Alþýðublaðið - 24.09.1969, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.09.1969, Blaðsíða 8
8 Alþýðublaðið 24. september 1969 Jarðrask í smáíbúðahverfinu. „Þér eruö eigandi heimæöarinnar...“ □ Reykjavík — HEH. I „Það þarf að skipta um vatnsæðina heim að húsi yðar, áður en við malbikum götuna Þér eruð eigandi heim^eðarinnav — frá miðri götu og inn í hús — og verðið því að greiða kostnaðinn vegna skipta á leiðsi- um, en Vatnsveitan býðst til að framkvæma þetta fyrir yður fyrir 6.000,00 krónur, ef þér viljið. Gjörið svo vel.“ Eitthvað á þessa leið er bréf- ið, sem Vatnsveitan sendi hús- eigendum í Smáíbúðahverfinu, þar sem í sumar hafa staðið yf- ir malbikunarframkvæmdir. Við skýrðum frá því fyrir nokkrum dögum, að þessar fram kvæmdir væru kostnaðarsam- ari en malbikunarframkvæmd- ir yfirleitt, þar sem skipta verð ur um flestar eða allar leiðsl- ur í götunum, áður en þær eru malbikaðar. Sagði gatnamála- stjóri í viðtali við Alþýðublað- ið, að kostnaðurinn vegna fram- kvæmdanna væri um 45 mil- ljónir króna og kvað fram- kvæmdirnar verða svo dýrar vegna þfess að skipta þyrfti urn allar eða flestar leiðslur í göt- unum. Einn af íbúum Smáíbúða- hverfisins tjáði blaðinu fyrir nokkrum dögum, að það væri öldungis ekki Reykjavíkuf- borg, sem greiddi allan kostn- aðinn vegna skipta á leiðslum í þessum götum. Húseigendur yrðu sjálfir að bera kostnað- inn vegna skipta á heimæðum -— vatnsleiðslu frá miðri götu og heim í hús. Kvað hann hús- eigendur grama yfir því, að heimæðarnar væru taldar eign húseigenda en ekki Vatnsveit- unnar, á sama hátt og Hitaveit- an og Rafmagnsveitan og Bæj- arsíminn ættu leiðslur allar heim í mæli í húsunum. Sagði húseigandinn að vegna þessa fyrirkomulags yrðu húseigend- ur fyrir tugþúsunda króna tjóni — ef bilun kæmi í heimæð kannski úti við miðja götu, þar sem þeim bæri að greiða kostn- aðinn vegna viðgerðarinnar. Hver húseigandi við göturn- ar, sem malbikaðar eru í Smá- íbúðahverfinu í sumar, hefur átt þess kost að láta Vatnsveit- una sjá um að skipta um heim- æðarnar fyrir 6.000,00 krónur og hafa margir húseigendur notfært sér þetta eins og gef- ur að skilja. Hins vegar hafa nokkrir, húseigendur við við- komandi götur séð um fram- kvæmdirnar upp á eigin spýtur og hafa sloppið miklu ódýrar frá þeim en hefðu þeir látið Vatnsveituna um þær. Þá kom einn af íbúunum við Akurgerði að máli við blaðið vegna fréttar um furðuleg handarbakavinnubrögð borgar- innar við Skipholt, að víðar en þar sé pottur brotinn. Sagði hann, að við Akurgerði hefðu staðið yfir umfangsmiklar fram kvæmdir að undanförnu og hafi þær gengið afar seint. Þanmg hafi olíubílar ekki komizt að þeim húsum, sem hafa olíu- kyndingu í margar vikur og hafi íbúarnir í húsunum því ekki getað kynt upp, jafnvel þó að mikið hafi legið við. Ekki hafi þó því verið til að dreifa, að unnið væri af kappi, því að oft hafi enginn verið þar við störf heilu dagana. Sem dæmi um handarbaka- vinnubrögðin sagði íbúinn við Akurgerðið, sem orðinn er leið ur á seinagangi þeirra, sem að framkvæmdum standa þar í götunni, að í nokkra daga í sumar hafi nokkrir verkamenn unnið við það í 2—3 daga að færa rafmagnskapal innar í gangstéttina. Mokuðu þeir fyrst niður að kaplinum, færðu hann síðan og mokuðu yfir hann. En tveimur eða þremur dögum síðar hafi komið heill her verka manna frá Bæjarsímanum iil að flytja símakapal einnig inn- ar í gangstéttina. Þeir hafi því mokað aftur upp sömu moid- ina og þeir, sem færðu raf- magnskapalinn nokkrum dög- um áður. „Við stöndum agndofa frammi fyrir þessum vinnu- brögðum", sagði íbúinn við Akurgerðið að lokum. Og er það nokkur furða? —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.