Dagblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 15
DACBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTF.MBER 1976. 15 játaðist hún honum. ,.Hann er dásamlegur. Þú getur ekki ímyndað þér hvað hann er stórkostlegur," sagði hún við systur sína. Tilhugsunin um hið breytta líferni sem óhjákvæmilega fylgdi giftingunni leitaði mjög á Fabiolu. Meðan verið var að undirbúa hið glæsilega brúð- kaup, léttist hún um mörg kíló af áhyggjum og á hverjum degi heimsótti hún skriftaföður sinn. Er hún kvaddi fjölskyld- una, hvíslaði hún í eyra systur sinnar: „Biddu fyrir mér — ég verð að reynast góð drottning." Athöfnin fór fram á grámyglu- legum degi í desember 1960 í kirkju í Brussel, sem er frá þréttándu öld. Svipur Fabiolu bar augljós merki þess álags sem á henni hvíldi. Baudouin geymdi flösku af ilmsalti í ermi sinni, en er hann hugðist aðstoða hana þegar hún var að Fabiola hefur alltaf haft trú á samskiptum við almenning og henni tókst að yfirvinna hlé- drægni sína og fer nú oft út með manni sínum til að kynnast þegnum landsins. líða út af, þá bandaði hún því frá sér með hendinni, ákveðin í að sýna engin veikleikamerki. Þessi tími var erfiður fyrir Belgíu, landið gekk í gegnum mikla efnahagsörðugleika. Þremur dögum eftir að konungshjónin héldu í brúð- kaupsferðina, brauzt út allsherjarverkfall og miklar götuóeirðir í kjölfar þess. Mikil gagnrýni beindist að giftingar- athöfninnf sem mun hafa kostað sem svarar T'/í milljón íslenzkra króna og mikilli grjót- hrið var beint að kvikmynda- húsi sem sýndi mynd frá at- höfninni. Eftir tíu daga var ástandið orðið svo slæmt að konungs- hjónin ákváðu að stytta brúð- kaupsferðina og komu heim. Háværar raddir heyrðust um að losa sig við konunginn og stofna lýðveldi, og ráðgjafar konungshjónanna ráðlögðu þeim að halda sig innan hallar- innar þangað til hægðist um. En Fabiola var staðráðin í að þau skyldu fara út og hitta fólkið. Hver hörmungin af annarri reið vfir Belgiu, flóð, landsig, flugslys. En konungshjónin voru alltaf til staðar. Þau störfuðu við hlið björgunar- sveitanna í flóðunum, flýttu sér á staðinn þegar skriða úr gjall- bing gróf þrettán manns í einum smábæjanna. Fabiola táraðist er hún mælti huggunarorð til hinna syrgj- andi fjölskyldna. Hjörtu Belga byrjuðu að bráðna, þeir vissu ekki að konungurinn ætti þessa umhyggju til. Þegar Baudouin kom fram með brúði sinni opinberlega, sást hann brosa meira en áður. Allir sáu að þau voru mjög ást- fangin og kuldalegt yfirbragð konungsins var að hverfa. Fabiola yfirvann hlédrægni sína og tók hressilega í hendur viðstaddra við opinberar mót- tökur. Hún ók manni sínum um götur' Brussel í verzlunarer- indum og fór jafnvel með honum á knattspyrnuleiki. Smám saman færði hún kon- unginn nær þegnum sínum. „Höllin bergmálar af hlátri og kátínu síðan konungurinn kvæntist,“ sagði aðstoðarmaður hans. Ástin og hjónabandið höfðu opinberað léttari hliðina á Fabiolu, þegar hún var ein með eiginmanni sínum lék hún á gítar og kenndi honum eld- heita suðræna ástarsöngva. Hún lét útbúa hluta konung- legu híbýlanna 1 höllinni við Laeken 1 útjaðri Brussel sem þriggja herbergja íbúð. Þar eldaði hún sjálf morgunverð handa konunginum og lagði áherzlu á að þau hefðu ætíð klukkutíma út af fyrir sig á morgnana áður en annríkið dundi yfir. ,,Ég vil eiga heimili en ekki höll,“ sagði hún við vini sína, „til hvers eigum við að vera með öll þessi híbýli meðan við erum bara tvö? Þetta sagði þessi danska kona frá Árósum. Hún leit mjög illa út. Hún talaði með lágri röddu og með grátstafinn í kverkunum. Francine, hin bandariska, var algjör and- stæða þessarar dönsku kyn- systur sinnar. Hún var vel til- höfð, fallega klædd og hafði fágaða framkomu. Eftir fundinn sagði hún við blaðamanninn að hún skildi vel afstöðu þessarar dönsku konu. „Nú eru liðin tíu ár síðan ég gekkst undir brjóstaðgerð. I sjö ár var ég svo að segja við hliöina á sjálfri mér. Engin kona getur ímyndað sér fylli- lega hvernig það er að vakna eftir aðgerðina og komast að raun um að brjóstin hafa verið tekin burtu. Það er álíka mikið andlegt áfall og aðgerðin sjálf er fyrir líkamann. Ég hef sjálf fundið fyrir viðlíka tilfinningu og kona nokkur sagði frá: „Nú eru sjö ár síðan ég var skorin og ég finn ennþá til hérna,“ sagði hún um leið og hún sagði „hérna“, benti hún á höfuðið. „Það var bandaríski félags- skapurinn „Reach to Recov- o ery“, sem hjálpaði mér,“ sagði Francine. Starfsemi félagsins er í því fólgin að fá konur, sem gengizt hafa undir brjóstaðgerð, til þess að heimsækja þær, sem nýlega hafa gengizt undir að- gerðina. Hvorki læknar eða hjúkrunarkonur geta hjálpað eins vel og konur, sem sjálfar hafa orðið að gangast undir slíka aðgerð. Þessi starfsemi er nú á flest- um bandarískum sjúkrahúsum. „Það er bandariska krabba- meinsfélagið sem hefur sent mig til Evrópu,“ segir Francine. „Félagið vill reyna að hjálpa evrópskum konum og hefur orðið vel ágengt í Frakklandi og ryður sér til rúms í fleiri löndum. Sjúkdómurinn er einn álvar- legasti sjúkdómur í heiminum nú á dögum. Og konubrjóst eru tákn kvenleikans. Þess vegna er auðvelt að skilja, að þegar fjarlægja þarf brjóstið er það þungbært fyrir hvaða konu sem er. Sjúklingurinn er hræddur við dauðann, og hún hræðist einnig að lifa lífinu með líkama sem er orðinn afskræmdur að hennar eigin mati. Þannig var það með mig,“ segir Francine. „Maður þarf að gráta. Maður þolir andlegt mótlæti og verður að gera sér ljóst að það getur verið erfitt að viðurkenna þessa nýju sjálfsmýnd. Hin kvenlega ímynd á ótrúlega sterk ítök í manni. Þetta verður allt miklu léttbærara ef hægt er að ræða vandamálið við einhvern sem hefur þolað það sama, og hefur lært hvernig á að ræða um það við aðra. Þetta er hinn ungi prins Filip, sem nú fær leiðbeiningar hjá Fabiolu drottningu fyrir það hlutverk sem hans biður, að verða konungur Belgíu. Á myndinni er einnig faðir hans, Albert prins. En að sjálfsögðu vonuðust konungshjónin eftir að eignast erfingja fljótlega. Fabiola elskaði börn og var mjög nátengd börnum í fjölskyld- unni. Hún gaf sér tíma til að semja ævintýri handa þeim og sum þeirra hafa verið gefin út á prenti. Þegar hún varð barnshaf- andi, sumarið eftir giftinguna, urðu allir mjög ánægðir. Það eina sem skorti til að fuilkomna heimilislífið var barn. En tveimur mánuðum siðar missti hún fóstrið. Fabiola var mjög hrygg og niðurdregin eftir þennan atburð, en fjölskyldan hug- hreysti hana og sagði nógan tíma vera framundan. Hún hélt áfram að sauma barnaföt og útbjó blúndukjól handa Margréti prinsessu, sem var barnshafandi á sama tíma. Tvö ár liðu áður en hún vænti barns á ný. í þetta skipti tók hún lífinu rólega og hélt sig mikið heima fyrir, því talið var að mikil umsvif hennar og ann- riki í fyrra skiptið hefðu getað orsakað fósturlátið. Baudouin fór í pílagrímsför til Lourdes til að biðja fyrir góðri heilsu konu sinnar og barns. En það kom að litlu gagni. Eftir fjóra mánuði missti hún fóstur á ný. Það var öllum ljóst að læknar ráðlögðu henni að reyna ekki að eignast fleiri börn. Þeir höfðu áður varað hana við, en nú var hún orðin 36 ára gömul og það þótti hár aldur til að eignast fyrsta barn, auk þess sem skýrsla yfir heilsufar hennar þrjú undanfarin ár sýndi að því fylgdi mikil áhætta. En Fabiola var ákveðin. Fyrir utan löngun hennar til að eignast erfingja, fannst henni það skylda sin að ala belgísku þjóðinni arftaka að krúnunni. Snemma sumars 1966 var hún enn á ný með barni. En í það skiptið endaði það næstum með hörmungum. Nú reyndist vera um utanlegsfóstur að ræða og aðeins snöggur flutningúr á sjúkrahús og skyndiupp- skurður björguðu lífi drottn- ingarinnar. Belgískar konur fjölmenntu á götum úti til að samhryggjast þessum einstöku hrakförum hennar. Og enn gaf Fabiola ekki upp alla von. Hún ráðfærði sig við prófessor Carl Axel Gemzell, sem var fyrstur til að nota frjóvgunarlyf. En engin lausn fannst fyrir Fabiolu. Nú er drottningin 48 ára gömul og hún-mun aldrei njóta ánægj- unnar að lesa Prinsinn á hvíta fjallinu fyrir eigin afkvæmi, en sú saga hefur verið mjög vinsæl meðal belgískra barna. Næstur að erfðum krúnunnar er bróðir Baudouins, Albert prins, svo líklega mun sonur hans, Filip; verða næsti konungur. Líf Al- berts og hinnar ítölsku konu hans, Paolu, hefur verið tölu- vert stormasamt og oft hafa heyrzt sögur um hjúskaparslit. Fabiola hefur þvi sjálf tekið Filip að sér og undirbýr hann undir það hlutverk sem bíður hans. Foreldrar hans búa á Chateau de Belvedere, sem er skammt frá konungshöllinni í Laeken. Aðeins einn akvegur skilur á milli og nú hefur Fabiola látið grafa sérstök göng á milli þessara tveggja staða svo að prinsinn ungi geti óhultur hlaupið þar um og litið á höllina sem sitt annað heimili. Svo þrátt fyrjr allt glymur oft barnahlátur í höll- inni og sjá má leikföng liggja á víð og dreif um híbýli Fabiolu. ✓ Það er slík liðsveit sem við viljum stofna hér í Danmörku. Hún ætti að geta hjálpað þeim 1800 konum, sem árlega gang- ast undir brjóstaðgerð í Dan- mörku. Þegar brjóstið er fjarlægt er engu líkara en konan missi eitthvað af persónuleika sinum. Hjúkrunarkona nokkur sem þurfti að gangast undir slíka aðferð sagði á eftir að hún hefði i mörg ár hjúkrað slíkum sjúklingum. Eftir aðgerðina komst hún að raun um að það getur eiginlega enginn hjálpað nema sá sem sjálfur hefur gengizt undir slíka aðgerð. — Enginn annar getur gert sér fulla grein fyrir því hve hræðilegt þetta er í raun og veru. Að sjálfsögðu eiga ekki allar konur í þessum vandræðum en flestum verður að hjálpa til þess að öðlast trúna á sjálfa sig á nýjan leik. Það verður að hjálpa þeim að skilja að lifið er ekki búið þótt þessi aðgerð hafi verið gerð. Maður verður að læra að taka þessu. Þegar' maðúr kemst smám saman yfir sjúkdóminn og aðgerðirnar kemst maður að raun um að til eru fleiri verð- mæti í lífinu heldur en maður vissi áður um og þetta getur hreinlega orðið til þess að við- komandi verði ný og betri manneskja. Á kínversku eru sömu táknin fyrir slys og möguleika. Þegar konan hefur sætt sig við að- stöðu sína eftir brjóstaðgerðina hefur hún möguleika á að skilja hlutina betur. — Hún öðlast hæfileika til þess að skilja lífið betur, ag verður kvenlegri í orðsins fyllstu merkingu." Lítið fyrirtœki með góð viðskiptasambönd óskar eftir fjársterkum og traustum aðila sem hluthafa. Þeir sem hafa áhuga sendi tilboð á afgreiðslu Dagblaðsins Þver- holti 2 merkt ,,Traustur“ fyrir 1. október nk. íbúð óskast 2ja herbergja íbúð óskast til leigu fyrir einstakling sem býr erlendis en kemur til landsins öðru hverju í við- skiptaerindum. Fyrirframgreiðsla. Upplýsingar í síma 25318 og 25833 á skrifstofutíma. Varadekk í hanskahólfi! PUNCTURE PILOT \ UNDRAEFNIÐ — sem þeir bíl- stjórar nota, sem vilja vera lausir við að skipta um dekk þótt springi á hílnum. — Fyrirhafnar- laus skyndiviðgerð. Loftfylling og viðgerð í einum brúsa. íslenzkur leiðarvjsir fáanlegur með hverjum brúsa. Umboðsmenn um allt land m RMULA 7 - Sl

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.