Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1978. .......... KEMST ÞU TIL BOTNS í SKATTAFRUMVARPINU — DB leitar álitsfimm þingmanna umskatta- frumvarpið 17 Miklar umræður hafa að undan- förnu farið fram um frumvarp ríkis- stjórnarinnar i skattamálum. Gagn- rýnisraddir hafa víða heyrzt, bæði hvað varðar frumvarpið sjálft, svo og hversu seint það kemur fram á þing- inu. Raunar hafa fleiri raddir heyrzt um ágæti frumvarpsins. En hvert er álit þingmanna? DB fór á stúfana og lagði eftirfarandi spum- ingu fyrir 5 þingmenn: „Telur þú þig hafa komizt svo til botns I skattafrum- varpi ríkisstjórnarinnar að þú teljir þig færan um að afgreiða frumvarpið á þeim stutta tíma sem er til þingloka?” Stórlega ámælisvert — segir Gylfi Þ. Gíslason „Ég tel það að sjálfsögðu stórlega ámælisvert að tvö viðamikil frumvörp um skattalög skuli lögð fram er aðeins 2—3 vikur eru eftir af starfstíma síðasta þings kjörtímabilsins,” sagði Gylfi Þ. Gíslason, formaður þingflokks Alþýðu- flokksins. „Þessum frumvörpum var lofað fyrir fjórum árum. í fyrra var að visu lagt fram frumvarp en afgreiðsla strandaði á ósamkomulagi stjórnarflokkanna sjálfra. Og nú hefur næstum allur tími þessa þings ekki nægt til að stjórnar- flokkarnir komi sér saman. Þeim virðist þó loks hafa tekizt það og í þessu tekju- skattafrumvarpi eru ýmsar endurbætur á stórgölluðum skattalögum vinstri stjórnarinnar frá 1972. Ég tel fyrir mitt leyti að ég hafi nægi- lega yfirsýn yfir skattamálin til þess að geta tekið afstöðu fyrir þinglok og mun stuðla að því að frumvarpið hljóti af- greiðslu. Hins vegar tel ég fráleitt að afgreiða jafnflókið mál og frumvarpið um stað- greiðslukerfi á jafnskömmum tinia, enda það frumvarp flutt i fyrsta sinn. Ég er fylgjandi staðgreiðslukerfi en það er svo „Ég svara þessari spurningu neitandi, eins og raunar að líkum lætur. Að sjálf- sögðu hef ég lesið frumvarpið i gegn en því fer víðs fjarri að gefizt hafi tóm til að aihuga ýmis atriði er leita þarf til sér- fræðinga með,” sagði Stefán Jónsson, Ábl. „Það er af og frá að verstu ágallar skattalaganna hafi verið sniðnir af frum- varpinu og raunar sýnist mér frum- varpið leiða til flóknari skattalaga, götin eru svo mörg fyrir „stóru mennina” að sleppa í gegnum og þá á eftir að athuga hvernig launafólk I raun og veru fer út flókin lagasetning að góðan tíma þarf til að fjalla um hana," sagði Gylfi Þ. Gísla- son. H Halls úr nýju lögunum. Ég tel vinnubrögð ríkisstjórnarinnar fyrir neðan allar hellur. Þessu var lofað í upphafi ferils ríkisstjórnarinnar — og nú er þessu frumvarpi kastað fram með síðustu báru. Þessir sömu menn eru að kvarta undan ásökunum um Alþingi sem afgreiðslustofnun og síðan svona vinnubrögð — greindur almenningur sér i gegnum jjetta. H Halls Kastað f ram með síðustu báru — segirStefán Jónsson Eftirhálfanmánuð — segir Magnús Torfi „Ég hef fylgzt með meðferð fjárveit- inganefnda beggja deilda um skattalaga- frumvarpið, auk þess sem ég hef lesið bað. Hvað upplýsingar er varða einstakl- inga snertir tel ég mig hafa nógar til að taka afstöðu en hins vegar hvað fyrning- arreglur fyrirtækja snertir vantar enn mikilvægar upplýsingar til að taka af- stöðu,” sagði Magnús Torfi Ólafsson, formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. „Ég tel mig hafa nauðsynlegar upp- lýsingar um fyrningarreglurnar eftir þann hálfa mánuð sem til stefnu er til að taka ábyrga afstöðu. Hins vegar er óhugsandi að taka afstöðu til staðgreiðslukerfisins. Þar er nýtt kerfi með fjölda nýmæla og ómögu- legt að átta sig út frá texta frumvarpsins. Þessi vinnubrögð ríkisstjórnarinnar eru röng og mér er ómögulegt að átta mig á þeim. Frumvarp til skattalaga var lagt fyrir síðasta þing. í Ijósi þess hefði átt að vera i lófa lagið að leggja nýtt frumvarp fyrir þetta þing eða að minnsta kosti fljótlega,” sagði Magnús Torfi að lokum. H Halls „Stöðu minnar vegna sem formaður fjárhags- og viðskiptanefndar þekki ég frumvarpið vel. Við fórum ítarlega í það á síðasta þingi í nefndinni, svo og í haust, og þá sérstaklega þær athuga- semdir er bárust. Á grundvelli þeirra til- lagna er frumvarpið orðið til — og ég tel það mikla bót frá núgildandi lögum og frá frumvarpinu í fyrra. Það ætti að önnumst hvers konar matvælareykingar fyrir verslanir, mötuneyti og einstaklinga. REYKIÐJAN HF. SMIÐJUVEGI 36 S 7 63 40 Æskilegra og ef til vill hægt að leggja fyrr fIram _ ólafurG. Einarsson „Ég tel mig þekkja frumvarpiö lega til að afgreiða það. Það hefði verið æskilegra að leggja það fram fyrr og ef til vill hægt svo þinginu gæfist betra tóm til að skoða frumvarpið ofan I kjölinn,” sagði Ólafur G. Einarsson, S, formaður fjárhags- og viðskiptanefndar, skapast meiri friður um það, tekið var lillit til athugasemda, réttmætra athuga- semda.” H Halls Frumvarpið hefði mátt koma fyrrfram — segirólafur Þórðarson „Ég hef látið lesa skattalagafrumvarp- ið fyrir mig af mér fróðari mönnum um þessi mál. Ég tel rétt að afgreiða frum- varpið á þessu þingi. Hitt er að æskilegt hefði verið að frumvarpið hefði komið fyrr fram á þinginu. Þetta frumvarp bætir úrsumum ágöllum gömlu laganna og er á vissan hátt málamiðlun stjórnar- flokkanna," sagði Ólafur Þórðarson. F. en hatin situr nú á þingi fyrir Steingrim Hermannsson. H Halls Bifreiðastillingin Smiðjuvegi 38 Kópavogi. Sími 76400. Nú stendur yfir hin árlega bif- reiðaskoðun. Við búum bifreið- ina undir skoðun, önnumst líka allar aðrar viðgerðir. Björt og rúmgóð húsakynni, fljót og góð afgreiðsla. Bifreiðastillingin Smiðjuvegi 38 Kópavogi. Sími 76400. Tilkynning frá grunnskólanum í Mosfellssveit Innritun nemenda skólaárið 78—79 fer fram í skólunum þriðjudaginn 25. apríl og miðviku- daginn 26. apríl, kl. 9—15. Sími gagnfræða- skólans (7.—9. bekkur, nemendur fæddir ’63, ’64, ’65), er 66586. Sími Varmárskóla (for- skóladeildar, 1,—6. bekkur) er 66267. Skólastjóri

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.