Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 11
ÖRLÖG ALDO MORO — f resturinn sem mannræningjarnir gáfu stjórnvöldum rann út fyrir tveimur sólarhringum. — Panamastjórn býðst til að taka við föngum sem sleppt yrði í skiptum fyrir Moro þjóðunum. Varnarmálaráðherra haliu. Attilio Ruffini. lagði áherzlu á það að ekki væri hægt að semja við ræningjana og Enrico Berlinguer leið- togi kommúnista studdi hann og sagði aðslikt rnyndi veikja lýðræðið. Þrátt fyrir þetta verða þær raddir sem krefjast samninga sifellt háværari. Upphaflega komu þær kröfur frá fjöl- skyldu Moros, en þær hafa fengið stuðning frá verkalýðsleiðtogum. menntamönnum og jafnvel ntikilsmet- andi kristilegum demókrötum. Ekki hafa borizt nein opinber við- brögð frá itölsku stjórninni við tilboði Panamastjórnar um að taka við vinstri öfgamönnum. sem sleppt yrði i skiptum fyrir Moro. Leiðtogi Pananta- stjórnar. Omar Torrijos. kom þessum skilaboðum til itölsku stjórnarinnar i gennum sendiherra sinn i Róm. en bætti jafnframt við að „hann væri þvi aðeins reiðubúinn að taka við föngun- um. að lifi Moros yrði þyrmt. Rauðu herdeildirnar hafa enn ekki tilgreint hvaða 300 fanga þær óska aö fá i skiptum fyrir Moro. en liklegast er að efstir á lista séu Curcio'og aðrir félagar'herdeildanna sem eru í haldi i Tórinó. ítölsk blöð greindu frá þvi nú um helgina að Curcio og félagar hans vildu ekki losna i skiptum fyrir Moro. heldur vildu þeir halda áfrant baráttu sinni úr fangelsinu. Allt er enn á huldu um örlög Moros. Ekkert hefur heyrzt frá Rauðu her- deildunum á ítaliu nú um helgina og ítalir vita því enn ekki hvort Aldo Moro er lífs eða liðinn. en nú eru tveir sólarhringar liðnir frá þvi að frestur sá sem skæruliðarnir gáfu stjórnvöldum rann út. Þar hótuðu skæruliðarnir að „að Ijóst lægi fyrir hvað gera þyrfti. Að bjarga lífi Aldo Moros.” Stjómin neitaði hins vegar samn- ingaviðræðum. en hélt þó opnum möguleikum á sambandi við ræningj- ana i gegnum fulltrúa kirkjunnar. Benigno Zaccagnini, ritari Kristilega demókrataflokksins og vinur Moros. sem fékk örvæniingarfullt bréf Moros á fimmtudag, þar sem Moro biður fyrir lifi sínu. sagði að stjórnin reyndi að finna leið til þess að frelsa Moro og taldi helzt að nota fulltrúa kirkjunnar til þess. Páll páfi hefur beðið Moro griða og sömu óskir hafa komið frá alþjóða- stofnunum. eins og t.d. Sameinuðu taka Moro af lifi. ef ekki yrðu hafnar samningaviðræður um fangaskipti. þar sem skipt yrði á Moro og kom- múniskum föngum i ítölskum fang- elsum. ítalska stjórnin valdi milligöngu- menn frá rómverskkaþólsku kirkjunni. til þess að taka við skilaboðum frá skæruliðunum. en engin boð hafa bor- izt. Stjórn kristilegra demókrata hefur neitað samningaviðræðum undir kúg- unum mannræningja og hefur ótvi- ræðan stuðning italska Kommúnista- flokksins í því efni. En sósialistar gengu eins langt og unnt var i þvi skyni að korna á viðræðum við ræn- ingjana. Leiðtogi sósialista Bettino Craxi sagði i tilkynningu, þar sem hann gagnrýndi stjórnina harðlega. Omar Torrijos leiðtogi Panamastjörnar hefur boðizt til að taka við föngum sem sleppt vrði I skiptum fvrir Aldo Moro en mannræningjarnir kröfðust þess að 300 föngum vrði sleppt. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. APRIL 1978. Erlendar fréttir EKKERT VITAÐ UM REUTER Færri fórust í áætlunar- flugi en áður en stóraukn- ing manntjóns í leiguf lugi — mest munarum f lugslysið á Kanaríeyjum Flug á árinu 1977 krafðist fleiri mannslífaen 1976. Munaði þar mest um flugslysið sem varð á Tenerife eyju er tvær júmbóþotur skullu saman. Þessar þotur voru báðar i leiguflugi og'lækkaði þvi öryggið sem reiknað er út með leigu- flugi verulega. Á hinn bóginn varðáætl- unarflug öruggara en 630 manns fórust með slíku flugi í fyrra sem er ólíkl minna en 1976. þegar 1187 létu lifið. 884 létu lifið í 38 slysum í leiguflugi en 300 i 29 slysum 1976. Munar þama þeim rúmum 500 manns sem létust i Tenerife slysinu. Auðugekkja hvarf afQueenElizabeth Ekki verða neinar frekari aðgerðir af hálfu brezku lögreglunnar vegna hvarfs auðugrar svisstieskrar ekkju af farþega- skipinu Queen Elizabeth II, en hún hvarf af skipinu i Kyrrahafi fyrir tæpum mánuði. Farþegaskipið kom til Bret- lands nú unt helgina. Lögreglan sagði að réttarhöld hefðu verið haldin vegna málsins i San-Francisco í Bandarikjun- um og ekkert benli til þess að um glæp hefði verið að ræða. Hin auðuga ekkja hét Carla Bodmer og var 69 ára að aldri. Hún hvarf af skipinu skömmu eftir að það fór frá Honolulu. Þessi snjóhviti apaungi fannst I fjöllunum I láiwan fyrir fimni mánuöum. Banaa- ríkjamaóur bauðst til aö kaupa þetta fimmtán tommu kríli fvrir 40 þúsund doll- ara, en eigandinn vildi ekki selja. Möguleikarnir á aó albinói, eða hvítingi af macaco apategund, fæðist er einn á móti hundrað þúsund að sögn dýrafræðinga. Haig óhress vegna f restunar nifteinda- sprengjunnar Alexander Haig hershöfðingi. yfirmaður hersveita NATO. sagði í gær að meðferð Carters Banda- rikjaforseta á nifteindamálinu hefði valdið nokkrum óþægindum fyrir aðildarriki Norður-Atlams- hafsbandalagsins. En hann bætti þvi við að leið- togar aðildarríkjanna gerðu sér grein fyrir þvi að ákvörðun Carters um að fresta framleiðslu sprengjunnar væri pólitisk en ekki hemaðarleg og gerð til þess að þvinga Sovétrikin til frekari _af- vopnunarviðræðna. Nifteindasprengjan eyðir lifi en ekki mamtvirkjum og er hún aðallega hugsuð gegn skriðdreka- sveitum Sovétmanna i hugsanlegri árás á Evrópurikin. Haig sagði að ef Carter myndi endanlega koma i veg fyrir framleiðslu sprengj- unnar, réði bandalagið yfir öðrum vopnum gegn skriðdrekasveitun- um. Haig hershjöfðingi bætti þvi við að ef fram héldi sem horfði þá yrði þess ekki langt að bíða að Varsjár- bandalagið ttæöi yfirburðum á kjamorkuvopnasviðinu eins og öðrum sviðum hernaðar. V-þýzkirskæruliðar vissu um fyrirhugað rán Aldo Moro og voru jafnvel með í ráðum skjöl fundust hjá handteknum skæruliða Nú telur vestur-þýzka lögreglan ntjög líklegt að vestur-þýzkir skæruliðar hafi vitað um ránið á Aldo Moro fyrrum for- sætisráðherra ítala áður en honum var rænt og hafi jafnvel verið með í ráðum. Lögreglan telur sig hafa ntjög góðar sannanir fyrir þvi að nokkrir úr Baader- Meinhof hreyfingunni þýzku hafi jafn- vel.skipt meginmáli i ráninu. Fundizt hafa skjöl hjá einunt skæruliða hreyf- ingarinnar þar sent minnzt er á rniklar aðgerðir sem fyrirhugaðar séu á Ítalíu. Skæruliði þessi var handtekinn i aesem- ber en þann 16. niarz var Aldo Moro rænt. Aðfcrðir þær sem notaðar voru við ránið á Moro cru einnig mjög likar þeim sem viðhafðar voru er Hanns-Marlin Schleyer var ræm i fyrra. Þrír skærullðar Baader-Meinhol' hreyfingarinnar sem verið hafa á flótta undan lögreglunni cru taldir hafa leikið stór hlutverk i ráni Moros. Læknir einn. Margt er mjög líkt með ráni Aldo Moros og Hanns-Martin Schleyers. sem einnig hefur verið á flótta, er siðan talinn liafa gefið Moro lyf til þess að gera hann auðveldari viðfangs i haldinu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.