Vísir - 07.08.1970, Blaðsíða 13

Vísir - 07.08.1970, Blaðsíða 13
VT5M R . Fostudagur 7. ágffsT íw», flestir virðast gleyma að roskið fólk Tízkukóngar hafa oft verið gagnrýndir fyrir að framleiða fatnað, sem einungis tággrannar unglingsstúlkur geta borið. Feit lagnar konur og eldri konur hafa orðið algerlega útundan. Nú á seinni árum virðist þó vera farið að hugsa öriítið um eldra og feitlagnara fólk, og í ár er greinilegt að unglingadýrkun in er mjög að þverra. Klæðn- aöurinn sem almenningur í dag velur sér, er yfirleitt fremur vfður, einfaldur og sýnir ekki mjög* mikið af líkamanum. Sömuleiðis er stutta tízkan á undanhaldi, svo að konur eru ekki lengur gamaldags, þótt þær gangi i pilsum niður á kálfa. Efnin eru hlý og mjúk mjög hentug fyrir fólk sem komið er yfir táningaaldurinn. Þessi fatnaður, sem mest ber á f dag, er sem sagt ekki fyrir ákveðinn aldursflokk eða þyngd ahflokk. Skyrtublússukjólar og buxnadragtir eru mjög klæði- legar flíkur, ekki síður fyrir rosknar eða feitlagnar konur en fyrir táningana. Hér á síð- unni sjáum við nokkrar útgáfur af fallegum tízkuklæðnaði og sýningarfólkið er ekki tvítugt og tízkuskólagengiö, heldur er það komið undir sjötugt. Þessi fatnaður sem það klæðist, er eiginlega „aldurslaus", enda sjá um viö að hann klæðir þetta roskna fólk mjög vel. Við sjá- um skyrtublússukjóla, síðar peysur, kápur með hettu, úlpu og buxnadragt, allt jafnklæði- legt á móður, dóttur og dóttur dóttur. Og það eru ekki bara full- orönu konumar, sem geta geng. ið í tfzkuklæðnaöi. Við sjáum safarijakka á þessum roskna herramanni og það getur víst enginn neitað því, að hann vng ist' um áratugi við að klæöast þessum fatnaði. Þykkar, síðar peysur eru líka mjö.g hentugar fyrir roskinn karlmann og sömuleiöis úlpan meö sjóarasniö inu? Ef til vill fær einhver hug mynd að gjöf handa ömmu eða afa við að skoða þessar myndir, en við verðum þó að minna á, að þvi miður vantar mikið á, að algilt sé að roskið fólk klæðist svipaö og þau sem viö sjáum hér á myndunum. Fjölskvldan og Ijeimilid i „Sástu til mín?“ Það brá fyrir áreitni í röddinni, án þess Elie gerði sér þó grein fyrir því. „Ekki með vissu. Mér þótti sem ' ■ ég sæi einhverja hreyfingu fyrir innan gluggatjöldin. Á meðan ég i ' var að finna lykilinn minn, leit ég inn um skráargatið, og það ; var enginn á ganginum." Elie starð; á hann án þess að | “ mæla orð, og það var sá rúm- enski, sem virtist eiga í vandræð um með aö koma orðum að því, »3m hann vildi segja, því að hann stamaði og hikaði. „Hvað varstu að gera?“ v Og það var engu líkara en | hann óttaðist svarið. „Ég stal bita af tyrkneska sæl gætinu", hreytti Élie framan f hann um leið og hann reis úr sæti sínu. Enn Iét hann ekki verða af þvi að kveikja. „Þú áttir ekki það eitt erindi." Nú beið hinn þess sýnilega að hann viðurkenndi að hann hefði verið að svipast þar um eftir pen mgum. Tilhugsunin hlevpti ólg andi reiði í Elie, en rödd hans var þó tiltölulega róleg, þegar hann svaraði: „Ég las bréfin þín. Bréfin frá móður þinni. Það var til þess, sem ég laumaði inn í herbergið þitt eins og þjófur. Sælgætismol ann tók ég einungis til að breiða yfir það fyrir sjálfum mér. Ég Ias bréfin. Vflt-u að ég lofi þér að heyra hvað í þeim stóð?“ Michel svaraði hvísllágt og • næstum óttasleginn, en hafði ekki augun af hinum f rökkrinu: „Nei“ Hann hafði ekki búizt við slíkri geðshræringu, ekki heldur því, sem hann skynjaðj að lægi á bak við orð pólska piltsins. „Það var þetta, sem ég stal frá þér. Því aö ég stal frá þér. Þú skilur það ekki. Það skiptir ekki máli Andartaki síðar komstu til mín og vildir gerast vinur minn. Þá vissirðu þetta. Reyndar ekki um bréfin. Þú hélzt, að ég hefði farið inn í herbergið til að stela peningum. Vegna þess að ég er fátækur, og ef til vill hungraður. Vegna þess aö ég geng enn I sömu gömlu fötunum og ég átti í Vilna. Þú vildir fá að taka í hönd mér. Þú kenndir í brjóst um mig.“ Michel hreyfði sig ekki, en kreppti finguma að borðrönd- inni. „Ég hef ekki neina þörf fyrir peningana þína og enn síður fvrir meðaumkun þína. Ég get komizt af án vkkar allra, ég þarfnast hvorki þín. frú Lange, né , . .“ Hann var að því kominn að nefna nafn Louise, á svipaðan hátt og reiður maður tvinnar sam an nafn guðs og djöfla sér til útrásar. Hann þarfnaðist Louise ekki 13 heldur. Hann hafði aldrei þarfn azt kvenmanns. „Þú varst að leita ráða hjá mér af tungumýkt þinnL enda þótt þú vissir hvað gerzt hafði. Ég er viss um að þú hefur dreg- ið út skúffurnar, þegar þú komst inn í herbergið, til aö fuilvissa þig um ....“ „Ég leit ekki ofan í skúffurn- ar.“ „Ég Ias bréfin.“ „Það vorú ekki nein lejmdar- mál í þeim.“ „Ég stal frá þér.“ Hann tók snöggt viðbragð, eins og maður, sem freistar að kom- ast úr sjálfheldu, kveikti Ijósið og þeir störðu hvor á annan í miskunnarlausri birtunni, báðir jafnskömmustulegir, vöruðust að horfa hvor í annars augu eins ob fvrir sameieinlega sekt. Það var ekki einungis að rökkrið væri horfið. Það voru líka viss geðhrif sem höföu gripið þá andartak og síðan horfið og skil ið þá eftir þrotna að allrj hugs- un; allt var sagt, ekkert til að taka sér fyrir hendur, svo þeir stóðu þegjandi og hreytfingarlaus- ir. Þegar Elie loks hreyföi sig, var það til að bæta kolum á eldinn óg skara i hann, og síðan leit hann á klukkuna. Michel hreyfði sig hins vegar ekki, en varð fyrri til að rjúfa þögnina. „Ég vildi gjarna vera vinur þinn“, sagði hann og lagði á- 1 herzlu á hvert atikvæði. „Þrátt fyrir það, sem ég hef ! játað fyrir þér?“ „Þrátt fyrir það“. „Ég vildi óska að ég hefði ekki játað neitt". „Þess vildi ég ekki óska. Ég < þekki þig betur fyrir bragðið. i Kannski þekki ég þig enn betur ‘ áður en lýkur“. „Til hvers ætlastu af mér?“ „Einskis. Þú hjálpar mér ein- ' ungis viö að venjast hlutunum". Elie næstum spurði: „Hvaða hlutum?“ , En hann vissi svarið. Michel j þurfti bersýnilega að venjast um hverfinu. Sér í lagi þurfti hann *. að venjast lífinu. I einu af bréf ; unum hafði hann Iesið setnlngu, . sem afhjúpaði margt: „. Ef faðii binn vissi að ég ’ skrifaði þér annan hvern dag og i færi með þig eins og barn . Tvö stór og dökk augu, líkt og t hundi sem leitar húsbónda störöu á hann og ef til vill var : það nú hann. sem hafði ástæð; > til að kénna meðaumkunar, eða var þaö löngun til að verða yfi> , sterkari? „Við gætum reynt“, sagði hann og leit undan. ! Og Rúmeninn brá á gaman, rétt eins og drengur sem reynir ,að smokra sér úr vandræðum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.