Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. APRtL 1978. 7 Líf og fjör í Nauthólsvík: Nú baða hestamir sig tíka í Nauthólsvík Heiti lækurinn stöðugt vinsælli ■------------ - - ■ -'... - <■*"•.../ " r' -«»»■>,.. - ^ -»'>■ ■'* -• .W*»~ •• A \ Nauthólsvíkin er aftur kvik af lifi. Það sannaði Bjarnleifur Ijós- myndari er hann leit þangað i góða veðrinu um helgina og tók myndir af heita læknum þéttskipuðum fólki og í vikinni rétt fyrir neðan og vestan lækinn voru reiðmenn að sundríða gæðingum sinum og baða. Heiti lækurinn á stöðugt sinn aðdáendahópog í honum baða sig bæði börn, unglingar og fullorðnir — fólk á öllum aldri. Koma sumir tilbúnir til baðsins en aðrir af- klæðast í bílum eða finna sér skjól milli bila eða við hús. Það var líflegt I vikinni í góða verðrinu um helgina. Fólk naut veðurblíðunnar og náttúru- gæðanna við víkina þennan góðviðrisdag í sumarbyrjun. -ASt. AUGLÝSINGASTOFA SAMBANDSINS Hættulegur leikur með eldíSelási Tveir 10—II ára gamlir strákar léku hættulegan leik á sumar- daginn fyrsta. Höfðu þeir verið að kveikja sinuelda í Selásnum og var orðið kalt. Tóku þeir það þá til bragðs að refta gryfju með járn- plötum og dóti og kveikja eld niðri í gryfjunni til að hlýja sér. Kom lögreglan að þeim í gryfjunni sem var full af reyk og strákarnir orðnirsvartir. Ekki voru þeir komnir i yfirvof- andi hættu en allir sjá hve hættulegur svona leikur er. Er fyllsta ástæða til að fullorðnir taki eftir svona leikjum barna og reyndi að stöðva þá. Sinueldar komust i gamla garðskúra i Borgarmýrinni í gær og eitt hesthús var í hættu en slökkt var áður en alvarlegur bruni varð af. -ASt Ungiráhuga- Ijósmynd- ararsýna Sex piltar í Ármúlaskóla opna í dag ljósmyndasýningu í skólanum. Sýna þeir 25 ljósmyndir sem þeir hafa tekið og unnið i tómstundum sinum. Sýningin er opin í dag og á morgun frá kl. 10 til 3,30 — en þó aðallega i frímínúium. -ASt. Besta ferðavalið Komið og fáið eintak af stóra fallega ferðabæklingnum okkar. w Irland Brottför: 21. júní 20. júli 17. ágúst 7. sept. Septemberdagar á ttalíu Eftir beint þotuflug i sólar- bæinn Portorcz i Júgóslavíu er lagt upp í 15 daga ferð til Ítalíu. Fyrstu dögunum er eytt í að skoða tvær frægar borgir, Bol- onga og Florenz. Þá er siglt til Elbu, farið til Rómar og dvalið þar í 3 daga. Staldrað er við í Pescara og í baðstrandarbæn- um Rimini. Dvergríkið San Marino er heimsótt og Fen- eyjar skoðaðar og loks er kom- ið aftur til Portoroz. verð kr. 193.000 - Brottför er 31. ágúst og ferðin er i 3 vikur. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður J v. Júgoslavía Brottför: 17. maí 6. júní 27. júni 18. júli 1. ágúst 10. ágúst 22. ágúst 31. ágúst 12. sept. 20 sept Sólarferð til fimm landa Farið er til Júgóslavíu, Aust- urrikis, Þýskalands, Sviss og Italíu. Stoppað er á eftirtöldum stöðum; Portoroz, Bled Salz- burg, Munchen, Zurich, Míl- anó, Feneyjum og svo aftur Portoroz. Brottför er 10. ágúst og ferðin stendur i 3 vikur. Verð er kr. 179.000.-. Fjöidi þátttakenda er takmarkaður. Costa del sol Brottför: 4. ágúst 13. maí 11. ágúát 28 maí 18. ágúst 2. júní 24. ágúst 16. júní 25. ágúst 22. júní 1. sept. 7. júlí 8. sept 12. júlí 13. sept. 28. júlí 15. sept. 3. ágúst 22. sept. Ferðist og megrist I Portoroz í Júgóslavíu er rekin heimsfræg heilsubótar- stoð. Margir íslendingar hafa fengið þar þót á liðagigt. asma og soreasis. Nú hefur verið tekin upp megrunarmeðferð í stöðinni sem tekur tvo tíma á dag og er algengt að menn missi 10 kg á 10 dögum. Beitt er nýjustu aðferðum læknavís- indanna. m.a. nálastunguað- ferð. Viðbótarverð fyrir megrunar- meðferð er kr 25.000.-. Rínarlond og Mosel Dusseldorf, Koblenz, Reud- esheim, Loreley, Wiesbaden. Svartiskógur, Hinterzarten. Freiburg, Colmar i Frakklandi. Trier og Köln Verð kr. 142.550.-. Brottfor 13. júlí n.k. 10 daga ferð. TSamvírmu- feróir AUSTURSTRÆTI 12 SÍMI 27077 m LANDSYN SKOLAVORÐUSTIG 16 SIMI28899

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.