Jafntefli UBK - Aftureldingar Okkur varú á í messunni i gær er við sögðum frá úrslitum í Reykjanesmótinu í handknatt- leik. Þar sögðum við að Aftur- elding hefði sigrað Breiðablik 19- 9. Það er ekki alls kostar rétt — jafntefli varð 19-19 og hörmum við þessi leiðu mistök um leið og við biðjum viðkomandi af- sökunar. HERZLU Á SPRETTINN EN ÁÐUR Fyrsta eða öðru sæti — man það ekki /eT‘ — en þetta var lítið meira til að ayrja með. „Ég vann þá á Alþýðublaðinu á >umrin og þangað kom Guðmundur }ft með íþróttafréttir. Þá var hann slltaf að hvetja mig til að halda ifram. Eg lét til leiðast, en byrjaði þó ekki fyrir alvöru fyrr en 1971, Þá fór ég líka að keppa á mótum. Sigraði í 400 m hlaupi á 17. júni nótinu og varð önnur í 800 m á aftir Ragnhildi Pálsdóttur. Það ár þljóp ég 100 m á 14.4. sek. 200 m á im 30 sek. 400 m á 65.9 sek. og 800 n á 2:37.0 min.“ Næsta ár kom svo utanför og P.vrsta íslandsnetið? Já, 1972 fórum við fjórar stelpur lr IR til keppni í víðavangshlaupi í Vorrköping. Guðmundur var með ikkur. Það gekk sæmilega. Eg varð ipenntari fvrir hlaupunum — það , ar meira gaman að þessu. Æfingar 'yrir alvöru byrjuðu. Þá setti ég 'yrsta Islandsmetið. Það var í 800 m lilaupi — 2:20.8 mín. og mér tókst að úgra Ragnhildi í fyrsta sinn. Hún filjóp á 2:21.8 mín. Ég hafði oft lilaupið í víðavangshlaupum — en nlltaf orðið á eftir Ragnhildi þar. Þelta sumar hljóp ég ekki 100 m. Náði bezt 28.0 sek. í 200 m og 61.9 <ek. í 400 m , svo framför var tals- rerð þar. auk metsins i 800 m. Næsta vetur æfði ég rnjög vel og ikvuð að l'ara til Sviþjóðar. Það var í febrúar 1973 og þar var ég i einn og hálfan mánuð. Hafði þá lokið gagn- fræðaprófi og fékk frí úr vinnu hjá Álafossi. Vann þar í verksmiðjunni — uppfrá. Þá keppti ég í Falun og setti íslandsmet innanhúss. Hljóp 800 m á 2:24.8 mín. —Met Ragn- hildar var 2:26.8 mín.) og 1500 m á 5:13.2 mín, en íslandsmet var þá ekki til á þeirri vegalerigd. Síðan kom ég heim og lagði aðal- áherzluna á 400 m. Setti þar íslandsmet 59.3 sek„ en Ingunn Einarsdóttir átti það eldra 60.3 sek. Ingunn náði svo metinu fljótt aftur. Þetta sumar var ég fyrst valin í landslið. Það var í Norðurlanda- bikarkeppninni í Danmörku. Bezti árangur minn 1973 var 13.2 sek. í 100 m, 27.,4 sek. í 200 m, 59.3 sek. i 400 m, 2:20.4 mín. í 800 m og 5:15.0 mín. í 1500 m. Ragnhildur hafði þá aftur náð metinu í 800 m. Hljóp á 2:17.0 mín. Ég var alltaf að hugsa um að fara út — og lét verða af því í janúar 1974. Síðan hef ég að mestu dvalið í Svíþjóð. En ég átti við meiðsli að stríða í ökkla og gekk heldur illa þetta sumar framan af. En svo setti ég — og það kom mér á óvart — nýtt Islandsmet í 800 m í Evrópukeppni i Noregi snenuna í júlí. Hljóp þá á 2:16.5 mín. Ragnhildur bætti það met fljótt í 2:15.9 mín„ en í ágúst | náði ég því aftur, þegar ég hljóp á 2:15.1 mín., á móti í Gautaborg. Þetta sumar hljóp ég lítið sprett- hlaup — og náði ekki nema 60.6 sek. bezt í 400 m. Arið 1975 var ég líka úti. Keppti þá á innanhússmóti í Gautaborg og setti íslandsmet bæði í 400 og 800 m. Hljóp á 62.2 sek. og 2:18.8 mín. Þá fór ég í æfingabúðir á Spáni i tvær vikur í marz og hafði mjög gott af því. Síðan keppti ég í 4 km víða- vangshlaupi — héraðsmóti Austur- Götalands og sigraði naumlega. I vor vann ég það hlaup aftur — og þá með yfirburðum. Arangurinn fór mjög að lagast. I Gautaborg 1. júní setti ég Islands- met í 800 m hlaupi, 2:13.3 mín. og 10. júní íslandsmet í 1500 m hlaupi á malarvelli í Finspang. Hljóp á 4:41.8 mín. Það kom mér mjög á óvart. Ragnhildur átti- eldra metið 4:47.0 mín. og satt að segja leiddist mér að hlaupa 1500 m. Og í sama mánuði bætti ég enn þessi tslands: met á móti í Stokkhólmi. Hljóp þá 800 m á 2:11.6 mín. og 1500 m á 3:34.0 min. Keppti á báðum þessum vegalengdum í Kalottkeppninni í Tromsö og sigraði. Var einnig í íslenzku : igursveitinni í 4x400 m boðhlaupi. 12. ágúst keppti ég i 800 m hlaupi j í Gautaborg — og þá jókst áhuginn mjög, því ég hljóp 800 m á 2:08.5 min. Nýtt íslandsmet — en ég hafði hreint ekki reiknað með að mér tækist nokkru sinni að hlaupa innan við 2:10 mín. Þetta sumar átti ég bezt 59.0 sek. í 400 m, 2:80.5 mín. í 800 m, 4:34.0 mín. f 1500 m og ég setti Islandsmet í 1000 m hlaupi — hljóp á 2:58.0 mín. Þá vaknaði áhuginn að komast á Olympíuleikana? Já, svo sannarlega. Ég ákvað að stefna aö því marki að keppa í Montreal. Æfði því mjög vel sl. vetur. Fór í febrúar til Júgóslavíu og æfði þar i hálfan mánuð. Þegar ég kom til Svíþjóðar aftur setti ég íslandsmet innanhúss í 800 m. 2:17.7 mín. á móti í Falun. Síðan var aftur farið til Júgóslavíu. Æft i Split og þar voru 30 úr félaginu, sem ég keppi með i Svíþjóð, IFK Norr- köping. Fyrst í maí fór ég til Sovétríkj- anna ásamt Ágústi Ásgeirssyni og Sigfúsi Jónssyni. Þar tókst mér að setja Islandsmet í 1500 m 4:31.7 mín. og stutt var því í olympíulág- markið 4:30.0 mín. 800 m hljóp ég þar á 2:12.5 mín. svo ég ákvað að einbeita mér að 1500 metrunum. Ég hljóp hvað eftir annað — en tím- arnir voru alltaf þetta frá 4:32 til 4:35 mín. þar til 19. júní i Gauta- borg. að ég hljóp á 4:26.2 mín. Það var þriðja 1500 m hlaup mitt i einni og sömu vikunni. Þar með var olympíulágmarkinu náð. Þá lá leiðin heim til tslands í Kalott-keppnina og síðan til Montreal. Þar keppti ég fyrst í 800 m hlaupi. Hljóp á 2:07.3 mín. og bætti Islandsmetið um 1.5 sek. Það kom mér á óvart, þvi ég hafði ekkert æft spretti. Fjórum dögum síðar var keppnin í 1500 m. En íslandsmet 4:20,3 mín. Eftir Olympíuleikana hefur Lilja tekið lífinu með ró. Keppti þó í Svíþjóð 10. ágúst og hljóp 800 m — kvefuð — á 2:08.5 mín. og setti hér heima Islandsmet í 1000 m hlaupi, 2:55.8 mín. Það var 25. Islandsmetið, sem Lilja setur — en hún hefur auðvitað oft orðið Islandsmeistari í hlaupum. Framför þessarar prúðu og geðugu íþróttakonu hefur verið með ólikindum síðustu tvö árin. I ár hefur hún bætt sinn bezta árangur í 1500 m hlaupi um 13.7 sek. og ’75 bætti hún árangur sinn á vegalengd- inni um 26 sekúndur!! Beztu ár hennar eru framundan — sam- kvæmt reglunni um afreksgetu kvenna á þessum vegalengdum — og það verður því gaman'að fylgjast tneð Lilju Guðmundsdóttur á hlaupabrautinni á komandi árum. -hsim. Rœtt við Lilju Guðmundsdóttur — hlaupakonuna kunnu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.