Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1978. Svo margar sem stofnanir íslenzka þjóðfélagsins eru — ráðuneyti, rikisbankar, ríkissaksóknari. lögregla. dómstólar, fangelsi, sjúkrahús, skólar, háskóli, rannsóknarstofnanir, þjóð- leikhús, framkvæmdastofnun, sin- fóntuhljómsveit o.s.frv, o.s.frv. — er varla ntikið vit í hittni gamalkunnu líkingu piramítans, þcgar setja skal sér fyrir hugskotssjónir samfélags- byggingu okkar. Sýnu nær sem liking væri turn eða „seðlabankabygging”, af þvi að aðeins 220 þús. manns standa undir þessu öllu. Menningarþjóð í velferðar- þjóðfélagi viljum vera nteð öllurn þeim útbúnaði, sem sliku fylgir, þrátt fyrir það, að við eruni ósköp fá i stóru og erfiðu landi. Sannleikurinn er, að vilji íslenzk þjóð halda uppi vegakerfi, rafkerfi, sjónvarps- og útvarpskerfi og alls kyns jöfnunarsjóðum til að slétta út lifskjör á landinu auk fjölda stofnana, þarf hún mikla bjartsýni til að trúa sig geta til langfram haldið uppi sömu lífskjörum og gerist með milljóna- þjóðunum í grennd við okkur ■ Af yfirlýsingum í fjölmiðlum má og ráða, aðalmenningur hér á landi ætlar stjórnvöldum að leysa flestan vanda. Hvort sem að stafar af mikilli trú á getu stjórnvalda eða litilli trú á einstaklinginn, varpar það vafalítið Ijósi á þá staðreynd, að íslenzka þjóðfélagið er orðið mjög sósialiskt og almenningur gengur að þvi visu. Úttekt á lífskjara- grundvelli þjóð- arinnar Vitaskuld styðjast góð lífskjör þjóðarinnar við þá miklu samneyslu, sem opinberar stofnanir veita. Tekjur mikils hl. landsmanna greiðast einnig í verðbólguhagnaði sakir misræmis verðbólgurýrnunar og vaxta. Hvort tveggja þetta verður að takast með í reikninginn, þegar gera skal úttekt á lifskjörum okkar. Fjöður verður ekki heldur yfir það dregin, að miklar þjóðartekjur íslendinga styðjast við ótraustan grundvöll: Nánast gegndarlausa sókn i fiskistofna kringum landið. Iðnaðurinn, sem öðrum atvinnugrein- um fremur gæti tryggt velmegun til frantbúðar, hefur ekki notið heppileg- ustu skilyrða til að blómstra. Þrátt fyrir vissan vaxtarbrodd er iðnaðurinn ekki enn orðið það íslenzka félagshyggju- þjóðfélagið v __HVAÐ ERT&U HUGSA? Bandag er ó bílasýningunni Leitið allra nauðsynlegra upplýsinga i bás okk- ar i sýningarhöll no. 2 TIMINN TIL AÐ LÁTA SÓLA ER KOMINN... KALDSÓLA!! Verið velkomin HJÓLBARÐASÓLUNIN H.F. Dugguvogi 2 Sími: 84111 ^ pólitískt afl, að hann njóti jafnræðis á við hefðbundnu atvinnuvegina í stjórnkerfinu. Rangskráning gengis gerir honum og erfitt um vik að keppa á erlendum markaði. En lifskjör íslendinga styðjast og við jafnstopular stoðir og eru erlend lán, styrkir og velvild , sem við höfum notið I rikara mæli en flestar aðrar þjóðir, svo sem sjá má á Marshall- hjálp, lendingarleyfum Flugleiðavéla í Bandaríkjunum og aðstöðu til að reisa og reka fiskpökkunarverksmiðjur til að nýta hinn rika bandaríska markað Það er valt að treysta á velvild út- lendinga um efnalegt gengi. Meira fé hefur og streymt inn i landið gegnum varnarliðið á Miðnesheiði en al- ntenningu gerir sér yfirleitt grein fvrir. Hvað er sósíalismi? Islen/ka þjóðfélagið er orðið mjög sósíaliskt. Með þeirri staðhæfingu er því ekki afneitað, að það er einnig kapitaliskt. Við búum við svokallað blandað hagkerfi, eins og önnur Vesturlönd. Hinn sósialiski þáltur hagkerfisins er mjög stói í hlutfalli við hinn kapitaliska. Með sósialisma eða félagshyggju á ég við, að þjóðfélagið læt- ur ekki þegnunum eftir að leysa vanda sinn sjálfir, l.d. með frantlaki einstaklinga, hlutafélaga, eða áhuga- mannafélaga t.d. líknarfélaga dug- mikils fólks, heldur er með laga- setningu og stjórnvaldsákvörðunum vikið til hliðar lögmálum frjálsrar verðmyndunar, lögmálum um jafn- vægi framboðs og eftirspurnar, frjálsra samninga og óheftrar fjármagns- söfnunar. Hugtakið er hér notað i . svipaðri merkingu og sósialistar á Vesturlöndum almennt nota það. Þannig notar t.d. franski stjórn- málamaðurinn og sósialistinn Pierre Mendes France orðið i riti sinu „République moderne”. Mendes France er kunnur að því að setja fram málstað sinn með kristaltærum, visindalegum skýrleika. Sagt var, að de Gaulle hefði borið djúpa virðingu fyrir honum einum í herbúðum and- stæðinga sinna. Félagshyggja (sósialismi) jafngildir því m.a. að stjórnmál taka að snúast um efnahagslega þætti þjóðlifsins, sem þeim voru áður taldir bannaðir. Efna- hagsmálin eru þar með gerð að stjórn- málum. Dæmi um félagshyggju eða sósialisma. Félagshyggja hefur hér á , landi komizt á fyrir sakir margvíslegra or- saka, sem bæði eru jákvæðar og nei- kvæðar. Hið opinbera bindur i reynd hér á landi verðlag á flestum sviðum með lagasetningu og stjórnvaldsákvörðun- um og rekur mikinn opinberan búskap. Skulu hér nefnd nokkur dæmi um sósíaliska löggjöf og afskipti: a) Löggjöf til verndar litilmagnanum, svo sem reglur um vernd þess viðsemjanda í samningsgerð, sem minna má sin, vinnulöggjöf, reglur um sjúkrasamlög, almannatryggingar. verkamannabústaði o.s.frv. b) Löggjöf um almenna stjórn efnhags- og peningamála, svó sem opinber skráning gengis innlends og erlends gjaldeyris, opinberar ákvarð- anir um vexti á inn- og útlánum, seðla- prentuno.s.frv. c) Löggjöf lil eflingar vissum at- vinnuvegum, eins og t.d. styrkir og lán fjárfestingarsjóða til landbúnaðar og sjávarútvegs á liðnum áratugum. Einkenni þessara lána er yfirleitt, að þau eru sjálfvirk. Fjárfestingarsjóði er skylt að veita þau við vægum vöxtum (neikvæðum vöxtum) að fullnægðum vissum skilyrðum. Af því sprettur kenningin um, að nú á dögum „geri margirútákerfið”. d) Rekstur hins opinbera á útvarpi, sjónvarpi, sima. orkuverum og raf- kerfi. Sakir allsherjaröryggis þykir réll, að þessi rekstur sé í höndum hins opinbera. e) Ríki og sveitarfélög hafa á hendi vissan rekstur til að tryggja atvinnu, svo sent bæjarútgerðir. eða til að ryðja nýjar brautir í atvinnulífi. þar sem verkefni er of stórt eða áhættusanu fyrir einkafranuakið, svo sem semems- verksmiðja, áburðarverksmiðja, kísilgúrverksntiðja, þörungaverk- smiðja, heykögglaverksmiðjur. f) Ríki, fjárfestingarsjóðir og/eða sveitgrfélög taka stundum við rekstri einkafyrirtækja, 'sem komast í fjár- hagsþrot, svo sem átt hefur sér stað um spunaverksmiðjuna Álafoss og Slippstöðina á Akureyri. Fjárþrot einkafyrirtækja má svo oft rekja til óstjórnar á efnahagsmálum, svo sem rangskráningar gengis, tolla á hráefni og vélum til iðnaðar, skipakaupa crlendis o.s.frv. g) Bjargráð stjórnvalda á kreppu- límum, sem miða að því að halda uppi atvinnu og bægja bjargarskorti frá dyrum. Af þessum toga er oft lög- gjöf um innflutnings- og fjárfestingar- hömlur. Af skyldum orsökum er lög- gjöf, sem er sprottin af ofþenslu, svo sem verðbólgu, eins og almenn verðbinding vöru. þjónustu og launá. h) Verðbólgan hefur ásamt óraunhæfum vöxtum gert bankastjóra að skömmtunarstjórum lána, hvort sem þeir hafa viljað eða ekki viljað. Fyrir bragðið hafa bankarnir orðið póliliskar stofnanir, þar sem reynt hefur 'á jafnaðar- og réttlætissjónar- mið, en sjónarmið arðbærni og veðs skipt að sama skapi minna máli. i) Stjórnvaldsráðstafanir og löggjöf til að jafna út hagsveiflur, eins og Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins. Löggjöf af þessu tagi er í anda ný- frjálshyggjunnar (neo-liberalisma), sem er vísindaleg félagshyggja Vestur- landa. Tæplega verður sagt, að hér á landi hafi t.d. nokkru sinni fjárlög verið samin með greiðsluafgangi i góðæri og halla í erfiðu ári til að jafna út hagsveiflur, en það er eitt af mörg- um þjóðráðum, sem hagfræðingar ný- frjálshyggjunnar hafa bent á, eins og t.d. Bretinn Keynes. ' j) Löggjöf til verndar auðlindum eða skömmtunar á þeim, svo sem lög- gjöf um náttúruvernd, vísindalega hagnýtingu landgrunnsins, friðun fiskstofna, itölu á landi, o. fl.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.