Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 24. APRlL 1978. 3 Farmurvörubíla dreifistá göturnar: Ekkert eftirlit? Máfurinn ætlar nú lika að éta upp tuglalilið við tjörnina. — UB-mvnd: Hörður. KRÍUNA í HÓLMANN — Máfinn burt! Hraðbréf frá lesanda: Allir fylgjast nú af ánægju með hin- um ýmsu velkomnu vorboðum. Krók- usar skjóta upp kollum, brum er að birtast á trjám og runnum og svo kom lóan, eins og hennar er von og visa. Þvi var það að sá er skrifar. hélt niður að tjörn þann fimmtánda, ölvaður af vorkomunni. En vei. er ekki andsk.... máfurinn búinn að leggja undir sig hólmann og gerir þaðan skæruliðaárásir á étandi endurnar og rænir þær fæðunni. Ekki verður heldur langt að fara i gómsæta, dún- mjúka andarungana þegar þar að kentur. Held ég að væri ráð að ryðja hólmann svo krian gæti orpið á sínum gantla stað og þá e.t.v. haldið máfin- um frá. Pétur Guðmundsson skrifar: Ég vil beina þeirri fyrirspurn lil lög- reglustjóra. hvort ekkert sé gcrt til að sjá lil að vörubifreiðar hafi hlífðarborð aftan á palli þegar ekið er nteð grjót. ’ Það kom fyrir mig um helgina. þegar ég ók Krísuvíkurleið. að ntargir vörubílar kontu þá leið í halarófu nieð piramita af grjóti. Konti hnykkur á bilana er stórhætta á slysi þegar grjótið hrynur af. Oft skilja þessir bilar eftir sig grjótslóð, sem skapar mikla hættu á vegununt svo og á götunt borgarinnar. Mér var sagl fyrir nokkrunt árum að þetia væri ólöglegt en ég sé ekkert gert tilaðhindra það. Það er okkur mikil ánægja að geta nú boðið hin margreyndu og viöfrægu SKIL-rafmagnshandverkfæri. SKIL verksmiöjurnar voru stofnaðar i Chicago i Bandarikjunum árið 1924 til framleiðslu á nýrri einkaleyfisuppfinningu, rafknúinni hjólsög, hinni heimsfrægu SKIL-sög, sem viðbrugðið var fyrir gæði. Siðan hafa verið framleidd mörg verkfæri og gerðar margar nýjar uppgötvanir á rannsóknarstofu SKIL verksmiðjanna, sem hafa gert SKIL handverkfærin heimsfræg og eftirsótt. SKIL borvélar meö stiglausum hraðabreyti eru gæddár þeim kosti, að þvi meir sem þú þrýstir á gikkinn, þvi hraðar snýst borinn. Þannig færðu rétta hraðann fyrir það verkefni sem þú ert að vinna, hvort sem þú ert að bora i flisar, stein, tré eða annað. SKIL borvélar eru fallega hannaöar, kraftmiklar, og auðvelt er að tengja við þær marga fylgihluti. Auk borvéla framleiðir SKIL af sömu alúð og vandvirkni, stingsagir, stórviðarsagir, hefla, slipivélar og fræs- ara auk hinna heimsfrægu hjólsaga. SKIL rafmagnshandverkfæri svara fyllstu kröfum nútimans og henta jafnt leikmönnum sem atvinnu- mönnum. Póstsendum myndlista ef óskað er. ÞEIR SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI.VELJA S/(/L Einkaumboð á Islandi fyrir SKIL rafmagnshandverkfæri: FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Hvernig leggst sumarið í þig? Birgir Lúðvfksson deildarstjóri: Bara vel. Ég vona að veðrið verði svipað og það hefur verið undanfarna daga, svipað og það var á sumardaginn fyrsta. Spurning dagsins Guðmundur Arngrímsson verzlunar- ntaður: Ágætlega. Veörið er gott og mér er sagt að það sé góðs viti ef frýs saman vetur og sumar eins og núna gerði. Gissur Símonarson húsasmiður: Ágæt- lega. Sumarið verður gott framan af, það er i maí og júni en ætli það rigni ekki nteira i júli og ágúst. Ingi Lövdal, vinnur hjá Reykjavikur- borg: Vel. Veðrið er svo afskaplega gott núna. Jón Bergsson lyfjafræðingur: Nú, ágæt- lega. Veðrið er mjög gott og það boðar gott ef f rýs saman sumar og vetur. Rútur Snorrason vinnur i Reykjafelli: Bara vel. Ég vona að veðrið verði eins gott og á suntardaginn fyrsta.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.