Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Page 8

Frjáls verslun - 01.05.1998, Page 8
Þór Jes Þórisson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Landssímans. FV-myndir: Geir Ólafsson. Þjónusta Símans í stöðugum vexti tarfsemi Landssímans og þjónusta fer sívaxandi. GSM þjónustan eykst og notendum bjóðast lægri gjöld að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Sólarhringsneyðarþjónusta er nú fyrir hendi og sérstök upplýsinga- þjónusta veitir almenningi hvers kyns upplýsingar alla daga vikunnar. Komið hefur verið á fót fyrirtækjaþjónustu og vefsíðu Símans og loks sinnir rannsókn- ardeild umfangsmiklum rannsóknarverkefnum, bæði innlendum og í tengslum við erlenda aðila. Fyrirtækjaþjónusta er ný deild innan Landssímans. Hlutverk hennar er að eiga samskipti við fyrirtæki sem þurfa sér- hæfða þjónustu. Deildin annast sölu á leigulínum, gagnaflutningsþjónustu og margvíslegri þjónustu. Sérstakir þjón- ustustjórar verða tengiliðir við stærri fyr- irtæki, sem geta leitað beint til þeirra. Þjónustustjórarnir annast tilboðsgerð og leiðbeina fyrirtækjum sem leita lausna í síma- og gagnaflutningsmálum. Fyrir- tækjaþjónustan mun á næstu misserum kynna starfsemi sína meðal stærri fyrir- tækja á Reykjavíkursvæðinu. Fyrirtækja- þjónustan gefur út „Fyrirtækjafréttir Sím- ans" þar sem komið er á framfæri upplýs- ingum um þjónustu og nýjungar eru kynntar. GSM þjónustan nær nú til um 90% þjóðarinnar, til allra þéttbýlissvæða með a.m.k. 500 íbúa, og helstu sumarbústaða- svæða. Árlega eru settir upp nýir sendar, vél- og hugbúnaður endurbættur og upp- færður og þjónustuframboðið aukið. Dæmi um það eru númerabirting og númera- leynd, SMS, fax- og gagnasendingar. Stórnotendur GSM síma geta valið um að greiða lægra mínútugjald og hærra af- notagjald í samræmi við nýtt tilboð. Mán- aðargjald verður 1560 kr. í stað 633 kr. en mínútuverð fer úr kr. 17,50 í 15,90 á daginn og úr kr. 11,70 í 10,60 á kvöldin. Þessi kost- ur hentar þeim vel, sem hringja mikið úr GSM símanum og er gjarnan miðað við að minnsta kosti fimm klukkustunda notkun á mánuði á dagtaxta. GSM par er nýr áskriftarflokkur GSM kerfisins sérstaklega ætlaður hjónum, pör- um, vinnufélögum og öðrum tvíeykjum sem þurfa að vera í stöðugu sambandi. Annar aðilinn fær helmingsafslátt stofn- gjalds og mánaðargjalds GSM kortsins og 8 AUGLYSINGAKYNNING

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.