Vísir - 07.08.1970, Blaðsíða 6

Vísir - 07.08.1970, Blaðsíða 6
6 V151U . FTTstudagur 7. ágOsf 1970. Fengu verðlaun í 1 vor var dregið í getrauna- • samkeppni. sem LKL Öruggur 'akstur og bamablaðið Æskan , efndu til á sl. vetri. Börnin voru látin svara 30 spurningum, og reyndust tæplega 600 böm hafa rétt svör. Auk feröar til Akureyrar, fengu hinir hamingjusömu verð- launahafar. verölaun, sem hér seg ir: ' Kölbrún Bergþórsdóttir, Reykja vik 1, verðiaun. Vandaö reið- hjól með öllum útbúnaði. Þurlður Pálsdóttir 2. verölaun. Tvö tlu daga námskeið við sum arlþróttaskólann aö Leirá I Borg arfirði, og Jónína G. Guðbjarts dóttir, Isafirði, Unnur Sigríöur Einarsdóttir, Reykjavík og Magnús öm Stefánsson, Sel- fossj 3.—5. verðlaun, sem var vandaður alkiæðnaður (peysa, buxur skór og kuldaúlpa) frá verksmiðjum Sambands ísl. samvinnufélaga á Akureyri. Nýlega flaug hópurinn norður til •Akureyrar ásamt þeim Baldvin í>. Kristjánssyni, félagsfulltrúa frá .Samvinnutryggingum og Finnboga Júiíussyni, útbreiðslustjóra hjá bamablaðinu Æskan. — Skoðaöir voru helztu staðir á Akureyri, á- 'samt starfsemi fataverksmiðja SÍS á Akureyri, Börnin tóku á móti sínum fataverðlaunum, en aðrir 'verðlaunahafar höfðu tekið á móti 'sínum verölaunum I Reykjavík. — “Gist var á Hótel KEA og haldið til 'Reykjavíkur daginn eftir, landleið- ,‘ina með viðkomu I Bifröst I Borg- arfirði og hjá Iþróttaskólanum að 'Leirá. 114 milljón kr. PL480 lán Þriðjudaginn 4. ágúst 1970 var gerður samningur milli ríkisstjórna Bandaríkjanna og Islands um kaup á bandarlskum landbúnaöarvömm meö lánskjörum. Samninginn upd irrituðu Emil Jónsson, utanrlkisráð herra, og Luther I. Replogle, sendi herra Bandarikjanna. Samningar um kaup á bandarlsk um landbúnaðarvörum hafa verið gerðir árlega við Bandaríkjastjórn slðan 1957. I nýja samningnum, sem gildir.til 30, júní 1971, er gert ráð fyrir kaupum á hveiti, fóður- komi og tóbaki. Vörur þessar eru seldar. tneð ..sérstökujg,.jánskjörum Bandaríkjastjómar sffinÉvæmt svó kcJiuðum PL-480 lögum. 1 ' ' Samningurinn er að fjárhæð 1.296.000 doilarar, sem er jafn- virði um 114 milljónir króna. Vöru kaupin eru með þeim kjörum, að 5% greiöast strax, 25% fljótlega, en 70%, er veitt að láni til langs tlma. Endurgreiðist lánið á 19 ár- um með jöfnum árlegum afborgun- um og 4,5% ársvöxtum. Lánsfé, sem fengizt hefur með þessum hætti, hefur undanfarin ár verið varið til ýmissa innlendra framkvæmda. Nokkru af lánsfé samkvæmt þessum samningi verð- ur varið til byggingar á komturn- við Sundahöfn. Jtanríkisráðherra Emil Jónsson og Luther I. Replogle, ambassador, skrifa undir samning um kaup íá bandarískum landbúnaðarafuröum. Auk þeirra eru á myndinni, frá vinstri til hægri: Tómas Á. Tómasson, skrifstofu6tjóri, Lúðvík Gizurarson, fuiitrúi, Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri, Sveinn Bjömsson, fulltrúi, og Paul L. Aylward, sendiráðsritari. fj M| Q i* a * rw) S ■*. Málverkasýning Guömundur Másson opnaði mál- verkasýningu I gær aö Laugavegi 21. Þetta er þriðja sýning Guömund ar og jafnframt sú viðamesta hvað snertir fjölda verka („einnig von- andi aö gæðum“, segir Guðmund- ur). Á sýningunni eru 35 olíumál- verk, 11 myndir unnar með litkrít, vatnslitum, blýanti og tússi. Einn- ig eru á sýningunni fjórar trérist- ur. Sýningin verður opin I viku eða til 13. ágúst og er aðgangur ó- keypis. Verð myndanna er frá 500 kr. til 8000 kr. □ Frá bíleiganda. Bílaeigendur á islandl eru ó- þægilega í sveit settir vegna fjarlægðar milli iandsins og bflaverksmiðjanna, sem bílar þeirra eru framleiddir hjá, en aðflutningur bílanna sjálfra og svo varahluta í þá spannar yflr miklar vegalengdir. Getur þvi telcið drjúgan tíma að fá einn hlut, sem vantar I bíi, ef hlut urinn er ekki til i landinu. — Af þessu eru viss óþægindi, eins og kemur fram í eftirfar- andi bréfi: „Hvernig mundi mönnum líka, ef þeim væri seldur bfll, en slö- an væri ekkert bensín selt I land inu? — Mér finnst minni reynslu svipa til þess. Þegar ég lenti í árekstri fyr ir nokkrum dögum og varð að fá mér nýtt frambretti og ljós ker á bílinn minn, komst ég að raun um það, að umboöið á ekkert ljósker til á lager sín- ,um, sem á við þessa bílagerð. Það ku ekki einu sinni vera til i næsta nágrannariki, sem þeir annars fá sína varahluti senda £ frá, i ít Og yfirvöld telja ekki bílinn ihinn í ökuhæfu ástandi, meðan ljóskerið er úr lagi. En meöan innflytjandinn sér ekki einu sinni fram á, hve marga mánuöi það taki, að flytja inn tilheyrandi ljósker, verð ég að láta bllinn standa og nötast við mína tvo jafn- fljóta, því að ljósker úr öðr- um bíltegunum henta ekki mín um.“ ' Fótasár bíleigandi T, □ Um bláu afsláttar- miðana og gamla fólkið. Það er greínilegt, að strætis vagnstjórar eru mjög þýðingar- miklir hér I bæjarlífinu, því aö þeir virðast vera — ef svo mætti segja — undir smásjánni. Næst á eftir sjónvarpinu eru þeir vin sælasta umræðuefní bréfritara — sem stundum eru ánægðir með þá og stundum óðnægðir eins og gengur og gerist, — og eins og 1 þessu bréfi: „Því vildi ég vikja til strætó- stjóranna, að þeir sýndu öldr-. uðu fólki, sem öðlazt hefur bláu afsláttarmiðana (fólk yfir sjö- tugt og öryrkjar, umburðar- lyndi, þótt þetta fólk sé kannski ekki alveg búið að átta sig á því, hvenær þessir miðar gilda ekki. Ég hef séð bíistjóra vera anzi ónotalega við gamalmenni, sem hafa ætlað að framvísa sínum bláa miða, en slðan ekki skilið strax útskýringar bflstjórans á því hvers vegna þessi miði hef- ur ekki gilt á tfmanum frá kl. 4 til 7 á kvöldin. Þá er vfet mest annríkið hjá strætfevögn- unum og í reglunum líklega gert ráð fyrir, að þessir miðar séu ekki notaðir til þess að taka við skipti frá vögnunum. Annars finnst mér þetta ó- þarfa smásálarskapur, að horfa í eitt og eitt sæti fyrir gamla fólkið, meðan börn komast ferða sinna á hálfu fargjaldi á sama t£ma.“ Kvenfarþegi. □ Strætisvagnstjóra á milli sagt. Vegna bréfs, sem birtist frá strætisvagnstjóra um lélegan aðbúnað vagnstjóra o. fl. barst okkur þetta bréf símleiðis: „Mig tekur sárt, að starfs- menn SVR skuli fagna brunanum, sem varð hjó fyrir- tæki okkar á dögunum — og lýsa ósætt sinni gagnvart gjald brúsunum, sem við höfum hing að til talið vera gullkistu vinnu veitanda okkar og þá um leið okkar. ’ Hvað húsnæöið snertir, sem vagnstjóri víkur að I bréfi sinu, verður að hafa I huga, að nýtt hús er I byggingu á Kirkju- - sandi og annað nýtt hús væntan legt á Hlemmtorgi — og með tilkomu þeirra mun aöbúnaður vagnstjóra batna fljótt. En þessi hús verða ekld byggð á örfáum dögum frekar en Róm og þolin mæði verða menn að sýna þvl, sem ekki verður ráðið við. (Ann • ars fengum við gott húsnæði á Kalkofnsvegi og Lækjartorgi, en i hvemig var umgengni einstakra i vagnstjóra þar?) Vagnstjóranum gleymdist • greinilega I bréfinu, að álagið, sem á vagnstjórum hvílir vegna miðasölunnar, höfum við fengið greitt — alveg fram til hausts, en þá kann að semjast öðru . vtói. , Okkur starfsfélögum þessa vagnstjóra finnast skrifhansá f hendur framkvæmdastjóra fyr- irtækisins ómakleg því að ekki stendur á forstjóranum að bera klæði á vopnin f kærumálum- okkar, og hann hefur reynzt okkur samvinnulipur. Ég vil leggja að þessum starfs félaga mínum að fara eins að og svertingjamir forðum: „Að ; setjast niður og bíða eftir sál * sinni, áður en hann seglr næst * rökkursögur!“ Það væri skemmtilegra fyrir okkur félaga hans.“ Annar vagnstjóri HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 , KL13-15 WMI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.