Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Page 8

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Page 8
8 LANDSBÓKASAFNIÐ 1967 Ásgeir Svanbergsson Þúfum í Reykjafjarðarhreppi í N.-ísafjarðarsýslu gaf And- ríkar kvöldbænir Josuae Stegmans og að auki handrit með vikusálmum. Frú Soffía E. Ingólfsdóttir, ekkja Friðgeirs Bjarnarsonar stjórnarráðsfulltrúa, af- henti þjóðskjalaverði og hann síðan Landsbókasafni gögn úr dánarbúi manns síns, handrit kcmin úr fórum Skúla Markússonar frá Hj örleifshöfða. Má þar nefna m. a. geysimikla ritgerð um Njálu í fimm bindum. Dr. Þorsteinn Sæmundsson færði safninu að gjöf úr dánarbúi móður sinnar, frú Svanhildar Þorsteinsdóttur, Kvæðabók með hendi Þorsteins Erlingssonar, þá hina sömu, er Sigurður Nordal getur um á IV bls. formála síns fyrir útgáfu Þyrna 1918. Sr. Albert E. Kristjánsson í Blaine í Washingtonríki, sem nú er á tíræðisaldri og lengi hefur látið mikið að sér kveða meðal íslendinga vestan hafs, gaf hingað bréfa- safn sitt og ýmis önnur gögn. Arnór Sigurjónsson rithöfundur færði safninu frá sér og systkinum sínum eigin- handarrit föður þeirra, Sigurjóns Friðjónssonar, og eru þar kvæði, sögur, ritgerðir o. fl. Var á árinu, sem kunnugt er, öld liðin frá fæðingu Sigurjóns. Dr. Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrv. hagstofustjóri, afhenti ýmis gögn úr búi Brynj- ólfs og Herdísar Benedictsen, en þau gögn höfðu verið í vörzlu Geirs rektors Zoega og Bryndísar, konu hans, er var dótturdóttir Brynjólfs. Þorsteinn afhenti ennfremur merkilegt safn bréfa til Geirs rektors. Jón Gauti Pétursson á Gautlöndum sendi safninu nokkur bréf afa síns, Jóns al- þingismanns Sigurðssonar á Gautlöndum, til Þorsteins Jónssonar sýslumanns í Þing- eyjarsýslum og síðar Árnessýslu, en Gunnlaugur Þorsteinsscn á Kiðjabergi hafði senl þau Pétri Jónssyni í Reykjahlíð 1921. Af keyptum handritum skal þessara getið: Frá Englandi var keypt Memoir on the Mineralogy of the Island of Iceland eftir Sir Henry Holland (er var á íslandi sumarið 1810), eiginhandarrit, dagsett í Lissa- bon 29. júlí 1812. Svo virðist sem Holland hafi flutt þetta erindi í Royal Academy of Portugal. - Frá Danmörku voru keypt handrit nokkurra greina, er birtust á sínum tíma í dönskum blöðum eftir Finn Jónsson, Guðmund Kamban, Gunnar Gunnarsson, Jónas Guðlaugsson og Valtý Guðmundsson. Hér fara á eftir nöfn þeirra manna, er gefið hafa eða afhent handrit á árinu 1967, án þess að frá þeim handritum verði sérstaklega skýrt: Frú Anna Eiríks, Reykjavík, Benedikt S. Benediktz bókavörður, Durham, Eiríkur Benedikz sendiráðunautur, London, Dr. Finnur Sigmundsson, Reykjavík, Guðjón Ás- geirsson Kýrunnarstöðum í Dalasýslu, Jón Emil Guðjónsson, Reykjavík, Dr. Krist- inn Guðmundsson sendiherra, Moskvu, Snæbjörn Jónsson, fyrrv. bóksali, Englandi, Dr. Steingrímur J. Þorsteinsson, Reykjavík, Sveinn Sigurðsson, fyrrv. ritstjóri, Reykja- vík, Þjóðskjalasafn, Dánarbú Þorsteins Jósepssonar, Reykjavík, Þráinn Valdimarsson, Vestmannaeyj um. Landsbókasafn flytur öllum gefendum handrita beztu þakkir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.