Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 16
16 NILFISK f AMIY HÁTÚN6A rUHIA SÍMI 24420 Raftækjaúrval — Næg bflastæði Afborgunarskilmálar sterka rvksusan... /§ Styrkur og dæmalaus ending hins þýðgenga, stiilanlega og sparneytna mótors, staðsetning hans oghámarks orkunýting, vegna lágmarks loft- mótstöðu i 7 stóru ryksiunni, stóra, ódýra pappírspokanum og nýju kónísku slöngunni, afbragðs sog- stykki og varan- legt efni, ál og stál. Svona er NILFISK: Vönduð og tæknilega ósvik- in, gerð til að vinna sitt verk fljótt og vel, ár eftir ár. með lág- marks truflunum og tilkostnaði Varanleg: til lengdar ódýrust. Nýr hljóð- deyfir: Hljóðlátasta ryksugan. Traust þjónusta Ný keilu-slanga: 20% meira sogafl, stíflast síður. Hjallafiskar Merkið sem vann harðfliknum nafn Farsthjd: SSGIæsibæ HJailur hf. - Sölusími 23472 Bflasmiðir Viljum ráða nú þegar bíla- smiði eða vana réttinga- menn. Bflasmiðjan Kyndill, sími 35051. HlSRÖUIBÉ 24 APÍÉL Kl.2lfi FORSAU ABGÖNHMI. I HCO DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. APRlL 1978. ... ...................... ' - ............................................. - Sjaldgæfur viðburður Það hefur verið alveg ótrúlega mikið um tónleika síðustu vikurnar, alltof mikið til þess að undirritaður gæti sinnt þeim öllum, hvað þá gerl þeim skil á prenli. Við því er ekkert að segja, maður getur einfaldlega ekki verið á mörgum stöðum í einu, en stundum hafa verið tvennir lónleikar á sama tímá, og einu sinni eða tvisvar voru þrennir tónleikar sama daginn. Vonandi hafa þeir allir verið einhverj- um lil ánægju, en menn mega vara sig að ofþreyta ekki þann tillölulega fá- menna hóp sem kallast getur fastir tónleikagestir. Eitt af þvi sem undirritaður hefði ekki vilja missa af voru tónleikar danska gítarleikarans og söngvarans Ingolf Olsen I Norræna húsinu sl. miðvikudag. Norræna húsið hefur dregið til sín óvenjumarga snjalla lónlistarmenn I vetur, en þarna held ég hafi verið hápunkturinn. Olsen er fágætur snillingur á sinu sviði. Hann er ekki aðeins frábær lútu- og gitar- leikari, sem hefur tækni og tón fullkomnlega á sinu valdi, heldur er hann afburða túlkari hinna ólikusiu stíltegunda og tilfinninga. Þegar hann leikur og syngur dönsk miðaldakvæði kemst maður í eins konar víkivaka- stemmningusemerengu líkog meðferö- lians á spænskri og hollenskri lútu- tónlist frá renesanstímanum er óviðjafnanleg. Sama má segja um tónlist frá seinni tímum, og hefur sjaldan heyrst hér jafnfullkominn flutningur og þegar hann lék og söng kinverskan lagaflokk eftir Britten. Hann hefur blæfagra tenórrödd, sem er vel þjálfuð og sterk, og henni beitir hann af miklum næmleik og ósviknum tónlistargáfum. Þaraðauki hefur hann óvenju skemmtilega og létta sviðs- framkomu, sem gerir allar hans tiltektir, söng, leik, skýringar og frá- sagnir, i senn aðgengilegar og töfrandi. -L.Þ. LEIFUR ÞÓRARINSSON Tónlist Samningabáknið Það er raunverulega ekki á færi neins manna að ráða algjörlega við hugsanir sinar. Hugur mannsins er svo víðfeðmur og margbreytilegur að það verður aldrei mælt hvað í honum býr. Sumir geta fullnægt sjálfum sér með eigin hugsanir en aðrir hafa þörf fyrir að tjá sig, annaðhvort á blaði eða i mæltu máli, enn aðrir þurfa hvort tveggja til að fá útrás tjáninga sinna. Síðastnefndi hópurinn er svo þrúgaður af hugsunum sínum, að hann tjáir sig opinberlega, hvort sem það likar betur eða verr, og er ekki öfundsverður af enda hlýtur hann oft að verða fyrir aðkasti samferðamannsins. Sumir kalla þetta stjórnmál en aðrir munu segja að tjáning byggist oftast á þeirri þörf að láta eitthvað gott af sér leiða. Skipulag Skipulagsleysi er eitt það versta sem til er, hvort sem það er fyrir ein- staklinginn eða milljónirnar i heild, en ofskipulag er ennþá verra því þá nýtur einstaklingurinn ekki þess frelsis og þeirrar athafnaþrár sem honum ber og er nauðsynleg svo framþróun geti átt sér stað. Dettur nokkrunt i hug að það sé hugsun á bak við það hrikalega opinbera kerfi sem er að tröllriða islensku þjóðfélagi i dag, þar sem forysiumenn á sviði stjórnmála sigla í fararbroddi nteð alla sérfræðingana sér við hlið? Launataxtar virðast ekki mikið mál i einu þjóðfélagi og eiga auðvitað ekki að vera það, jafneinfall og það er í raun og veru að maður sem vinnur þurfi að hafa lifsviðurværi og geta fylgst með launum sinum sjálfur. Það ætti að vcra á færi hvers manns að geta fylgst mcð því hvað gerist á þeim vettvangi. Þessi tnál ættu að vera einföldust allra niála'en eru orðin svo flókin að kligjugjarnl verður að hugsa þau i reynd, livað þá að vinna þau dag- lega, Serii svo til hyer i.naður keriisi ckki hjá’ því áuðvitað’varðá laún óg launagreiðslur, ásanu launatengdum gjöldum, hvert mannsbar. Launataxtar 1 grein minni í Dagblaðinu fyrir skömrnu voru gerðir að umtalsefni allir þeir taxtar sem unnið er cftir hjá Vinnuveitendasambandi íslands. Það er oft svo að þegar gluggað er í eitt, kemur annað i Ijós sent umtalsvert er, t.d. munu vera i gangi hjá BSRB um 384 þættir, hjá bankakerfinu 144 og hjá háskólamenntuðum mönnum um V I , 264. Þetta gera samtals 792 atriði til útreiknings á ársgrundvelli. Nú er það svo í fljótu bragði að við lauslega athugun reynast kaupgjalds- taxtar vera á ársgrundvelli um 6000 — sex þúsund —, þó segir það ekki alla söguna, þvi þá eru eftir öll sérá- kvæði i sambandi við launagreiðslur sem skipta örugglega þúsundum og aldrei virðist hægt að henda reiður á, með nokkurri vissu, enda hefur svo lengi sem menn muna ekki mátt ganga hreint til verks i samningagerð og stafar það af styrkjakerfi. Að þessu samningsrugli vinna tugir ef ekki hundruð manna svo allt þetta Kjallarinn Kristmundur Sörlason kaupgjaldstaxtarugl keniur ekki ,þr.autala.gs.tí Þ.að hljóta að yéra miklaf fæðihgárhnðir með slíkuni ‘ vin- nubrögðum og merkilegt að fólkið sem’ vinnur að þessurn samningum skuli ekki vera spítalamatur. eða kannski er þaðekki heilt heilsu? Samkvæmt hagskýrslum fyrir árið 1976 voru á launaskrá á islandi 96.000 ntanns og það má ætla að nú séu um 100.000 manns á öllum vinnu- markdðinum. Ef við gefum okkur töluna 10.000 þætti yfir árið i launa- töxtum og sérákvæðum i santbandi við þá er hlutfallstalan launataxti á tíunda hvern starfsmann hjá þessari fámennu þjóð. Getur nokkur heilvita maður gert sér i hugarlund hvað svona löguð vinnubrögð þýða? Það hlýtur að vera verðugt verkefni að atvinnulöggjöfin og launamálin í heild verði tekin til gagngerðrar endur- skoðunar og settar verði reglur til að- vinna eftir, svo þeir menn sem með þessi mál fara þurfi ekki að hanga i lausu lofti og hjálparvana. Það hlýtur alltaf að rikja mikil spenna og ófriður hjá þeim aðilum sem vita aldrei sín mörk, ekki síst þeg- ar að margra dómi færustu menn þess- arar þjóðar halda því blákalt fram, í innrömmuðum greinum stærstu dag- blaða landsins „að hér hafi ríkt friður á vinnumarkaðinum”. Það hljóta að vera sljó augu sem sjá ekki að hér hefur ekki ríkt friður, heldur algjör styrjöld. Laun hafa hækkað eftir geðþótta þeirra manna sem farið hafa með þessi mál fyrir launþegasamtökin. Vinnuveitendur hafa allan timann leg- ið í skotgröfum sinum en aldrei þorað að skjóta fyrr en viðsemjendur hafa verið komnir svo langt í burtu að þeir hafa ekki einu sinni heyrt hvellinn. Árangurinn af styrjöldinni og óábyrgri afstöðu vinnuveitenda i skjóli rikis- valdsins er öllum ljós. Óstöðvandi verðbólga, atvinnuleysi, og gjaldþrot, bæði hjá þjóðarbúinu og at- vinnurekstrinum. Ár eftir ár hafa aðilar vinnu- markaðarins, bæði launþegar og vinnuveitendur, gert samninga um kaup og kjör, þá eftir margra vikna samningaþras, vitandi með fullri vissu, að ekki væri hægt að standa við þá samningana nema hleypa stærstum hluta beim út í verðlagið. Enda hefur það verið svó i lok hverrar samnings- gerðar að hlaupið hefur verið beint á fund hjá viðkomandi rikisstjórn og þar hafabænagjörðirfarið fram unt náðog miskunn frá hendi hins opinbera. sent hefur þýtt það að dauð hönd hefur verið lögð á allt frjálst framtak I þessu blessaða landi. Það þarf örugglega að taka hrcssilega til höndum hjá þjóðinni. cf vel á að fara. og koma á féstu með dugnaði og kjarki. Til þess þurfa að vcljast nýir menn með óbundnar hendur af því svinarii sem á undan er gengið. Læt ég þar með lokið hugleiðingum mínum um hið vitleysislega samnings- rugl sem í dag ríkir á vinnumarkaði okkar íslendinga, með frómri ósk um að breyting ntegi verða til batnaðar í þessurn málum. Kristmundur Sörlason iðnrekandi. / V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.