Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 18
"DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1978. I) Iþróttir Iþróttir 18 I Iþróttir Iþróttir ISLANDIÞRIÐJA SÆTI! — íslenzka landsliðið í körfuknattleik sigraði Dani og Norðmenn á Norðurlandamótinu en tapaði fyrir Svíum og Finnum ísland hrcppti bronsið á NM í körfu- knattleik í Reykjavik um helgina — árangur er vissulega má vel við una. Fyrirfram var vitað að íslenzka liðið mxtti sín iitils gegn risum Svia og Finna — spurningin aðeins hvort ísland bæri hærri hlut úr viðureignum sínum við Dani og Norðmenn. Það tókst, sannfær- andi — og ísland vann sinn stærsta sigur á Dönum frá upphafi, 44 stiga munur skildi í lokin gegn lakasta dönsku liði i fjölda ára. Stórsigur á Dönum og síðan öruggur sigur á Norðmönnum í gær í Laugardalshöllinni. handic1605DL 6 rása CB bílastöð sem hefur reynst vel við islenskar aðstæður. Hagstætt verð. handic 62 6rása CB handstöð.Hentar veiðimönnum, verktökum, slysavarnafélögum ofl. handic 31 3ja rása CB handstöð. Aðeins 530gr. Ómissandi og ódýr trygging á ferðalögum. handic CB stöðvar eru hannaðar í Svíþjóð fyrir hina vandláti Höfum einnig fyrirliggjandi aðrar CB vöri Veitum góða og örugga þjónustu! Einkaumboð fyrir handic á íslanc PsfeindstæM Stigahlíð 45-47 sími 91-31315 lúmer Aðalstræti 16 Siini 15640 Setjaraskúffur komnar aftur, 2 stærðir VerzluninNR. 1 Aöalstrætil6 Janus, Laugavegi30 Sími 15640 Norræn listmiðstöð í Finnlandi Auglýsing um stöðu for- stöðumanns Að tilhlutan Norrænu ráðherranefndarinnar rhun sum arið 1978 verða stofnuð norræn listmiðstöð, er haf; mun aðsetur að Sveaborg við Helsingfors. Hlutverl stofnunarinnar er að efla og samræma norrænt sam starf á sviði málaralistar, höggmyndalistar, teiknunar graflistar, listiðnar og hönnunar — og er stefnt að sam starfi hinna ýmsu listgreina og að auðga norrænt menn ingarumhverfi. Listmiðstöðin er ein af norrænum menningarstofnun um, sem sinnir menningarsamstarfi í samræmi vic norræna menningarmálasáttmálann. Kostnaður við þessa starfsemi greiðist úr samnorrænum sjóði. Hér með er auglýst eftir umsóknum um stöðu forstöðu- manns listmiðstöðvarinnar og skal hann bera ábyrgð á daglegum rekstri stofnunarinnar og listrænni starfsemi hennar. Ætlast er til að umsækjandi hafi víðtæka reynslu á því starfssviði, er hér um ræðir. Staðán veitist frá 1. júlí nk. Ráðningartími er fjögur ár og árslaunin 78 þúsund finnsk mörk. íbúð verður til umráða, en önnur kjör samkvæmt samkomulagi. Þess skal getið, að samkvæmt sérstökum samningi milli Norðurlandaríkja hafa ríkisstarfsmenn, er ráðnir eru til starfa í öðru norrænu landi, rétt á launalausu leyfi í fjögur ár og halda á meðan öllum réttindum ríkisstarfs- manna í heimalandinu. Umsóknirstílist til stjórnar Norrænu listmiðstöðvarinn- ar í Finnlandi, en sendist til Norrænu menningarmála- skrifstofunnar (Sekretariatet for nordisk kulturelt sam- arbejde), Snaregade 10, DK-1205, Köbenhavn K (sími 01/114711) í síðasta lagi 15.maí 1978. Norræna menningarmálaskrifstofan Pétur Guðmundsson gnæfir yfir nxsthæsta mann mótsins Rossow — en hann er 2.09. DB-mvnd Hörður. Norðmanninn Björn SKÓLI EMILS ‘lltv, VORNÁMSKEIÐ Kennslugreinar: píanó, harmóníka, munnharpa, pitar, melódía og rafmagnsorgcl. Hóptímar, einkatimar. Innritun í síma 16239. INNRITUNÍSÍMA 16239. Emil Adólfsson. Nýlendugötu 41. ísland — Finnland Island mætti Finnum i sínum fyrsta leik á NM — eftir fremur jafna byrjun, þar sem íslenzka liðið hélt sinu, sigu Finnar framúr. PéturGuðmundsson bar höfuð og herðar yfir íslenzku leikmenn- ina i orðsins fyllsta skilningi — eini leik- maður íslenzka liðsins er mátti sin ein- hvers gegn risum Finna. Það fór og svo. að Pétur varð stighæsti leikmaðurinn, skoraði 2I stig. Aðrir leikmenn íslenzka liðsins áttu fremur dapran dag. Jón Sigurðsson náði sér aldrei á strik gegn sterkri vörn Finna. Torfi Magnússon skoraði 10 stig ásamt Kristjáni Ágústs- syni er lék sinn fyrsta landsleik. Jón Sigurðsson skoraði 7 stig, Símon Ólafs- son ásamt Þorsteini Bjarnasyni 6 stig — Gunnar Þorvarðarson skoraði 2 stig. í lokin var það islenzka liðinu kapp- smál að forða því að Finnar skoruðu yfir 100 stig — það tókst, Finnar skoruðu 99 stig. Eini leikurinn þar sem Finnar skor- uðu ekki 100 stig eða meir, 99—62 Finnum í vil. ísland — Danmörk Beðið var eflir viðureign Islands og Danmerkur með nokkurri eftirvæntingu — en í undanförnum leikjum hefur islenzka liðinu gengið fremur illa gegn Dönum. En brátt kom í ljós að íslenzka liðið var gæðaflokkum betra en hið danska. Heldur var leikur liðanna dapur i fyrri hálfleik — ísland leiddi þá án þess þó nokkurn tíma að ná sér á strik. I siðari hálfleik hins vegar náði islenzka liðið sér mun betur á strik. Símon Ólafsson átti góða leikkafla, svo og Jón Sigurðsson og Kári Marísson. Kári skoraði ekki mikið — en var ákaf- lega drjúgur, bæði í vörn og sókn. Undir körfunni var Pétur kóngur — hirti frá- köst grimmt. I vörninni hirti hann 12 fráköst. sókninni 6 — og alls skoraði hann 20 stig. Var maður leiksins, þessi geðugi íslenzki risi. í lokin skildu 44 stig, stærsti sigur íslands á Dönum frá upphafi, 105—61. Danska liðið var hvorki fugl né fiskur. Skortir nánast allt er prýða má gotl körfuknattleikslið. knattmeðferð, hæð. leikaðferðir — allt. Sambærilegt við meðal I. deildarlið hér heima á Islandi — ekki meir. Þeir Símon Ólafsson og Pétur Guðmundsson skoruðu 20 stig hvor — Jón Sigurðsson I4, Þorsteinn Bjarnason II. Bjarni Gunnar Sveinsson I0. Krislján Ágústsson 8, þeir Torfi Magnússon og Gunnar Þorvarðarson 6, Kári Marisson 4 stig. ísland — Svíþjóð l Njarðvikum á laugardagskvöldið mætti ísland liði Svia — og náði að sýna skínandi leik. Yfirleitt skildu um lOstig án þess þó að íslenzka liðið næði að ógna Spinks handtekinn Leon Spinks, sem vann heims- meistaratitilinn af Muhammad Ali var á föstudag handtekinn i St. Louis í Missouri grunaður um að hafa haft kókain og marijuana í fórum sinum eftir að hafa verið stöðvaður fyrir brot á um- ferðarlögunum. Honum var sleppt eftir að hafa sett 3700 dollara tryggingu en lögreglan i St. Louis sagði, að ákæra á hendur honum yrði sett fram siðar í vikunni. Ekki er á þessu stigi málsins vitað hvort þetta hefur cinhvcr áhrif á fyrirhugaðan titil- leik hans við Ali 15. september.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.