Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Page 115

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Page 115
115 JORIS CAROLUS OG ÍSLANDSKORT HANS Þótt íslandskortið væri lengi vel eignað Vedel, vissu þó sumir, að liann var ekki höfundur þess. Danskur sagnaritari, Lyschander, samtímamaður Vedels nokkru yngri, segir beinlínis, að kortið sé eftir Guðbrand biskup: „Descriptionem Islandiae per Gud- brandum loci istius Episcopum summo studio et diligentia concinnatam et sibi comm- unicatam, artificiose œri insculptam opera et impensis Orthelii publici fecit juris“.1 Finnur biskup Jónsson eignar Guðbrandi kortið orðskviðalaust í Kirkjusögu sinni.2 íslandskortið var prentað eftir sama myndamóti í öllum síðari útgáfum af Theatrum orbis terrarum, síðast 1612. En auk þess er til eftirmynd kortsins af ókunnum uppruna, dálítið breytt, en í fullri stærð, auk smækkaðra gerða. Hina gerðina birti Gerhard Mercator í hinu alkunna kortasafni sínu: Atlas sive cosmographicœ meditationes de fabrica mvndi et fabricati figvra, sem kom út í Duis- burg 1595. Kortið víkur töluvert frá gerð Orteliusar, en örnefni og sitthvað fleira bera þess ljósan vott, að bæði eru greinar af einum stofni. Stafsetning örnefna hefur þokazt fjær uppruna og hallast meir að niðurlenzkum hætti, vík verður wick o. s. frv. Ekki er kunnugt, eftir hvaða leiðum kort Guðbrands biskups, eða sennilegar eftir- mynd þess, barst Mercator í hendur, en helzt mætti leiða getum að Henrik Rantzau (1526-1598). Hann var áhrifamikill stjórnmálamaður og hafði langa hríð konungs- umboð í hertogadæmunum, Slésvík og Holtsetalandi. Rantzau var töluverður lærdóms- maður, en mun þó kunnari af stuðningi við vísindi og listir. Hann átti bréfaskipti v:ð fjölda lærdómsmanna víða um álfuna, þeirra á meðal Mercator. Fimm bréf eru varðveitt frá Mercator til Rantzaus, og eru þau frá árunum 1585-1586.3 Af þeim má ráða, að Rantzau hefur verið Mercator hjálplegur við öflun korta og annarra gagna frá Norðurlöndum, meðan kortasafn hans var í smíðum. íslands er raunar hvergi getið í bréfum þessum, en fleiri bréf kunna að hafa farið á milli þeirra en þau, sem nú eru kunn. Það eykur enn á líkurnar, að kortið hafi borizt þessa leið, að kunnings- skapur og bréfaskipti voru með þeim Vedel og Rantzau.4 Mercator auðnaðist ekki að ljúka verki sínu, og var hann nýlátinn, þegar kortasafn hans var fullprentað. Skömmu síðar komust myndamótin í eigu Jodocus Hondiusar eldri (Josse de Hondt, 1563-1612). Gaf hann og synir hans, Jodocus yngri og Henri- cus, út 13 útgáfur bókarinnar fyrstu þrjá tugi aldarinnar með ýmsum breytingum og viðaukum. íslandskort Mercators var þó jafnan birt óbreytt, unz kort Joris Carolusar leysti það af hólmi. Minnkaðar gerðir Mercators-kortsins voru birtar í hinum svo- nefndu Atlas minor, sem Hondius gaf líka út, í fyrsta sinni árið 1607. Seinna urðu þau undirstaða allmargra korta á fyrsta þriðjungi 16. aldar, þar á meðal í hinu fræga 1 De script. Dan., col. 449. Tilf. eftir C. F. Wegener, Om Anders Sprensen Vedel, Kbh. 1845, 235. 2 Hist. eccl. III, 426. 3 Correspondance Mercatorienne, publiée par M. van Durme, Anvers 1959, 191—94, 197—98, 201— 205. 4 C. F. Wegener, Historiske Efterretninger om Anders Sprensen Vedel íaftan við útg. af þýð. Vedels af Saxa) Kbh. 1851, 128.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.