Dagblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976'. LEGG NU MEIRIA Það er ekki gefið eftir þó vetur fari að ganga í garð — æft, hlaupið, og það í roki og grenjandi rigningu á Meiaveliinum. Við litum þar við í gær og hlaupakonan kunna, Lilja Guðmundsdóttir, IR, — dugnaðar- forkurinn — var þar á æfingu. Biessaður vertu, ég hef tekið þessu mjög rólega frá því á Olympíuleik- unum. Er raunverulega í fríi frá íþróttunum, þó ég mæti hér á hverj- um degi og æfi í tvo tíma. En þetta eru bara léttar æfingar og á mið- vikudag fer.ég á ný til Svíþjóðar, sagði Lilja, þegar við spjölluðum við hana stundarkorn. Það verður þriðja árið mitt í Sví- þjóð og 10. okt. tek ég til við vetrar- æfingarnar. Ég ætla nú að leggja meiri áherzlu á sprettinn en áður — hlaupa mikið 400 m næsta keppnis- tímabil til að ná upp betri hraða á 800 og 1500 m. Já, 400 og 800 metrar verða aðalgreinar mínar næsta keppnistímabil og ég ætla þá að reyna að stefna að því, að hlaupa 400 m á um 56 sekúndum og 800 m á 2:04.0 mín. I 400 m á ég nú bezt 59.0 sek. og íslandsmetið í 800 m , sem ég setti á Olympíuleikunum i Montreal er 2:07.3 mín. I boðhlaup- um hef ég hlaupið 400 m á um 58 sek. Og þú stefnir að þátttöku á Olympíuleikunum i Moskvu 1980? Já og nei —ég verð að minnsta kosti með næstu tvö til þrjú árin. etta er anzi strembið. LJti í Svíþjóð er æft á hverjum degi — oft tvisvar á dag — frá þetta tveimur tímum upp í þrjá og hálfan tíma, þegar þrekæfingar eru. Það getur verið erfitt með vinnu. Gaman væri þó að geta haldið áfram næstu árin. Konur, sem hlaupa þær vegalengd- ir, sem ég keppi á, eru yfirleitt beztar á árunum 25—30 ára. Ég er núna 21 árs og ætti því að fara að nálgast hámarksgetuna eftir fjögur til fimm ár. En auðvitað getur margt spilað inn í. Eg er að reyna að komast í skóla í Svíþjóð í kerfis- fræði. Það er ekki víst að það takist í vetur — en þá vonandi þar næsta vetur. Ólofuð enn? Já, já — ég er laus og Iiðug, svo ég þarf ekki að taka tillit til annarra en sjálfrar min í sambandi við keppni og íþróttaæfingar. Það er víst eins gott, segir Lilja og brosir. Ég hef mjög gaman af að ferðast og sjá mig um í heiminum — og það er góð kveikja í sambandi við íþrótta- æfingar og keppni. t vetur fer ég sennilega í 20 daga til Júgóslavíu — í janúar — í boði júgóslavneskrar fjölskyldu í Pulu og mun æfa þar með snjöllu íþróttafólki. Þá langar mig líka til að dvelja um tima —. jafnvel nokkra mánuði — við æf- ingar og keppni i Vestur- Þýzkalandi Þar er aðstaða hreint frábær. En það er óráðið hvort af þvi verður — kannski næsta surnar. Þó er ég ákaflega ánægð með þjálf- ara þann, sem ég hef í Norrköping í Svíþjóð. Hann er júgóslavneskur — fyrrum landsliðsþjálfari í Júgó- slavíu og. heitir Zivojien. Alltaf kallaður „Zicka“. Það getur verið, að hann verði þjálfari í Gautaborg og þá mun é'g fylgja honum. Aðstaða er miklu betri í Gautaborg en Norr- köping. En það er óráðið enn. Eg á góða íslendinga að í Norrköping — — Jóhannes Guðmundsson (Þórarinssonar íþróttakennara), sem er þar við nám í byggingafræði ásamt konu sinni, Erlu Guðjónsdótt- ur, og tveimur dætrum þeirra. Til þeirra kem ég oft — og það eru líka margar aðrar íslenzkar fjölskyldur í Norrköping og nágrennj. Lilja Guðmundsdóttír er fædd 3. janúar 1955 — dóttir hjónanna Guð- mundar Jónssonar og Vilborgar Ingimundardóttur. Yngst fimm barna þeirra — fædd og uppalin í Háagerði. í Víkingshverfinu — og fyrstu íþróttaæfingarnar voru handbolti í Víking. Var einnig í sundi — keppti þar — í Ægi, þegar hún var 14 ára „en árangur var ekkert sérstakur“, segir Lilja. Þá sáu þær tvær vinkonur — Hólmfriður Kristinsdóttir og Lilja — að alltaf var verið að auglýsa Hljómskálahlaup. Guðmundur Þórarinsson, sá mikli öðlingur, stóð fyrir þeim — Lilju og Hólmfríði langaði til að reyna sig. Þá var Lilja 13 ára — og hljóp sitt fyrsta Hljóm- skálahlaup. „Varð annað hvort í Ef Teitur fer til Svíþjóðar þá verður hann annar atvinnu- maðurinn þar. Félagi hans, Matthias Hallgrimsson leikur me.ð Halmia er einnig leikur í 2. deild. Ef Teitur skrifar undir at- vinnumannasamning þá verður hann 8. atvinnumaðurinn á er- lendri grund. Þegar eru í Belgíu þeir Asgeir Sigurvinsson, Guð- geir Leifsson, Marteinn Geirsson og Stefán Halldórsson. í Skot- landi leikur Jóhannes Eðvaldsson og V-Þýzkalandi er Elmar Geirs- son. Síðan er Matthias í Svíþjóð. Mervin Dimom formaður TB og Kjartan Sigtryggsson þjálfari. Fram og leika í Þróttur! í Fólkið gekk syng kvðld Reykjavikurmótið í handknatt- leik hófst eins og kunnugt er um helgina og fóru þá fram 6 leikir í meistaraflokki. Leikið er í tveim- ur riðlum og saman í riðli leika Valur, Víkingur, ÍR, Ármann og Leiknir. í hinum riðlinum eru síðan Fram, KR, Þróttur og Fylk- ir. Það hefur komið á óvart hve Valsmenn hafa farið illa af stað. Þeir töpuðu tveimur fyrstu leikj- um sínum. Fyrst fyrir Reykja- víkurmeisturunum frá í fyrra — Víking og síðan fyrir Armanni er féll í 2. deild. Leikur helgarinnar var vafalítið leikur Víkings og Vals. Leikurinn var allan tímann spennandi þó nokkur haustbrag- ur hafi verið á leik liðanna. Greinilega eiga bæði liðin við vandamál að stríða þó ólík séu. I liði Vals eru nú nokkrir leikmenn er í gegnum árin hafa staðið á bak við stærstu sigra þess, en nú virðist vera farið að halla undan fæti. Auðvitað er of snemmt að segja til um það, þegar aldur færist yfir þá þurfa leikmenn lengri tíma til að komast í æfingu. Víkingar hins vegar eiga við gjör- ólíkt vandamál að stríða. Lið Vík- ings er ungt og nýir leikmenn leika með því í vetur. Því er liðið mikið í mótun en ef vel tekst tii þá eiga Víkingar að vera með sterkt lið i vetur. Leikur Fram á sunnudag við 2. deildarlið KR kom mjög á óvart fyrir hve slakan leik leikmenn Fram sýndu. Enn vantar að vísu Sigurberg Sig- steinsson og Jens Jensson er gekk yfir í Fram úr Ármanni en það er alls ekki einhlít skýring. Lið Fram óx mjög eftir því sem á síðastliðinn vetur leið. Vonandi verður svo um liðið í vetur. ÍR verður stórt spurningamerki í ár — getan er vissulega fyrir hendi. í kvöld fara fram tveir leikir i Reykjavíkurmótinu. Þá leika Fram og Þróttur og síðan Fylkir og KR. um götur bœjar þegar TB varð Fœreyjameistari eftir 25 ára baráttu. Kjartan Sigt Flugeldum var skotið á loft, mannfjöldinn gekk syngjandi um götur bæjarins, 20 metra lanj.ur borði var strengdur á viðhafnar- stað í bænum. með áletruninni „TB = Færeyjameistarar 1976“ og lýstur upp með kastljósum um leið og rökkvaði. Hundruð bíla voru á br.vggjunni, þegar ferjan Smvrill sigldi út fjörðinn. Horn bifreiðanna voru þe.vtt og eim- pípa ferjunnar svaraði í sömu inynt svo að undir tók í fjöllun- um. Slegið var upp dansleik, knattspyrnuhetjum Tvoroyrar til dýrðar og menn föðmuðust og kysstust af gleði yfir því að TB hafði loksins eftir 25 ára baráttu tekizt að vinna titilinn „Bezta Teitur með tilboð Teitur Þórðarson er kominn heim eftir að hafg kynnt sér að- stæður hjá sænska liðinu Jönköp- ing, sem Ieikur i 2. deild. Jönköp- ing gerði Teiti tilboð, sem hann hefur ekki enn tekið afstöðu til enda að mörgu að hyggja. Hins vegar freistar atvinnumennskan hans og liklegt að hann fari til Svíþjóðar. knattspyrnuliðið í Færeyjum“. En hvers vegna erum við hér á íslandi að segja frá þessu? Jú, á bak við þennan sigur stendur ís- lenzkur þjálfari, Keflvíkingurinn Kjartan Sigtr.vggsson, sem dvalið hefur á Tvoroyri sl. fimm mánuði og leiðbeint þessum frændum okkar með ofangrcindum árangri. „Eg hef aldrei upplifað slika sigurgleði. Strax og leiknum við Fuglafjörð var lokið, en þeir hafa enskan þjálfara, með sigri okkar TB-manna, 5-1, laust mannfjöld- inn, um 3 þús. manns, upp fagnaðarópi og þusti inn á völlinn og bar allt liðið á gullstóli um bæinn. Ég var hins vegar mest í lausu lofti vegna sífelldra „toller- inga. Fánar voru alls staðar dregnir að húni og félaginu bárust óðara heillaóskaskeyti víða að,“ sagði Kjartan er DB náði tali af honum í gærkvöld, en hann var að vonum mjög ánægður með frammistöðu TB-liðsins. „Leik- mennirnir eru flestir mjög ungir og það er samdóma álit manna í Færeyjum, að þeir leiki beztu knattspyrnuna, enda höfum við lagt mest upp úr stuttum og hröð- um samleik, — ekki neinum flækjum, — heldur reynt að finna stytztu leiðina að markinu og skjóta. Þegar ég tók við TB sá ég fljótt að efniviðurinn var góður, strákarnir fljótir og leiknir, aðeins þurfti að finna sterkustu liðsskipunina og þar gerði ég rót- tækar breytingar, sem heppnuð- ust fullkomlega." Tvoroyrar Boltfelag er frá sám- nefndum bæ á Suðurey sem'telur um 2500 íbúa. Það á einnig lið III. og III. deild, en það er leyfilegt núna í færeyskri knattspyrnu, að sama félag hafi lið í öllum deild-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.