Dagblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976. í Hafravotnsrétt i gœr: Fleira f ólk en kindur — og glatt ó hjalla Nú er réttað dag eftir dag um allt land. Við heimsóttum Lög- bergsrétt á sunnudag og í gær var Hafravatnsrétt heimsótt. Þar var margt um manninn, raunar miklu fleira fólk heldur en kindur og glatt á hjalla. Margar mæður voru þarna með börn sín og samkvæmt gamalli hefð var gefið frí í skólunum í Mosfellssveit. Þarna voru einn- ig börn af barnaheimilum höfuðborgarinnar og æsingur- inn í gestunum leyndi sér ekki. Klukkan að ganga níu var rekið í almenninginn og strax byrjað að draga í dilka. Veðrið var eins og bezt verður á kosið, sólskin og nokkuð hlýtt. —A.Bj. DB-mynd mvndir Sveinn Þormóðsson Tómatauppskeran mjðg misjöfn — en sumir œtla að halda áfram fram i október — „Ég ætla að reyna að halda tómataframleiðslunni áfram fram i október,“ sagði Örn Einarsson garðyrkjubóndi i Silfurtúni á Flúðum er DB ræddi við hann í gær um fram- leiðsluna í sumar. „Maður getur nú ekki verið annað en ánægður eftir svona sumar," sagði Örn ennfremur. „Sumar eins og í fyrra var nóg til þess að drepa hvern garð- yrkjubónda, en fyrst maður hafði það af, þá er ekki hægt að kvarta. Auðvitað var uppskeran ákaflega misjöfn. Hún var ekki sérlega góð seinnipart sumars- ins vegna sólarleysis. Tómata- framleiösla byggist á birtunni og fer það eftir veðráttunni í september hve lengi hægt er að framleiða tómata.“ — Hefur ekki komið til tals að lýsa gróðurhúsin með raf- magni? „Jú, en kostnaður við slikt er algjörlega óyfirstíganlegur. Við notum rafmagnsljós í uppeldis- reitunum fyrir þær plöntur sem síðan er plantað í útigarða. Það gefur góða raun, en'þegar á að fara að Iýsa upp 6—800 ferm gróðurhús verður það of dýrt.“ — Hvernig varð káluppsker- an hjá þér? „Hún var bara nokkuð góð, hvítkálið tókst mjög vel. Það er um það bil vika síðan ég tók það síðasta upp og ég skar síðasta blómkálið í gær. Á stöku stað blotnaði of mikið í görðunum hjá mér, en ekki meira en það.“ — Hvað fer svo í gróðurhúsin þegar tómatauppskerunni lýkur? „Þar verður ekkert nema tómatar. Þegar ég verð búinn með það siðasta verður að þrífa húsin og sótthreinsa þau. Þegar því lýkur verður orðið tíma- bært að planta fyrir uppskeru næsta árs,“ sagði Örn. Örn hefur alls 700 ferm gróðurhús og hefur verið við þessi störf í ein sex eða sjö ár. — Og hvað fáið þið svo fvrir tómatakílóið? „Við fáum núna um 43& kr„ en frá því dregst flutnings- kostnaður og annar kostnaður, þannig að það eru um 400 kr. Rœtt við garðyrkjubónda ó Flúðum sem kemur í hlut okkar. Við garðyrkjubændur viljum gjarn- an halda verðinu nokkuð jöfnu vegna þeirra sem nenna að hirða um þessa framleiðslu þegar líður fram á haustið. Það hefur viljað brenna við, að eftir að verðið lækkar um háupp- skerutímann, hefur það haldizt lágt þótt framleiðslan hafi dregizt saman. Við teldum ekki óeðlilegt að á haustin væri sama verð og á vorin, þegar uppskeran er í lágmarki," sagði Örn Einarsson. —A.Bj. PÓSTMENN NÆSTIR TIL VERKFALLSAÐGERÐA? Segjo oð kioranefnd hofi skopað „mjög alvarlegt óstand sem kalli ó mótaðgerðir" Nú er líklegt að félagar í Póst- mannafélagi Islands verði næstir til aðgerða til að leggja áherzlu á launakröfur sínar. í ályktun sem gerð var á fundi félagsráðs P.F.I 15. september var samþykkt ályktun vegna úr- skurðar kjaranefndar i launamál- um póstmarinastéttarinnar. I ályktuninni segir að úrskurður- inn hafi skapað ntjög alvarlegt ástand, og hljóti úrskurðurinn að kalla á mótaðgerðir póstmanna, ef fjármálaráðherra fyrir hönd rikisv aldsins gengur ekki til móts við samninganefnd P.F.l. til lausnar á þeim vandamálum sem við blasa. Jafnframt mótmælti fundurinn þeim ólýðræðislegu vinnubrögð- um, sem fulltrúar í samninga- nefnd ríkisvaldsins viðhöfðu við samningaborðið sl. vor. í ályktun félagsráðsins segir ennfremur að póstmenn vilji vekja athygli á að sundur hefur dregið með þeim og öðrum félög- um innan B.S.R.B. sem þeir voru áður í samfloti með. Jafnframt lýsir fundurinn furðu sinni á því misræmi, sem skapazt hefur í launum hjá hliðstæðum hópum innan sömu stofnunar. —ASt. FLUGLEIÐIR FYLGJAST MEÐ ÖLLUM MÖGULEIKUM „Við nákvæma athugun á öllum atriðum kom í ljós vafi um fjár- hagslegan ávinning," sagði Sig- urður Helgason, forstjóri Flug- leiða, er fréttamaður DB ræddi við hann í gær. Jafnframt kvað Sigurður Ilelgason mikla þjálfun og annan undirbúning óhjákvæmilegan undir notkun nýrra og svo frá- brugðinna tækja, sem Tristar- flugvélarnar væru. Með tilliti til þeirra atriða, hefði verið fyrir- sjáanleg mikil timaþröng miðað við áætlaðan afhendingartími, ef af kaupum hefði orðið. „Þegar báðir framangreindir þættir voru athugaðir, var horfið frá þessum tilteknu kaupum,“ sagði Sigurður Helgason. „Við

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.