Vísir - 07.08.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 07.08.1970, Blaðsíða 5
V í S I R . Föstudagur 7. ágúst 1970, 5 Markahæsti leikmaöurinn í 9. heimsmeistarakeppninni • var Gerd Muller, Vestur-Þýzkalandi, sem skoraði 10 mörk. Þessi skemmtilega mynd, sein við fengum senda frá IN-Bild i Þýzkalandi, sýnir þýðingar- rhesta markið, sem Muller skor- aði í keppninni — sigurmark Þýzkalands í Ieiknum gejsn ensku heimsmeisturunum. Bobby Moore — nr. sex — sem nú er aftur í fréttum vegna Bogota-málsins fræga, var þama aðeins of seinn að hindra Muller, og Brian Labone og Peter Bonetti eru nánast sem áhorfendur. UnglingajKieistsira- mót Islands Unglingameistaramót Islands i frjálsum íþróttum fer fram á Melavellinum mánudag og þriðju- dag næstkomandi. Þátttaka til- kynníst Þorvaldi Jónassyni fyrir föstudagskvöld. r IBV gegn Fram 12. ágúsf Nú, þegar síðari hluti 1. deild- arkeppninnar hefst með fullum krafti um helgina, eru þrir leikir eftir frá fyrri hluta mótsins; leikir, sem fresta varð vegna verkfallanna í vor. Þaö eru leik- imir Vestmannaeyjar—Fram í Vestmannaeyjum Valur—Akur- eyri á Laugardalsvellinum, og ; Akureyri—Vestmannaeyjar á j Akureyri. Þrátt fyrir tilraunir mótanefndar KSÍ tókst ekki að koma einhverjum af þessum leikjum á nú í vikunni — eins og reiknað hafói þó verið meö. En nú er að minnsta kosti von í, að tveir þessara leikja verði háðir í næstu viku — hver svo sem útkoman á þvi veróur. Mótanefnd hefur ákveö- ið, að leikur Vestmannaeyja— Fram skuli háður miðvikudag- inn 12. ágúst og sennilegt er, að leikur Vals—Akureyrar verði einnig sama dag. Það er þó ekki fyllilega ákveðið ennþá, en alla vega verður reynt að koma leiknum á annaðhvort á mið- i vikudag eða fimmtudag. Akur- eyringar hafa aðeins leikið fimm leiki í keppninni, svo nauðsyn- legt er nú, að skriður komist á leiki þeirra, því þeir verða einn- ig — eins og Keflvíkingar og KR-ingar — þátttakendur i Evrópukeppni í september. Leikið á Akranesi, Reykjavík i 1. deild m Og þá hefst 1. deildar- keppnin af fullum krafti á ný um helgina. — Þrír leikir verða háðir — ■w* einn á laugardag og tveir á sunnudag — í síðari hluta mótsins og svo skemmtilega vill til, að í öllum tilfellum leika lið utan af landi gegn Reykja víkurliðum, og verður að- eins einn af þessum þrem- ur íeikjum háður á Laugar dalsvellinum. Leikurinn á laugardag er á leik- veilinum á Langasandi á Akranesi. og mæta heimamenn þar nýliðunum í 1. deild, Víkingum. Akurhesingar eru i efsta sæti á íslandsmótinu — og töpuðu aðeins einum leik í fyrri umferðinnj og það var ein- mitt í fyrsta leik mótsins, gegn Víkingi á Meiavellinum. Víkingur sigraði með 2—0 og áttu Akurnes- ingar aldrei neioa möguleika i þeim leik. En margt hefur breytzt síðan. Akumesingar hafa verið í inikilli sókn og lið þeirra er nú senni'iega skemmtilegasta liðið í 1. deild, en Vikingar eru hins vegar á niðurieið og sýna oröið litið af þeirri knatt- spyrnu sem gerði þá að einu skemmtilegasta liðinu fyrst í vor. Ailar líkur eru því á, að Akurnes- ingar auki enn viö forskot si.tt í 1. deild í þessum leik, en þó ber að hafa í huga að þeim hefur yfirl. gengið heldur illa með Viking, eins og úrslitin í vor gefa reyndar til kynna. En það kæmi þó mjög á ó- i vart ef Víkingur fengi stig út úr þessum leik. Þetta verður fjórði heimaleikur Akurnesinga, þeir hafa unnið tvo, gegn Keflvíkingum og Vestmannaeyingum en gerðu jafn- tefli gegn KR. AKUREYRI—K.R. Akureyringar leika sinn fyrsta leik í síðari umferðinni á heimavelli sínum kl. fimm á sunnudaginn og fá KR-inga í heimsókn. í fyrri leik þessara liöa varð jafntefli 1—1 á Melavellinum, en þaö var fyrsti leikur liðanna í mótinu. Akureyr- ingar byrjuðu því nokkuð vei, en hafa hins vegar ekki staðið við þau fyrirheit, sem þeir þá gáfu, og að- eins hlotið tvö stig síðan — og það í lélegum leik gegn Víkingii Það er alltaf mikill viðburður á Akureyri, þegar. KR-ingar koma í heimsókn, og yfirleitt hafa Akureyringar stað- ið sig allvel gegn KR í leikjum nyrðra. Hver úrslit verða nú er ekki gott að segja, en það merki- lega er, að Akureyringar hafa tap- að báðum þeim leikjum, sem þeir hafa leikið á heimavelli sínum í sumar — gegn Akranesi og Fram — svo þeir þurfa heldur betur að Bilskúrsjárn fara að sýna Norölendingum sitt rétta andli.t. FRAM—KEFLAVÍK. Og þriðji leikurinn verður á Laugardalsvelli, og þar mætast ; Fram og Keflvíkingar. Þetta ætti að geta oröið skemmtilegur leikur. í fyrrf leiknum >— í Keflavík — sigruðu heimamenn í jöfhum og tvísýnum leik með oddamarkinu af fimm, og voru leikmenn Fram ' engan veginn ánægðir meö þau úr- slit. Þetta er aðeins annar leikur . islandsmeistaranna frá Keflavfk í Reykjavík í sumar, og sá fyrsti, sem • liðið leikur þar á grasvelli. í fyrri umferðinni léku Keflvíkingar aðeins einn leik í umferðinni — gegn Vík- ingi — og sigruðu örugglega 3—0. Bæði iiðin eru að berjast í efstu sætunum í mótinu óg hvert stig er þvi dýrmætt. Leikurinn hefst kl. átta. Einstaklingar — Félagasamtök — Fjölbýlishúsaeigendur ÞAII ENDAST VON ÚR VITI WILTON-TEPPIN Ég kem heim til yöar með sýnishorn og geri yöur ákveöið verötilboö á stofuna, á herbergin. S stigann, á stigahúsið og yfirleitt alla smærri o« stærri fleti.' ÞAÐ KOSTAR EKKERT AÐ HRINGJA I SlMA 3 1 283 EN ÞAÐ BORGAR SIG DANIEL KJARTANSSON Sími 31283 I.P.A. BÍISKÚRS- HURÐAJÁRNIN komín Hagstætt verð. Pantanir óskast sóttar. Hannes Þorsteinsson, heildverzhm. Hallveigarstíg 10. Símar 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.