Dagblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 24
Meint áfengisneyzla fanga á Litla-Hrauni: Ráðuneytíð kannar hvað kann að hafa gerzt — segir Jðn Thors ,,Vi(5 ætlum aö kanna hvað þarna kann að hafa verið á ferðinni,'1 sagði Jón Thors, full- trúi í dómsmálaráðuneytinu, i samtali við fréttamann DB í gær um þá staðhæfingu í grein Vilmundar Gylfasonar í blaðinu sl. föstudag, að áfengis- neyzla fanga á Litla-Hrauni hefði leitt til árásar fanga á fangavörð þar. Jón kvaðst ekki hafa fengið í hendurnar gögn um rannsókn málsins á sinum tíma, enda væri dómarinn, Örn Höskulds- son, í leyfi þessa viku. í grein Vilmundar, sem byggð var á dómsskjölum, var að því vikið, að rannsókn máls- ins hefði i engu beinzt að því hvernig áfengið komst inn fyrir fangelsismúrana. Lögmaður fangans, sem réðist á fanga- vörðinn og var síðar dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir, vildi í vörninni gera fangelsið að hluta ábyrgt fyrir þvi, sem gerðist, m.a. þar sem fangarnir hefðu getað haft áfengi um hönd. Jón Thors vildi ekki tjá sig um þá staðhæfingu, að áfengi hefði verið innan fang- elsisveggjanna, en ítrekaði, að ætlun ráðuneytisins væri að kanna hvað ,,kynni að hafa gerzt". Þess má geta, að fyrrum fangar á Litla-Hrauni hafa oft- ar en einu sinni skýrt blaða- mönnum DB frá því, að tiltölu- lega einfalt sé að útvega áfengi á Litla-Hrauni — og jafnvel lyf og fíkniefni — eftir fleiri leiðum en einni. —ÓV Það hafðist ó tvöföldum hjólaútbúnaði Þegar bændur víða um land eru að huga að töðugjöldum sínum er enn verið að berjast við ofvaxið gras í höfuðborg- ini . Reyndar var það nú ekki í heyskaparskyni sem þessi dráttarvél berst um á túnspildu milli Suðurlandsbrautar og Miklubrautar. Það hafði lengi staðið til að slá þessa órækt sem orðin var. En spildan var svo blaut að ekki gaf á hana. Nú var það til ráðs tekið að setja tvö- föld hjól undir dráttarvélina og þannig barðist hún fram og aftur um spilduna með ljáinn í eftirdragi og hafði grasið niður. DB-mynd Sv. Þorm. Tónabœr opinn til reynslu i tvo mónuði: Reynslan verður að leiða nyt- semi tilraunarinnar í Ijós Borgarráð kemur saman eftir hádegið i dag til að ræða skýrsíu Æskulýðsráðs Reykja- víkur um starfsemi Tónabæjar. A fundi Æskulýðsráðs i gær var ákveðið að opna Tónabæ á ný til reynslu í tvo mánuði, að dansleikir yrðu tveir í viku í stað þriggja og að hljómsveitir hættu að koma fram þar en tónlist yrði framreidd af hljóm- plötum eingöngu. Akvörðun þessi var tekin af Æskulýðsráði svo að tími gæfist til að kanna nánar ýmsa þætti þessa máls. Starfsmenn ráðsins hyggjast þó alls ekki sitja auðum höndum á meðan, að því að blaðið hefur fregnað, heldur munu þeir fylgjast með þró- uninni á næstu vikum og verða ákvarðanir væntanlega teknar i samræmi við hana. — ÓV. Engin breyting hjá sjónvarpsmönnum ennþá — Það situr allt við hið sama hjá okkur ennþá og engin breyting virðist í aðsigi, sagði Eiður Guðnason, formaður Starfsmannafélags Sjónvarps- ins í samtali við DB í morgun. Eiður kvað óljóst hvort gripið yrði til einhverra frekari aðgerða, en starfsmannafélagið hygðist halda fund fyrir hádegi, og gæti orðið um ein- hverjar nýjar ákvarðanir að ræða. Starfsmannafélag Ríkis- útvarpsins, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir stuðningi við aðgerðir sjón- varpsmanna og skorað á ríkis- valdið að taka þegar í stað upp viðræður við þá. Eiður sagði sjónvarpsmenn þakkláta fyrir þennan stuðning, „þó hann hefði mátt koma fyrr,“ eins og hann orðaði það. JB frfálst, nháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEM'bÉR 3 sitja inni: STÁLU OG SVIKU ÚT HUNDRUÐ ÞÚSUNDA Þrír menn sitja nu 1 gæzlu- varðhaldi og bíða dóms vegna þjófnaðar á ávísanaheftum, stimplum fyrirtækja og föls- unar ávísana úr heftunum. Hafa þeir allir játað verknað sinn, en ekki er Ijóst ennþá, hversu mikið fé og verðmæti þeir hafa svikið út. Forsagan er sú að síðari hluta ágústmánaðar var brotizt inn að Ármúla 42 og mikið rótað f skrifstofum þriggja fyrirtækja, Glófaxa, Rafhönn- unar og Húsafells. Frá einu fyrirtækjanna var stolið 7 ávísanaheftum og stimplum frá tveimur. Síðan var fölsuð- um ávísunum spreðað út bæði í Reykjavík og úti á landi og hafa ávísanafalsararnir verið teknir bæði í Reykjavík og út um land. Hafa þeir svikið út verðmæti og fé fyrir hundruð þúsunda en nákvæm upphæð svindlsins lá ekki fyrir í gær. _______________—ASt. Sœlgœti og tóbaki stolið í Drangi Þegar skipstjórinn á Drangi kom um borð skömmu eftir klukkan átta í gærmorgun þar sem skipið lá við bryggju á Akureyri komst hann að raun um að brotizt hafði verið inn í skipið. Farið hafði verið inn um dyr við skorstein skipsins, þaðan niður í vélarrúm skipsins og síðan í vistarverur skipverja. I skipinu er smáverzlun þar sem selt er sælgæti og tóbak og þaðan hafði verið stolið bæði vörum og nokkur þúsund krónum i peningum. A.Bj. Milljóna vextir af „yfirdrœtti" sem ekki er til samkvœmt reglum — Viðtal við reikningshafa „Það er alveg rétt, sem Hrafn Bragason, umboðsdómari, segir, þegar hann telur að kunningsskapur virðist vera með flestum hinna 15 reikn- ingshafa í hinu svokallaða ávis- anakeðjumáli," sögðu tveir reikningshafanna í viðtali við fréttama^n Dagblaðsins. „Rannsókn Seðlabankans var og er beint að þessum tiltekna hópi manna," bættu þeir við. Annar viðmælenda DB kom snemjna við sögu þessa máls en hinn síðar. Þeir sögðu enn- fremur: „Tilefni hinnar upp- haflegu athugunar i Seðlabank- anurn var að rannsaka fjármál þeirra manna. sem sátu i gæzlu- varðhaldi i Geirfinnsmálinu. Athugunin veitti engar upp- lýsingar um það mál. Þá var rannsókninni beintaðkunningj- um þeirra og viðskiptavinum," sögðu þessir tveir reiknings- hafar. ,,Að minnsta kosti einn hinna 15 reikningshafa hefur krafizt þess fyrir rétti, að könnun verði gerð á öllum ávísana- reikningum á íslandi á sama hátt. A meðan það er ekki gert, er alveg út í hött að staðhæfa eitt eða annað um fjölda reikn- inga, sem eru athugaverðir, eins og bankastjóri Landsbank- ans gerði nýlega í viðtali í einu dagblaðanna." Aðspurðir um þá ályktun, að reikningshafar hefðu borið saman bækur sínar og leitað aðstoðar lögfræðinga, sögðu þeir: „Við erum kvaddir fyrir rétt út af rannsókn, sem beinist að þvi að upplýsa meint sak- næmt atferli okkar. Það þykir vonandi ekki einkennilegt, þótt við leitum aðstoðar lögfræðinga og kunnáttumanna í bankalög- gjöfinni. Þeim mun frekari ástæðu teljum við til að leita ráða. sem hér er ekki verið að gura neina almenna könnun, heldur aðeins á okkur," sögðu reikningshafarnir. Fram hefur komið, að einn reikningshafanna heldur þvi fram að hann hafi greitt um kr. 400 þús. í vexti á einu ári af yfirdrætti. sem viðskiptabanki veitti honum. Viðmælendur DB töldu, að vaxtagreiðslur allra reikningshafa af slíkum yfir- dráttum, næmu milljónum króna árlega þau tvö ár, sem rannsóknin tekur til. Þannig hafi bönkunum ekki aðeins verið kunnugt um það, þegar ávísað var fram yfir innstæður, heldur hafi þeir samþykkt það, enda hagnazt mjög vel á þessu fyrirkomulagi. Að minnsta kosti einhverjir þeirra reikninga, sem verið er að rannsaka, eru svokallaðir sparisjóðsávísariareikningar. Yfirdráttur á slikum reikning- um er ekki til, samkvæmt reglum bankanna og eðli reikn- inganna. Heimild til yfirdráttar á slíkum reikningum er því ekki hægt að veita að sögn bankamanna. Af smávægileg- um yfirsjónum eru hins vegar teknir refsivextir. Meiri háttar yfirsjónir valda lokun reikn- inga sem þessara. Þess má geta, að yfirdráttur á hlaupareikn- ingi er heimilaður með sam- komulagi við bankastjóra og þá krafizt trygginga fyrir yfir- drættinum. Af framansögðu má vera ljóst, að hundruð þúsunda vaxtagreiðslur af „yfirdrætti", sem ekki er til samkvæmt bankareglum, kallar á skýr- ingar frá þeim bönkum, sem mótað hafa slíka viðskipta- hætti. BS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.