Alþýðublaðið - 24.09.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 24.09.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðublaðið 24. septemlber 1969 Tiefði verið öllu ólíklegra, að gömlu hjónin, foreidr- ar hennar, þekktu mig, en þessi unga stúlka var greip.i lega vön að fara mikið út. — Það held ég ekki, svaraði ég. Ég þekki engan Halla. Fjóla strunsaði beint inn á bað, og þar hékk hún góða stund og snurfusaði sig og lagaði alla til. Síðan settist húrr inn í stofu og fór að lesa blöðin og það veit sá, sem allt veit, að ekki sýndi hún minnsta lit á að segja mér, hvar „alit væri,“‘ eins og mamma hennar hafði ætlazt til, að hún gerði. Klara og Lúðvík áttu ekki riægileg orð til að lýsa hrifningu sinni yfir handaverkum mínum, þegar þau komu heim, og eftir því, sem dagar liðu, varð ég æ á- nægðari í vistinni. Það var svo árrægjulegt að mega ráða öllu ein á heimilinu og ráðskast með allt eins og maður ætti það sjálfur, án þess að einhver væri að flækjast fyrir manni eins og Munda gerði alltaf ' heima, ef ég vildi reyna að gera eitthvað. En svo leið að helgi, og það var kominn laugardag ur. Þar sem þetta var um sumar, voru þau hjónin bæði heima og Fjóla vann ekki heldur á laugardög- um ,svo að ég hafði ólíkt meira eða réttara sagt öðru vísi að gera daginn þann. Ég þurfti í samráði v:ð Klöru að flokka í sundur þvott og stinga honum svo inn í þvottavélina og taka hann út aftur tilbúinn til strauningar. En mér fórst þetta, þó að ég segi sjálf frá, bæði vel og hönduglega, og ég var mjög ánægð, þótt ég væri jafnframt þreytt um kvöldmatarleytið. Eftir matinn kom Tryggvi í heimsókn. Fjóla var einmitt að búa sig undir að fara út, og þegar ég opn- aði dyrnar, hélt ég, að það væri með honum. — Þú mátt fara núna, Jóa, sagði Fjóla, þegar ég bauð honum inn í stofuna. Klara leit undrandi á dóttur sína. Mér finnst, að við ættum að bjóða Jóu að drekka kaffi hérna með okkur hjónunum og Tryggva, því að það var hann, sem útvegaði okkur þessa perlu okkar. — Jæja, stendur litli fiskurinn minn sig bærilega? spurði Tryggvi brosandi. Eg roðnaði og hljóp fram í eldhús tii að sækja nýjan bolla. Innan úr stofunni heyrði ég bæði Klöru frænku og Lúðvík frænda hrósa mér hástöfum, en ég heyrði líka fussið í Fjólu. Þegar ég kom inn með bollann á bakka, sagði Klara: — Þú hefur gleymt að sækja bolla handa þér, Jóa. Nei, sittu bara kyrr, þínum vínnudegi er lokið, og nú ert þú gestur hjá mér. ( Síðan neyddi hún mig til að setjast í stólinn sinn og hljóp fram til að sækja nýjan bolla handa mér. Hún hellti í bollann og bauð mér sígarettu. Þau voru að ræða geimferðamálin. —Hvaða álit hefur þú á geimferðum Rússa og Bandaríkjamanna, Jóa? spurði Lúðvík frændi, sem sá, að ég sat þarna og skipti mér ekkert af samræðun- ! um. | ► — Hvað ætli hún hafi áhuga á þeim, sagði Fjóla, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Tryggvi hló. Nei, ætli hún viti mikíð um geimferðamál yfirleitt, sagði hann lítilsvirðandi, en samt elskulega, eins og þegar góður faðir talar við litla barnið sitt. — Svo að þú heldur, að ég sé ekki nægilega gáfuð til að fylgjast með fréttunum? spurði ég, og það fauk í mig. . — Það voru ekki mín orð, sagði Tryggvi og smurði sér hafrakexköku. — Hún getur hins vegar dekrað við unga sem gamla, sagði Fjóla illgirnislega. — Eg er alveg hissa, að þú skulir ekki taka að þér elliheimili, t.d,., já, eða barnaheimili. Þar ættirðu heima. — Hún er einstaklega húsleg, sagði Klara frænka eins og til að breiða yfir þessa illgirni dóttur sinnar. — Það er ekki lítils virði að vera húsleg, sagði Tryggvi alvarlegur. — Það eru því miður alltof marg- ar stúlkur nú til dags, sem hugsa um ekkert nema skemmtanir og sem léttustu vinnuna fyrir hæsta kaupið. Ég held, að það sé jafn mikils virði að vera húsleg og geta annazt mann sinn og börn vel. — Ætli það ekki. Nú er ég þér sammála! sagfi frændi hans. Mér varð litið á Fjólu og mig langaði ekkert til þess að stríðið okkar á milli brytist út, svo að ég flýtti mér að segja: — Þið gerið^alltof mikið úr þessu. Og svo reyndi ég að gera eins lítið úr mér og ég gat. — Það er sönn gáfa að vera húsleg, sagði læknir. inn. — Það eru alltof fáar ungar stúlkur nú til dags, sem kæra sig um að hugsa um heimili. Gamla vinkona mín, hún Ingveldur, segir nákvæmlega það sama. Ég hrökk í kút, en ég held, að mér hafi tekizt samt að leyna þessari undrun minni fyrir öllum nema Fjólu, og ég vissi, að Fjóla myndi innan skamms fara að brjóta heilann um það, hvers vegna mér heíði orðið svona bylt við, þegar hann nefndi Ingveldi á nafn. Nú mundi ég eftir því, að Lúðvík læknir hafði oft leitað tjl frænku minnar viðvíkjandi vandræðatelpum og það fór hrollur um mig. Ég var víst komin úr ösk. unni í eldinn. Það var ekkert líklegra en að frænka tæki upp á því að koma í heimsókn einhvern góðan veðurdag og því vafasamt, hvað ég gæti verið hérna lengi. En ég gat vitanlega reynt að fylgjast með því á tali þeirra og beðið um leyfi þann daginn. Annars var ég vön að hjálpa til við framreiðslu á kvöldirr, ef það kornu gestir, og kannski var það ein ástæðan fyrir því, að Klara frænka kallaði mig alltaf perluna sína. Hinar stúlkurrrr hennar höfðu víst viljað eiga kvöldin sjálf, en ég hafði engan stað að fara á, og vissi sjaldnast hvað ég átti af mér að gera annað en lesa. Eg var nýbúin að kaupa mér spænskan diktafón og byrjuð að læra spönsku inni hjá mér á kvöldin, meðan ég saumaði klukkustreng. Ætli frænka og _pabbi hefðu trúað sínum-eigin I I i I i I I I I I I í I I I I I I I l i I I Smáauglýsingar TRÉSMÍÐAÞJ ÓNUSTA Látið fagmann annast vlðgerðir og vlðhald á tréverkl húseigna yðar, ásamt breytingum á nýýu og eldra húsnæði. — Sími 41055, VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggjandi: Brettl — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir á- kveðið verð. — Reynið viðsklptln. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholtl 25, Símar 19099 og 20988. Munið Nýþjónustuna Tek að mér allar minniháttar viðgerðir og klæðningar á bólstruðum húsgögnum í heima húsum. — Upplýsingar í síma 14213 kl. 12— 1 og 7—8 á kvöldin. AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgeröir og uppsetningu á hrein lætistækjurri, frárennslis- og vatnslögnum. Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til leigu litíar og stórar jarðýtur traktorsgrðf- ur og bíllorana, tll allra framkvæmda, lnnan og utan borgarinnar. JarSvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Heimasímar 83882 — 33982. MATUR OG BENSÍN allan sóEarhringinn. VEITINGASKÁLINN, Geithálsl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.