Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Síða 109

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Síða 109
SVEINBJÖRN EGILSSON OG CARL CHRISTIAN RAFN 109 lagsins. Þessir samningar tókust, og minnist Sveinbjörn á þá í bréfi til Jóns 3. marz 1852.1 2 Þremur dögum síðar, 5. marz, skrifar Sveinbjörn Rafni bréf- og segir honum þar m. a. frá þessum málum: „Mér þótti mjög vænt um að fá bréf yðar, dagsett 30. september í fyrra. Ég hef tekið að mér samkvæmt tilboði Bókmenntafélagsins að snúa Hómer í ljóð og hef þegar sent þrjár fyrstu kviður Odysseifskvæðis. Um nýja útgáfu óbundinnar þýðingar Odysseifskviðu hefur ekki verið að ræða síðan stiftsyfirvöldin hófu fyrir mörgum árum máls á henni, en hún fórst fyrir við tilkomu nýs stiftamt- manns. Þér sjáið sem sé, að ég er á bólakafi í Hómer, aðeins að ég gæti nokkurn veginn gert þessum góðu mönnum til hæfis. Ég verð víst að sökkva mér að nýju niður í Eddu og þá á annan hátt en fílológiskan.“ Sveinbjörn sat öllum stundum yfir þýðingu sinni og var 2. ágúst 1852 kominn aftur í 264. ljóðlínu XIX. kviðunnar. En þá veiktist hann snögglega og lézt að rúm- um hálfum mánuði liðnum 17. ágúst. Árla morguns 14. ágúst situr Jón Árnason við banasæng Sveinbjarnar og skrifar Jóni Sigurðssyni. Hann hefur lokið sjálfu bréfinu, þegar hann bætir við fáeinum lín- um, þar sem segir svo m. a.: „í þessu bili (kl. 5 um morgun) spyr Egilsen, hverjum ég skrifi, og nú biður hann að heilsa yður og biður yður að bera prófessor Rafni kveðju sína og segja honum, hvernig komið sé.“ Þótt þarna rofni sambandið milli þeirra Sveinbjarnar og Rafns, lifir það áfram með sínum hætti. Fornfræðafélagið gaf Lexicon poeticum út, sem fyrr segir, á árun- um 1854-60. Rafn reyndist Benedikt Gröndal, syni Sveinbjarnar, mjög vel og fól honum ýmis verk á vegum félagsins og þeirra merkast samningu Clavis poetica, sem er eins konar lykill að Lexicon poeticum og eina íslenzka samheitaorðabókin, sem vér enn eigum. Kom þetta rit út 1864, sama árið og Rafn dó. Vorið 1864 verður Rafni einu sinni sem oftar hugsað til Sveinbjarnar Egilssonar, og hann minnist síðasta bréfs hans til sín, þeirra ummæla Sveinbj arnar, að nýr stift- amtmaður á Islandi hafi á sínum tíma rift ákvörðun stiftsyfirvalda um útgáfu end- urskoðaðrar þýðingar Sveinbjarnar á Odysseifskviðu. Hann finnur, að hér getur hann e. t. v. enn einu sinni lagt góðu máli lið. í bréfi, sem Jón Árnason hefur skrifað Rafni 4. ágúst 1864, sjáum vér, að Rafn hefur skrifað Jóni 30. maí um vorið og hvatt hann til að gera allt, sem hann gæti, til að koma á prent fyrrgreindri þýðingu Svein- bjarnar, þar sem Ilionskviða hefði þá þegar verið gefin út í óbundinni þýðingu hans. Jón gerir Rafni grein fyrir útgáfu rita Sveinbj arnar, er hann og félagar hans hefðu orðið að hætta við í miðjum klíðum, þar sem þau hefðu ekki selzt sem skyldi. Rafn var sem fyrr snöggur á lagið, skrifaði Jóni Sigurðssyni þegar 22. ágúst og sendi hon- um afrit af bréfi Jóns Árnasonar.3 Hann hvetur jafnframt Bókmenntafélagið óspart 1 Lbs. 595 4to. 2 Ny kgl. saml. 1599 fol. C. C. Rafns Papirer I, 1. 3 Lbs. 565 4to.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.