Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Side 121

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Side 121
JORIS CAROLUSOG ÍSLANDSKORTHANS 121 Arið 1905 kom í leitirnar í Hollandi eintak af ófullgerðu kortasafni, sem Jodocus yngri hafði gert eða látið gera. í safni þessu voru 34 kort, og lýsti dr. F. C. Wieder þeim verðlista, sem fornbóksalinn, Fr. Muller, lét gera. Er hún allnákvæm og var síðar prentuð upp að nýju.1 Tólf árum síðar keypti Johannes Keuning kortasyrpu með 63 kortum, og voru 23 þeirra úr safni Hondiusar.2 Loks haustið 1955 hafði hollenzkur fornbóksali á boðstólum eintak af kortasamsteypu Hondiusar. Voru kortin öll gerð á árunum 1514-1529, handlituð og fögur að frágangi.3 I öllum þessum söfnum er nýtt Islandskort: Tabvla Islandiœ, auctore Georgio Carolo Flandro. Amstelodami Jodocus Hondius excudit (stærð: 38, 4x50 sm). Eitthvað af kortum úr syrpu Hondiusar er til á lausum blöðum. British Museum á nokkur þeirra, þó ekki Islandskortið, en í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn er til eintak af því. Eftir andlát Jodocusar yngra komust myndamót hans í eigu kunnasta og stór- virkasta kortagerðarmanns 17. aldar, Willem Janszoon Blaeus (1571-1638) og urðu undirstaða hinna miklu og nafnfrægu kortasafna, sem hann gaf út og síðan synir hans, Johann og Cornelis. Árið 1630 kom fyrsta útgáfan, heldur þunn bók í arkarbroti með 60 kortum, án lesmáls á baki: Atlantis appendix sive pars altera continens LXX tab: geographicas diversarum Orbis regionum. Nunc primum editas. Amsterodami apud Guiljelmum Blaeuw MDCXXX. Eitt kortanna er Tabula lslandiae, auctore Georgio Carolo Flandro. Guiljelmus Blaeuiv excudit. Hér hefur nafn Hondiusar verið numið á brott og nafn Blaeus sett í staðinn. Aðeins eitt eintak er til af útgáfu þessari, svo að vitað sé, og er það í British Museum. Eitthvað virðist þó hafa verið hróflað við myndamótinu, og hnattlengd landsins er dálítið önnur en í frumprentun, en af því að hnattstöðutölurnar eru aðeins markaðar á jaðra kortsins, þurfti ekki að breyta öðru en umgerðinni. íslandskort Joris Carolusar var síðan prentað óbreytt í 27 útgáfum af kortasafni Blaeus, sem óx, er tímar liðu fram, upp í tólf þykk bindi í arkarbroti, og hefur aldrei síðar verið gert jafnmikið safn landabréfa, er spönnuðu heim allan.4 Lýsing Islands þokaðist úr hálfri annarri blaðsíðu upp í tólf síður, er svöruðu til dávænnar bókar. En árið 1672 kom upp eldur í prentsmiðju og geymslurými Blaeus. Brann þar mikill hluti upplaga og kortamóta. Johann Blaeu andaðist ári síðar, og aðrir kortagerðar- menn keyptu það af myndamótunum, sem bjargaðist. Lítið varð þó um útgáfu í þeirra höndum, og íslandskortið var aldrei framar prentað. Kcrtamót Mercators og Jodocusar eldra lentu að lokum í höndum Henricus Hond- iusar, annars sonar Jodocusar. Mörg þeirra voru tekin mjög að fyrnast og ekki van- þörf á að endurnýja þau og færa lil samræmis vaxandi þekkingu. Árið 1633 gaf Henricus út í samlögum við mág sinn, Johannes Janssonius (Jan Jansz.), viðauka- 1 F. C. Wieder, Monumenta cartographica. Text III, The Hague 1929, 80-81. 2 J. Keuning, Jodocus Hondius Jr., 65. 3 Martinus Nijhoff, Standard Catalogue 1955/56, No 1125. 4 C. Koeman, Atlantes neerlandice I, Amsterdam 1967, 73-293.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.