Vísir - 07.08.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 07.08.1970, Blaðsíða 16
 rw^r VISIR FostuðagHr 7. ágúst 1970. Gott veður eins og í dag laðar rnargan í bátsferö Ut á sundið og út' í Viðey. Þessi mynd var tekin, þegar Hafsteinn Sveinsson var aö S iytia einn hópinn úr Viðey í 1 land en hann heldur uppi fólks- flutningum milli lands og eyjar i fram á kvöld. í fyrstu vikunni ‘ flutti hann um 2000 manns á milli, - en veðrið undanfama daga dró úr ferðastraumnum. — Flugleiðir kaupa sina fyrstu vél Nýtt flugfélag hefur ver ið stofnað í Vestmanna- eyjum. Nefnist það Flug leiðir hf. og eru eigendur þess „nokkrir útgerðar- menn og skipstjórar í Eyjum“, eftir því sem framkvæmdastjóri fé- lagsins, Hallgrímur Hall grímsson, flugmaður, tjáði Vísi. Raunar er flugfélag þetta ekkert stórveldi enn, þeir eiga eina flugvél bg kom sú til lands- ins í fyrradag. Hún er brezk og heitir Piper Apache, tveggja hreyfla og getur tekið fjóra far- þega í sæti. Flugfélagið er ekki beinlínis stofnað til að veita Ff sam- keppni, heldur fremur til að bæta ástandið í sjúkraflugi þar í Eyjum. Sagði Hallgrímur að brýna þörf bæri til að hafa sjúkraflugvél staðsetta í Vest- mannaeyjum, en einnig væri fyrirhugað að nota nýju vélina til leiguiflugs. . Haligrímur bjóst við að það myndi ekki kosta meira aö fljúga með Flugleiðum en meö venjulegu áætlunarflugi. og eflaust væri hagræðing mikil fyrir margan eyjaskeggjann og fleiri að geta leigt flugvél og flogið á örfáum mínútum upp á sand. Bjóst Hallgrímur við að talsvert yrði að gera við að skjótast með fólk að Hellu og upp á Skógasand. Piper Apache er vinsæl flug- vélartegund jafnt til leiguflugs sem kennsluflugs. Verð hennar er nú ein og hálf milljón. Hall- grímur bjóst við að hann reyndi að fá vélina skráða hjá loftferða eftirliti í dag og síðan demba sér út .f Eyja'flugiö — þjóðhátíðin framundan og eflaust nóg að gera. — GG t I I v - , " , >. • ••• ' , Bíllinn flaut undir brúna • Fjórir Bandaríkjamenn lentu ; illilega ofan í hvarfi á Norður- ! landsveginum í gær. Þeir voru á leið norður og er þeir voru komnir afi . Fomahvammi í Noröurárdal nrissti ökumaðurinn stjóm á bílnum rétt • við brúna yfir Norðurá og flaug bíllinn ofan í ána, valt og rann ' síðan á toppnum undir brúna. Mennina sakaði ekkert og bfl- inn næsta lítið. Mun farangurinn á toppum hafa variö bfliim vel og komið í veg fyrir slys. Fólk í Fomahvammi sagði að að keyrslan að brúnni væri stórum varasöm, því hvarf væri í veginn ! rétt við brúna og vegurinn sjáifur holóttur mjög og beinlínis erfitt að hemja þar bíla á veginum. —G6 i Til íslands komu i júlí 11.774 Uendingar. Á sama tíma komu til andsins 3.017 íslendingar, sem ibfðu brugðið sér út fvrír land- cteinana. Af má ráða, að erlendir terðamenn, sem hingaö koma hafa verlð um fjórum sinnum flelri en peir íslendingar, sem ferðuðust úr landi og sneru helm 1 júlí. Bandaríkjamenn eru fjölmennast ifiíi þessum hópi, eða 3:268, Bcetar 1.725, Þjóöverjar 1.541 og Danir 1.457. Þá koma Svíar, 756, Norö menn 586, Frakkar 565 og aðrir minna. 1 hópnum eru menn frá jafnfjarlægjum löndum og Hong Kong, Nýja Sjálandi, Kína, Japan, Indónesíu og Indlandi, Eqvador og Perú. Alls frá 51 landi. Langflestir komu með flugvélúm eða 11.376. —HH Það verða mikil viðbrigði fyrir Reykvíkinga og aðra að aka til og frá borginni þegar þessi glæsi- íega hraðbraut kemst í gagnið. Eins og sjá má er vegargerðin langt komin og ekki er langt í land með að tengja veginn fyllilega brúnum yfir EHiðaárnar sem sjást í baksýn. — Samkvæmt upplýsingum vegamálastjóra fyrir skömmu verður þessi vegur tengdur Vesturlandsveginum nýja mjög bráðlega og síðan malbikað upp undir Úlfarsá í haust. —GG komu í júlí 7 brunaköll síð- asta sólarhring SLÖKKVILIÐIÐ var sjö sinnum I kvatt út vegna eldsvoða síðustu i 24 klukkustundimar, en þar af var fjórum sinnum kallað í það | f nótt. Tjón varð þó óverulegt í öll skiptin, því að eldarnir voru fljótlega slökktir eða þá að um var að ræða skúrabyggingar, sem ekki vom mikil verðmæti í. Skúrræfill 1 Mosfellssveit brann til kaldra kola, en hins vegar tókst * að slökkva eldinn í skúr, sem , kviknaði í, við Sogamýrarblett í i gærkvöldi. í einu tilfellinum i | nótt hafi gleymzt pottur á elda- : vél og rauk frá honum, en skemmd ir urðu litlar sem engar. í' Milli kl. 2 og 3 í nótt var slökkvi . liðið kvatt að íbúðarhúsi við Suð urlandsbraut, en maður, sem bjó í húsinu, varð eldsins var og | gerði viðvart. Hafði kviknað í i •'eymsluherbergi, sem í voru J ’eymd sængurföt og annað eld- imt dót. En helzt leit út fyrir, að kviknað hefði í út frá logandi sígar ettu eða eldspýtu. Maðurinn, sem var einn í húsinu, var ölvaður, og gat litlar skýringar gefið á því, hvað komiö hefði fyrir. Var eld- urinn slökktur, áður en hann náði að breiðast út í íbúðina. — GP Síöasta Flughjálpar- vélin komin til Perú Fimmta og síðasta flugvélin, sem Flughjálp gaf Perústjóm kom til Perú í gær og eru þá allar flug- vélamar fimm komnar 1 hjálpar- flugið í Perú. Magnús Guðbrands son var flugstjórinn í þessari síð ustu ferð, en hann flaug einnig fyrstu flugvélinni utan. — VJ 11.774 útlendingar Tilboð í olíumalar- lögn í Kópavogi opnuð — lægsta tilboð i Auðbrekku 2 milljónir 88 þúsund krónur Tilboð í olíumalarlögn á Auð- brekku í Kópavogi frá Dal- brekku og inn í gegnum iðnað- arhverfiö voru opnuð s.I. mið- vikudag. Lægsta tilboð var frá Magnúsi Jóhannssyni, 2 milljón- ir 88 þús. kr., en alls bárust fjögur tilboð samkvæmt upp- lýsingum bæjarverkfræðingsins í Kópavogi, Ólafs Jenssonar. Einnig hefur verið auglýst eftir tilboðum í lagningu slitlags á Kársnesbraut frá Urðarbraut og út á Nes. Tilboðin áttj að opna kl. 11 í morgun, en Ólafur sagði að 6 eða 7 heifðii tekið útboðsgögnin. Tilboðin verða síðan lögð fyrir fund í bæjar- ráði eftir helgina, og þá yænt- anlega ákveðið hvaða tilboðum skuli tekið. — ÞS ® íslenzkur tmirk- oður11 opnuður formlegu á ntorgun — veltan á dag 3-4O0 j þúsund krómrr • Á morgun verður fortnSega opnuð verzlunin „íslenzkur markaður“ á Keflavíkurfiugvelli. Vísir ræddi við Pétur Pétursson, forstjóra hennar, og tjáði hann okkur að verzlunln gengi ágætlega hjá þeim — mikii sala væri í skinna vörum og ullarvörum og veltan þetta 3 tii 400 þúrund kr. dagiega. Þó. s’agði Pétur að verzlunin missti talsverð viðskipti vegna veðurs, þannig að farþegar færu þá ekki út úr þeim flugvélum sem millilentu á KeflavíkurvelM — eða væri bannað það.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.