Dagblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 11
DACBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976. Eniga, meniga, pabbi grœðir peninga 11 N „Leyndin milli banka og við- skiptavinar er jafnmikilvæg og leynd milli læknis og sjúkl- ings,“ sagði Jónas Haralz, landsbankastjóri í óttalegum sjónvarpsþætti um skattamál á dögunum. Líkingin er góð og sjálfum hefur bankastjóranum þótt hún svo góð, að hann endurtók hana í viðtali við Morgunblaðið 12. september. Það þarf náttúrlega ekki að taka það fram, að bankastjór- inn hefur að sjálfsögðu átt við, að í dæminu væri bankinn læknirinn en viðskiptavinurinn sjúklingurinn. En nú er það svo með lækna, að þeir geta verið sjúkir eins og viðskiptavinir þeirra, sjúkling- arnir. Nákvæmlega hið sama gildir um banka, og þá ekki sízt islenzka banka. Síðustu dæmi um ávísana- svindlhringi og ráðherralán sýna og sanna gagnkvæman krankleika bankanna og við- skiptavina þeirra. Þessi veikindi eru hins vegar ólík veikindum lækna og sjúklinga þeirra. Þau eru af öðrum toga. Þau eru fyrst og síðast þjóð- félagslegs og siðferðilegs eðlis. Lækningin er engan veginn auðveld en forsenda hennar er fólgin í breytum hugsunarhætti þeirra, sem eru í þjóðfélaginu. „Kjáninn hann Einar...“ Sumir eru að vísu ólæknandi, eins og einn af ráðherrum hæstvirtrar ríkisstjórnar, starfsbróðir Einars Ágústs- sonar. Eftir að Vilmundur Gylfason ljóstraði upp um utanríkisráð- herralánið um daginn, sagði þessi kollegi Einars í sam- tali við mann á förnum vegi: „Djöfull er hann Einar nú mikill kjáni að láta hanka sig svona. Hanh átti auðvitað að láta gefa veðskuldabréfið út á handhafa." Þetta er hugsunarhátturinn, sem ríkir. Og það er ekki von til þess að árangur náist i baráttu gegn spillingu í íslenzku þjóð- félagi, þegar ráðherra í ríkis- stjórn Islands sér ekkert at- hugavert við þá lána- fyrirgreiðslu, sem ráðherra- einstaklingurinn Einar Ágústs- son naut í Landsbankanum. Jú, eitt var athugavert. Einar var ekki nógu útsmoginn. Eftir þvf, sem ég kemst næst hefur aðeins einn fslenzkur blaðamaður haft kjark til að krefjast þess, að ráðherrann gerði hreint fyrir sínum dyrum i þessu máli og öðrum, sem nafn hans hefur verið bendlað við manna á meðal. Þetta gerði Bragi Jósepsson í Alþýðu- blaðinu 7. september: „Al- menningur á heimtingu á að vita hvort einn áhrifamesti ráð- herra landsins sé viðriðinn stór- fenglegt ávísanahneyksli og fjármálaóreiðu." Engin svör? Þegar þetta er skrifað hefur ekkert heyrzt frá ráðherranum um þessi mál. Það segir sig sjálft, að það hlýtur að vera óþolandi fyrir einn af ráða- mönnum þjóðarinnar að vera orðaður við fjármálaspillingu. Þess frekar ber honum að svara fyrir sig. I tiltölulega eðlilegu þjóðfélagi hefði fyrirgreiðsla í líkingu við Landsbankalánið leitt til afsagnar ráðherrans, eins og bent hefur verið á í leiðara þessa dagblaðs. Fyrir rösklega tveimur árum ljóstraði Morgunblaðiðupi-um mjög keimlíkt mál, en af ein- hverjum sökum var það þaggað niður, kæft í fæðingu. Þar átti hlut að máli ráðherra úr Fram- sóknarflokknum, þáverandi fjármálaráðherra, Halldór E. Sigurðsson. Halldór Eggert og húsið... Mér þykir rétt að rifja þetta mál upp nú, því íslenzkir blaða- lesendur láta ekki lengur bjóða sér „svör“ og „skýringar" í lík- 561.157.32 króna greiðslu fyrsta árið. Vegna verðbólgunnar myndu þessar tölur líta allt öðruvísi út núna. Miðað víð vísitölu bygg- ingarkostnaðar, sem var 1. júlí 535 stig nemur upphæð veð- skuldabréfanna um 18,7 millj- ónum króna, eða þar um bil. Af þessu er 'ljóst, að árið 1973 lánaði íslenzka Álfélagið Hall- dóri Eggert Sigurðssyni þáver- andi fjármálaráðherra fjár- hæðir, sem eru mun hærri en Landsbankinn lánaði Einari Ágústssyni. mönnum neitað um skamm- tímalán upp á smápeninga. „Það verður að sjá hlutina rétt og í réttum hlutföllum," sagði Jónas Haralz i einu af yfirklórssvörum slnum í sjón- varpsþættinum. Þetta er raunar hárrétt, en á þessu virðist því miður hafa orðið misbrestur hjá bönkunum. Hvernig má það til dæmis vera, að olíufélögin njóta yfir- dráttaheimilda upp á hundruð milljóna, fjárhæðum, sem nema mörgum skipsförmum af olíu og benzíni. Mér er kunnugt um, Hús Halldórs E. Sigurðssonar ráðherra, sem hann ke.vpti af Álfélaginu með óvenjulegum vildar- kjörum. DB-mynd Arni Páll. . ingu við þessa: „Ég hef aldrei riðið hestum Sigurbjarnar." I desember 1973 keypti Hall- dór Eggert einbýlishús að Bakkaflöt 4, Garðahreppi, af Is- lenzka Álfélaginu með slíkum vildarkjörum, að með ein- dæmum þótti. Hann fékk húsið fyrir sjö og hálfa milljón króna, en á almennum markaði hefði það selzt á 11 milljónir að mati fasteignasala. Lánakjör voru þau, að þáver- andi fjármálaráðherra fékk sex milljónir króna lánaðar til 15 ára — ég endurtek — til 15 ára. Vextir og afborganir eru einnig með undarlegu móti, miðað við það, sem almenningur á að venjast. Halldóri Eggert var og er gert að greiða sex milljón- irnar, sem eru í tveimur jafn- stórum veðskuldabréfum með jöfnum greiðslum afbqrgana og vaxta og er árgjaldið 1 15 ár með 10% vöxtum 788.842,68 krónur samanlagt af báðum bréfunum. Ráðherrann fékk semsagt annúítetslán við þessi hagstæðu húsakaup, og eru slík lán taiin með þeim allra hag- stæðustu, sem fást og að öllu jöfnu er ekki völ á slíkum kjör- um. Góðvild eða gjafmildi Á almennum fasteigna- markaði nú og þá er algengast, að eftirstöðvar fasteigna greiðist á 8 árum með 10% vöxtum og jöfnum afborgunum og af 6 milljónum myndi því afborgunin ein verða fyrsta árið 750 þúsund krónur og vext- irnir 600 þúsund eða árs- greiðslan samanl. 1.350.000.00. En vegna sérstakrar góðvildar Álfélagsins, eða gjafmildi, sparaði ráðherrann sér „Ég hef aldrei riðið...“ Þremur dögum sfðar svaraði ráðhérra svo uppljóstrunum Morgunblaðsins I vel teygðum lopa. Þar kom ekkert fram, sem hrakti frásögn Morgunblaðsins og hefði Halldór allt eins getað sagt, eins og einhver: „Ég hef aldrei riðið hestum Sigur- bjarnar“. I forystugrein í Vísi 15. sept- ember er lítillega vikið að þessum húsakaupum ráðherra. -Þar segir: „En á það er að líta varðandi þetta mál, að ríkis- stjórnin á verulegra hagsmuna að gæta gagnvart Álverksmiðj- unni vegna skattgreiðslna hennar til ríkisins.“ Mikið rétt. En ætli væri ekki nær að segja, að Alverksmiðjunni sé 1 mun að eiga góð samskipti við rikis- stjórnir. Og hvað munar stór- iðjufyrirtækið í Straumsvík um að gera lélega húsakaupasamn- inga, þegar ráðherra er annars vegar. Það er pólitískur óþefur af þessu og því neitar enginn nema ef vera skyldi kaupandi og seljendur í þessu dæmi. En svo aftur sé vikið að bönk- unum. I fyrrnefndum skatta- málaþætti sjónvarpsins var flutt fimm ára gamalt viðtal við Olaf Nilsson, þáverandi skatt- rannsóknarstjóra. Þar stað- hæfði hann, að sumir menn hefðu óskiljanlega greiðan aðgang að bankakerfinu og hann ítrekaði þessa skoðun sína í fyrrnefndum þætti. Þetta er kannski mergurinn málsins í peningaspillingunni. Stórkostlegir yfirdrœttir Um leið og ýmsn svokallaðir athafnamenn, sem þuifa rekstrarfé, fá lán upp á milljónir er fátækum launa- að Skeljungur hefur nokkra mánuði í röð verið með stöðug-. an yfirdrátt að fjárhæð 320-360 milljónir krónamánuð hvern. Þessi fjárhæð hefur lækkað eitthvað og var síðast þegar ég „kíkti“ á milli 170 og 180 milljónir króna. Þetta eru himinháar upphæðir, sem ég fæ ekki séð hvernig verða rétt- lættar, þótt sjálfsagt standi ekki á skýringum bankanna. Leyndardómurinn mikli Og þá er komið að því að skýra frá trúnaðarmáli, sem sýnir og sannar, að bankarnir eru annað hvort í meira lagi andvaralausir eða þeir kæra sig kollótta. A vegum Upplýsingaskrif- stofu Verzlunarráðs er í hverjum mánuði dreift til „út- valinna“ plaggi, sem er merkt „Trúnaðarmál“. Þetta plagg er skrá yfir afsagða víxla í liðnum mánuði. Til þess að komast á þennan svarta lista þarf viðkomandi fyrirtæki, stofnun, sveitarfélag, íþróttafélag, kirkja o.s.frv. að vera annað hvort með fimm eða fleiri af- sagða víxla eða afsagðan víxil að upphæð 300 þúsund krónur eða meira. Þessum lista hefur verið dreift um langt skeið og er fjöldi fyrirtækja yfirleitt núorðið um og yfir 200. Listinn fer til traustra fyrirtækja og gegnir hlutverki biblíu, þegar athuga þarf lánstraust fyrir- tækja, hverjir standi við skuld- bindingar sínar, hverjir ekki. Ég athugaði sérstaklega lista júlímánaðar og voru á honum 203 fyrirtæki. Afsagðir víxlar voru 741 og samanlögð Halldór Halldórsson upphæð þeirra nemur um 220 milljónum króna, hvorki meira né minna. Þegar listar tveggja mánaða eða fleiri eru-bornir saman kemur í ljós að oft og iðulega eru það sömu fyrir- tækin, sem aftur og aftur lenda í afsögn með vlxla. Kassagerðin í kröggum? Eitt dæmi á þessum lista er sérstaklega athyglisvert, en það er methafinn Kassagerð Reykjavíkur. Þetta fyrirtæki lendir í júlí í afsögn með tvo víxla að upphæð 19 milljónir 860 þúsund krónur. Upphæðin bendir til þess, að fyrirtækið eigi í verulegum fjárhagserfið- leikum og tala sumir um að bankar dæli fé í fyrirtækið og hér sé i uppsiglingu nýtt Ála- fossævintýri. Það kæmi mér ekkert á óvart, því í vor var mér kunnugt um, að þetta fyrirtæki fékk tvo víxla i banka, annan að upphæð 80 milljónir króna og hinn að upphæð 20 milljónir króna. Er það svo furða, að talað sé um óskiljanlegan aðgang sumra fyrirtækja að bönkunum? Annars þarf ekki að hafa mörg orð um svaria listann. Hann talar sínu máli. Hér skulu tiltekin þau fimm fyrirtæki, sem settu met í júlí, annars vegar fyrirtæki með flesta víxla og samanlögð upphæð þeirra og hins vegar fyrirtæki með hegstar uþphæðir og fjölda víxla: Dœmin tala Methafar í víxlafjölda » víxlafjöldi 1. Breiðholt hf. 2. Gluggaval hf. 3. Heimakjör hf. 4. Sturla hf. 4. Bátalón hf. Methafar í fjárhæðum: 1. Kassagerð Reykjavikur hf. 2 19.860 2. Einar Ásmundss. Imp-Exp. 4 10.671 3. Iðntækni hf. 1 5.700 4. Breiðholt hf. 19 3.570 5. Hafskip hf. 1 3.375 „0g þú líka, Brútus..“ Hér er raunar svolítið freistandi að bæta við listann og nefna methafann í sjötta sæti. Astæðan er sú, að af því sést að ríkið gengur ekki á undan með góðu fordæmi: 6. Innkaupastofnun ríkisins 3 3.143 Birting á þessum upp- lýsingum Verzlunarráðs er eins og að framan greinir brot á trúnaði, en ég kæri mig koll- óttan. Raunar skil ég ekki leyndina. Hér eru á ferðinni upplýsingar sem öllum ættu að vera tiltækar með góðu móti. Sumum kann að þykja það óréttlátt gagnvart þeirn fyrir- tækjum sem hér hafa verið talin, að nefna einmitt þau, en sleppa öðrum. Það gefur hins vegar auga leið, að listinn er langur, og því erfitt að setja mörkin. Auk þess kennir margra grasa á listanum. Þar er til dæmis að finna Bjarnanes- kirkju og í júní var Lúðrasveit Verkalýðsins á skrá. Þá eru dagblöðin ekki saklaus í þessum efnum. Þannig hafa verið afsagðir erl. víxlar á Þjóðviljann, Tímann og Dag- blaðið. Halldór Ilalldórsson Idi kr. þús. 19 3.570 14 1.777 13 1.017 13 2.557 12 1.684

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.