Vísir - 07.08.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 07.08.1970, Blaðsíða 9
< r $ I * . Föstudagur 7. ágfet MTC. játkar hneykslast á og kalla öllum ljótum nöfnum eins og spillingu, hneyksli og kommún- isma. Slíkt eru fomeskju og öifga dómar, hið merkilegasta er þvert á móti, að ungu uppreisn- arseggimir geta ekki vikið sér undan að bera ábyrgð, þegar þeir komast í áhrifastöður og em þeir þá á hinn bóginn líka sakaðir «m svik við málstað- inn af g*mlum félögum sínum. þessarar sóknar uppreisnar- seggja inn í áhrifastöður heifur nú í fyrstu lotu elnkuro gsett í skólamálum og yfirhöf- uð í þeim stofnunum, sem starfa í tengslum við háskólana. Hvar vetna hafa orðið breytingar á stjómarfari háskóla. Stúdentar hafa sjálfir fengið sterka hlut- deild f stjóm háskólanna sem háæruveröugt myglað prófess- oraréð hafði áður einræðisvöld í. Menn sem áður vom hlynntir eða jafnvel beinir þátttakendur í stúdentauppreisnum stíga nú jafnvel upp f rektorsstöður við áður svo háæmverðuga háskóla. Eitt frægasta dæmið um það er nýleg skipun rektors við splunkunýjan háskóla, sem ver- ið er að stofna í Brimum í Þýzkalandi. Til starfans var val inn ungur maður, sem hafði ver ið þátftakandi f uppreisnarhreyf ingu stúdenta. Það tækifæri, sem hann fær þama er nærri ein- stakt, að geta mótað þama nýja menntastofjiun alveg frá grunni og er nú fyigzt með þvi aff mikilli athygli, hvemig hon- um tekst til að sameina hinar nýju hugmyndir um frelsi við ábyrgðartilfinningu og óhjá- kváemilega stjómsemi. Ef til vill er það skylt þessu hér á Islandi, að maður sem vit að er. að hefur mjög róttækar þjóðfólagsskoðanir og tekiö per sónulega þátt í mótmælaaðgerð nm hefur nýlega verið skipaö- ur rektor við hinn nýja mennta skóla á ísafirði. Slíkt hefði tæp tega gerzt eða getað gerzt fyrir svo sem 10 árum og er þetta kannski óbein afleiðing af stúd entaólgunni bæði erlendis og hér heima. Ctúdentauppreisnin hefur víða um lönd birzt í marg víslegum myndum. Mörg þess- ara sviðsatriða eru ærið ljót og fcryllingsleg og verka mjög frá- hrindandi á hinn rólega lög- hlýöna borgara. Hún hefur birzt í mótmælaaðgerðum, sem fyrii nokkrum árum hefðu verið tald ar óhugsandi. Hún hefur birzt i setuverkföllum, innrásum í há- skólabyggingar og opinberar skrifstofur, hún hefur komið fram f mótspyrnu við lögreglu, eggjakasti, grjótkastr og götu- bardögum. Því verður heldur ekki í móti mælt, að í agaleysi hennar hefur skemmdafýsn og glæpahneigð stundum fengið út rás, Þar hafa brennuvargar og jafnvel morðingjar stundum get* að skriðið í skjól. I hópnum hafa slæpingjar og ræflar g«aö þótzt miklir menn. Allt slíktSlet ur svívirðingarblettl á hreyfing una í heild, og gegn þvi þurfa allir að ve»a á verði. En að þvi veröur að gæta, að þar sem stór Sltök fara fram, hvenær og hvar sem var í sögu mannkynsins, hafa glæpahneigðir oi't iosnað úr læðingi. Það verður ekki við það ráöið, þó að gnesti í steini, þegar skeifan skellur á hann, en þaö þarf ekki að ráða ferð- inni. Skemmdarverk þau sem hafa t. d. verið unnin á bygging um bandarlskra háskóla nema milljarða verðrnætum og viðgerð arkostnaöur er nú svo þungur baggi á þessum skólum, að það standur þeim beinlinis fyrirþrif um og gerir örðugt um vik að koma í framkvæmd ýmsum úr- bótum, sem standa fyrir dyrum. Hitt er svo annað mál_ að stúdentahreyfingin í heild hefur tekið upp nýjar útbreiðslu. og baráttuaöferðir, sem hefðu þótt hneykslanlegar fyrir nokkrum árum, en veröa nú að teljast aðeins þáttur í breyttum viðhonf um samtímans. Tökum sem dæmi, að þeir telja sér heimilt að rýðjast inn í opinberar skrif stofux og heimta persónuleg samtöl við stjómendur og jafn- vel ráðherra. Þetta er auðvitað algert brot á hinum gömlu regi um sem við áöur héldum, að mæta stilltir og bljúgir á við- talstíma og biða lítillátir eftir því að hurðin að herbergi há- yfirvaldsins opnaðist og hneigja okkur auðmjúklega um leiö og gengið var inn. Það má vera, að unga fólkiö trufli starfsreglu á opinberum skrifstofum með þessu framferði, — en þaö ger- ir melra um leið, það minnir á það, að þessir voldugu emb- ættismenn og ráðherrar, sem sffellt hafa verið að fjarlægj- ast fólkið í meiri embættishroka og tignardrambi, eru þegar allt kemur til alls ekkert nema laun aðir þjónar þjóðarinnar og fólksins. pin er sú stefna, sem þorri alls Þessa uppreisnarhóps kennir sig viö og Jftur stund- um út fyrir aö vera nokkurs konar samnefnari þeirra. Og þar er, að þeir kalla sig sósíal- ista og bera flestir fyrir sér rauðan fána sósíalismans. Séu þessar hugmyndir þeirra skoö- aðar í ljósi.gildandi flokkaskip- unar, verður þó mjög vafasamt, hvort þeir geta raunverulega kallazt sósíalistar, eins og það hugtak hefur verið skilið. Svo mikið er víst, að gamlir komm- únistar og gamlir jafnaðarmenn geta ekki fallizt á þá, heldur fyrirlíta þá fyrir stéfnuíeysið og kalla þá anarkista. Eins og fyrr segir er erfitt að henda reiður á þessu. Það er staðreynd sam- tímans, aö hin gamla sóslalisma stefna hefur beðið skipbrot i einræðisríkjum Austur-Evrópu og einnig l margháttuðum mis- tökum í ríkisrekstri á Vestur- löndum. Það kemur Þvf æöi kyndug- lega fyrir sjónir, að unga fólkið skulf nú rísa upp að nýju hóp- um saman og kalla sig sósíal- Ista. Þangað til þetta er athugaö nánar, og það kemur í ljós, að þeir skilja nú alit annað út úr hugtakinu. Þeir gefa ekki leng ur loforð um neitt endanlegt og fullkomið sæluriki, Þeir gera yf irhöfuð engin loforð enga alls- herjarlækningu og vita sára lít ið hvað þeir vilja, af því að sósíalisminn hefur einmitt beð ið skipbrot. Á hinn bóginn tina þeir fremur upp ýmis gull korn úr aiþýðuhreyfingu sósfal- ismans ög beita þeim í ails- heriargagnrýni sinni á því þjóð félagi, sem við búum við I dag. Ég hallast því heldur að þvi að sósialismi sá sem þessir ungu menn bera á vörunum, sé meira baráttuaðferö gegn göllum og spillingu rlkjandi þjóðskipulags heldur en nokkur þjóðhagsleg stefnuskrá. Þannig getur þetta líka komið að gagni, og þann- ig þurfa menn að notfæra sér það til að skoða umhverfi sitt og þjóðfélag gagnrýnisaugum og þaeta úr þvf sem aflaga er. Um þessa miklu stúdenta hreyfingu f heiminum má ræða frá ýmsum sjónarhornum, og er það ætlun mín að gera það í nokkrum næstu greinum, eftir því sem tími vinnst til en máske líka inn á millj um önnur heims mál sem koma á hverju sinni. Þoreteinn Thowrensen 9 * íslenzk minkarækt er nú orð- • in að áþreifanlegum raunveru- J ieika. Tvö fyrirtæki eru þegar • komin svo Iangt á legg, að þau ' hafa komið sér upp minkabúum og hafa flutt inn minkana í þau. Annað er Loðdýr hf., sem reisti sér bú í Lykkju á Kjalar- nesi, eins og kunnugt er orðið, en hitt er Pólarminkur hf., sem t fékk sfn fyrstu dýr, 2000 minka, J á þriöjudag. J Pólarminkur hf. hefur komið « sér upp búi að Skeggjastöðum * í Mosfeilssveit, og hafa þar ver ið byggðir tveir 550 fermetra timburskálar til að hýsa búrin, en íbúðarhús er þar fyrir hendi frá því, að þarna var búskapur, Blaðamenn Vísis, sem lögðu leið sína upp að Skeggjastöðum í fyrradag,' urðu þess áþreifan- Iega varir, að umbúnaður er þama við það miðaður, að ekki sleppi kvikindi út eða inn —• nema þá fuglinn fljúgandi. Urðu þeir að ganga í gegnum tvöföld hlið og girðingar, áöur en þeir . komust að skálunum, þar sem minkamir eru svo geymdir í búrum. 11 „Það verður ekki annað sagt, en að á þessu sé hinn vandað- asti frágangur," sagði Sveinn Einarsson, veiöistjóri, sem hef- ur af hálfu bins opinbera eftir- lit með því, að öllum kröfum um öryggisráðstafanir við minkarækt sé fullnægt, og var einmitt að ljúka eftirlitsferð um búið, þegar okkur bar að. Inni í öðrum skálanum hitt- Hvort sem minkurinn er af tegundinni Stand- ard, Pastel eða Jet, elns og á Skeggjastöðum, þá er hann jafnhugafiur og grimmur. Hann hræðist ekki manninn, þótt hann kannski virði hann sem ofjari, heldui snýst gegn honum með kjafti og klóm. Starfs- mennirnir verða að um gangast hann mefi þykka skinnglófa ð höndunum. Minkabú nr. 2 komið á legg Hár stofnkostnaður seinkar framgangi minkaræktar r. >.: um við ungan mann, Helga Sig- fússon að nafni, sem gekk á milli búranna, ýtandi kerru á undan sér. sem í var einhver rauður grautur. Sletti hann á hvert búr vænni sieikju af fóðri þessu. „Það er einhver munur á þessu fóðri og gula mjölinu, sem Norðmennirnir uröu að fóðra sfn dýr: &,'■!. sagði.Tíelgi, sem síöastliðna 10 mánuði hef- ur starfað við Sandefarmen, i Noregi til þess að kynna sér minkarækt, „Þeir voru í mestu erfjðleikum viö öflun fóðurs og uröu að flytja þetta að langar vegalengdir. Var varla nokkurt efni í fóðurblöndunni nýtt, held- ur flest búið að liggja lengri tfma f frysti," Helgi er lærður búfræðingur, en það var einmitt á Hvanneyri, sem áhugi hans á minkarækt vaknaöi, og þegar svo fyrirsjá- anlegt var orðiö, að hér yrði stofnað til minkaræktar, fór hann út, eins og reyndar fleiri ungir menn, sem geröu sér grein fyrir þvf, að hér yrði þörf fyrir menn, sem lært höfðu til verka við minkabú. Meðan Helgi var hjá Sandefarmen i Noregi, voru fjðrir aðrir íslend- ingar honum samtímis þar i sömu erindagjörðum, Stofnun minkabúa hefur geng ið ögn hægar en menn kannski imynduöu sér að yrði af áhug- anum, sem ríkti á slíkum rekstri, um það leyti, sem loð- dýrarækt var leyfð meö lögum frá Alþingi. pn það eru eðlilega ýrriis vándamál, sem rýðja þarf úr'vegi, áður en minkabúi hefur verið komið upp. kfestm; vand- inn er þó fjárfestingarkostnáð- urinn, sem er gffurlegur. „Pólarminkur hf. var stofnað 1965, þegar menn væntu þess, að Alþingi leyföi minkarækt. Upphaflega var hlutaféð 3 millj- ónir króna, og hafði stjórnin heimild til þess að hækka það upp í 4 millj. Nú er hlutaféð orðið 6 milljónir kr., sagði Páll Ásgelr Tryggvason, stjómarfor- maður félagsins, þegar við tók- um hann tali. „Við gengislækkanimar hækk aði stofnkostnaðurinn um 104% og bara dýrin ein, þessir tvö þúsund minkar, sem komu um daginn, kosta um 3 milljónir, Hvor skálinn um sig kostar um rúma milljón, og er þá engan veginn allt búið, því að við þurfum innan tíðar að bæta við okkur 3 skálum til viðbótar. Fyrir mánaðamótin júní/júií næsta ár, þurfum við að skilja ungana, sem þá verða komnir, frá læöunum og þá þurfa skál- arnir aö vera tilbúnir. Stofnkostnaður hjá okkur er líka öllu hærri en t, d. hjá Norömönnum, þar sem hér eru gerðar strangari kröfur til ör- yggisráðstafana, og eins þurf- um við veðráttunnar vegna, að hafa húsin rammbyggilegri. Hér gerir ofsarok, og skafrenning- urinn og kuldinn á veturna gæti orðið dýrunum skeinuhættur. Þess vegna höfum við húsin alveg lokuð, sem er öfugt við norsku húsin, en þau eru eigin- lega varla annaö en skýli með þaki, en opnum hliðum,“ sagði Páll. „Þrátt fyrlr þennan hærri stofnkostnað erum við vongóðir um samkeppnisaðstöðu okkar, vegna trúar okkar á því, að við getum aflað okkur ódýrara fóðurs, eins og sláturafganga, sem sláturhúsin hafa fram til þessa fleygt. Eins ætti okkar fóður að vera kjarnbetra, þar sem það er minna geymt og nýrra,“ sagöi Páll að lokum. GP. WKKm Helgi Sigfússon, starfsmaður minkabúsins að Skeggjastöðum fóðrar minkana, sem geymd- ir eru í rööum *f búrum iimi f 550 ferm. skálum. SkáJarnir eru innan rammgerðrar girfi- Ingar. ft

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.