Alþýðublaðið - 24.09.1969, Page 5

Alþýðublaðið - 24.09.1969, Page 5
Alþýðublaðið 24. s&ptember 1969 5 Pramkvaandasij6r!: Þórir SKmandssaa Bitstjóri: Kristjin Benl ÓUfisaQ (ábj Fréttutjórí: Sijurjóa Jlhatamm Auglýsinjfastjóri: Sigurjón Arí Si*urjónsson tltgcfcndi: Nýja útgófufólagið Frcnsmiðja AI>ýðul)Ia3sÍna: Rödd Emils Emil Jónsson hefur verið farsæll og tnaustur utan- ríkisráð'herra. Heima fyrir hefuf hann gert m-eðferð þeirra mála frjáislegri og vakið utanríkismáianefnd Aiþinigiis til starfs á ný, en jafnframt undirbúið ýms- ar breytingar á utanríkisþjónustiunni. Hann hefur fyigt fram þeirri eðliiegu stefnu íslendinga að á- stunda vináttu og viðskipti við allar þjóðir, en treysta hvað mtest á nörræna samvinnu og þátttöku í Sam- einuðu þjóðunum, og rækja loks af aliúð hið óhjá- (kvæmilega samstarf um öryggismál við grannþjóðir okkar innan Atlantshafsbandalagsins. Emil situr nú ailsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York, eins og tugir annarra utanríkisráðherra víð's vegar af jörðinni gera. Hann 'hefur ávarpað þing- ið í hinum aimennu umræðum, sem eru ávallt fyrsta atriði á dagskrá þ-ess, er það kemur saman á haustdög- um. Að þessu sinni vakti Emii máis á mikiu hagsmuina- máli íslenzku þjóðarinnar, er hann bien'ti á lífstnauð- syn 'þesis, að þjóðir, sem lifa á fiskveiðum, fen'gju meiri veiðirétt en 12 mílna landhelgin veitir. Hér var enn mlinnt á það réttlætismál, að sérhæfðar fiskveiði- [þjóðir, sem búa á ströndum úthafanna og lifa á auð- legð þeirra, eigi heimtingu á betri aðstöðu til að nýta ffekistofna en aðrar þjóðir, sem af ýmsum sérástæð- um koma upp miklum fiskiflota sem auka-atvinnu- grein. í fyrri ræðum sínum á allsherjarþingúm hefur Elmil rætt um ýmsar hliðar á fiskveiðimálunum, hættuna á ofveiði, mále'fni hafsbotnsins, mengun isjávar og s’itthvað fleira. Hefur hann jafnan minnt á þessi mál og hefur verið eftir því tekið á allsherjiarlþingiunum, en’da mælir Emil þar jafnan af ábyrgð og alvöru, Síðari kafli ræðunnar fjallaði að vanda um hin al- ménnu vandamál, sem til úrliausnar eru á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. í þeim efnum hefur utanríkis- ráðherra íslands jafnan lagt áherzfu á situðning við Sameinuðu þjóðirnar og hvatt aðrar þjóðir til að sam- einast um að s’tyrkja bandalagið, svo að það igi&ti kom- ið að þeim notum við friðargæzlu, stem til var ættazt í upphafi. Enda þótt árangur S>Þ sé á þessu sviði oft (harla lítill, miega þjóðirnar elkki mi'ssa sjónar af fram- tíðinni og verða því að styrkja friðargæzluna skref fyrir skref. , Þannig htefur málflutningur Emils Jónssonar fyrir íslamds hönd verið á alþjóða vettvangi. Hann hefur 'annars veigar minnt á þau málefni, sem okkiur snerta hvað mtest og við höfum mesta þekkingu á, málefni (háfsins, en hins vegar komið fram sem sterkur stuðn- ingsmaður hugSjónar Sameinuðu þjóðannai, hvatt stríðanidi ríki til friðar og bent á feið samninga og samlyndis 1 hvívetna. Emil Jóhsson nýtur ekki aðeins trausts íslendinga, hefdur og vinaþjóðá okkar í vestri og aiuSitrr. Rödd hans hefur verið rödd! sátta og friðar, og þeirri rödd jfylgir án efa hugúr affrar íslenzku þjóðarinnar. □ Samsteypa Citroens og Fiats hafa lát .6 frá sér fara fyrsta sameiginlega bílinn. Nefnist hann A 111 og var sýndur í fyrsta skipti opinberlega í París fyrir stuttu. — BílLmn er knúinn 75 ha. Fíatvél, og hámarkshraði er 155 km. á klst. Þetta er fjögurra dyra bíll, fimm manna cg hvaðútlit snertir sver 'hann sig greinilega í Fíat-ættina. AUKENN FERÐAMANNA- STRAUMUR TIL SOVÉT □ MOSKVTJ. APN — Hluta- félagið Intúrist hefur nýlega haldið upp á fertugsafmæli sitt. Intúrist var lögð sú skylda á herðar að annast móttöku erlendra ferðamanna og fyrir- greiðslu við þá. Strax á fjórða áratugnum óx mjög straumur erlendra ferðamanna til Sovét- ríkjanna, en síðari heimsstyrj- öldin sleit ferðatengsl. Það var ekki fvrr en frá árinu 1055 að erlendir ferðamenn tóku að koma aftur til Sovétríkjanna í auknum mæli og fór þeim fjölg andi með meiri hraða en ferða- mönnum á öðrum leiðum í hinum alþjóðlega ferðamanna- heimi. Meðan tala ferða í heim inum vex í mesta lagi um 15 prósent á ári hefur aukningin í Sovétríkjunum orðið um 30 prósent á ári síðastliðin 13 ár. A síðastliðnu ári einu saman komu ein milljón og sjö hundr- uð þúsund erlendir ferðamenn til Sovétríkjanna og kynntust a.m.k. 100 borgum í landinu. Fjöldi sovézkra ferðamanna sem ferðast til útlanda vex einnig hröðum skrefum. Ferða- menn frá Sovétríkjunum fóru í fyrra til 85 landa. Sovétríkin með sínu einstæða safni minja frá fyrri tímum — frá kirkjunum í Novgorod r.il moskanna í Buhkara, frá haug- um Skýþa á sléttunum til rúst- anna á Krím frá fornöld og frá tímum lýðveldisins Genúa, frá ,B elovéa ikaj a þjóðgarðinum, þar sem vísundar hafa varð- veitzt fyrir kraftaverk, til skóg- arþykknisins Adð pækalvatn, þar sem dýrasta loðdýr í heimi er að finna — en það er hinn svonefndi bargúzín safali, — allt verðskuidar þetta athygli tuga milljóna erlendra ferða- manna. Nú hefur Intúrist skrifstofur í 26 löndum. Með tilliti til vax- andi áhuga á ferðaskintum kall aði félagið saman ráðstefnu í tilefni af fertugsafmælinu, og voru þangað kvaddir fulltrúar frá rúmlega 200 ferðaskrifstof- um í 49 ríkjum. Rætt var um verðlagningu og önnur skilyrði ferðamála fyrir næstu tvö ár. Hlýtt var á yfirlýsingar frá flug málaráðuneytinu, flotamálaráðu neytinu og frá öðrum stofnun- um, sem eiga aðild að ferða- málum erlendra gesta. Hversu fjöldi erlendra ferða- manna fer vaxandi má sjá t.d. af dæmi lýðveldisins Moldavíu. Á síðastliðnum 10 árum hefur. fjöldi erlendra gesta tifaldazt í þessu landi. Á ráðstefnunni töluðu full- trúar ferðaskrifstofa í fjölmörg um löndum. Eins og Viktor Bojtsjenko formaður stjórnar hlutafélagsin's Intúrist sagði, þá er ekki nokkur vafi á því að gagnkvæm skoðanaskipti hinna hæfustu, fulltrúa í ferðamála- heiminum eru til góðs fyrir frekari þróun mála. — i Óhemju magn af járn- I grýti finnst á Grænlandi ! I I I I □ Fundizt hafa tveir millj- arðar tonna af járngrýti á botni Góðrarvonarf jarðar, segir frétta maður Berlinske Tidende í Godthaab. Unnið er nú af full- um krafti að því að rannsaka möguleika á að vinna málm- inn. Málmurinn fannst eftir margra ára rannsóknir á Græn landsströnd. Strax eftir fund- inn voru sendar af stað flug- vélar með málmleitartæki eftir allri strönd Grænlands til að leita að meiru, en án árangurs. Svo virðist sem Góðrarvonar- fjörður sé eini staðurinn á Grænlandsströnd sem járn- grýti er í jörðu. Járninnihald grjótsins er 38—39%, sem er álíka mikið og fæst úr málmgrýtinu á Labrador og í Norður-Kanada. Ef á að vinna málm á þessum stað verður að leggja 85 km. langa járnbraut frá námunni, þangað sem fjörðurinn er ís- laus allt árið. Málmgrýtið verður malað á staðnum og síðan pressað í klumpa. Járninnihald klump- anna verður 60%, og eru þeir fluttir á heimsmarkaðinn. Fyrirtækið, sem að málm- (Fréttir frá Sovétríkjunum) leitinni stendur, „Kryolitsel- skapet Öresund“, hefur einka- rétt á málmleit á svæði, sena nær frá Góðrarvonarhöfn, að Sykurtoppi, og þaðan inn að landísnum. Á þessu svæ*ði hef- ur einnig fundizt kopar. Á mörgum stöðum er já?n- innihald málmgrýtisins mikið, en magnið lítið, á öðrum stöð- um hefur fundizt kopar og’ nikkelgrýti, en þar hefur málm innihaldið verið lítið. Ef allt það, sem fundizt hefur, væri i einni námu, væri gaman að lifa, segja forráðamenn fyrirtæki3- ins. — -t

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.