Vísir - 07.08.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 07.08.1970, Blaðsíða 2
SiÐÆ'N 7 Ráðherrar flytja Reginald Maudling, innanríkis- ráöherra Breta er nú fluttur I aðra af tveimur átta herbergja í- búðum sem eru í Whitehall, Lon- don. 1 Admirality house, White- hall eru tvær ráðherraíbúðir og fær Maudling þá sem fyrrum varnamálaráðherra, Denis Heal- ey hafði. Healey og fjölskylda eru flutt i einbýlishús sitt í Highgate, London. Maudling er þegar búinn að leigja út íbúð sína sem hann áður bjó í og sagði að hann von aðist til að geta gert leigusamn- ing til margra ára. Enn er ekki ákveðiö hvaða ráöherra hljóti hina ibúðina í Admirality house, en hús þetta er 185 ára gamalt og hefur nýlega verið endur- byggt og viðgert fyrir £140.000. QDDDDDDDDD 77 ÁRA GAMALLOG ENN VINSÆLL — „mestu múli skiptir oð veru kótur" Jimmy Durante er bandarísk- ur skemmtikraftur og að sögn óhemju fjörugur karl. Hann þeyt ist um sviðið þvert og endilangt dansar. Kannski er það ekki neitt sérstakiega forvitnilegt, Banda- ríkin eru fuli af alls konar brand arakörium sem troða upp á sviöi miklu athyglisverðara, að Jimmy Durante er orðinn 77 ára gam- all og lætur aldurinn ekkert á sig fá. segir hann, „ég held enn sama starfsþrekinu og þegar ég var fimmtugur unglingur. Og hvers vegna ætti ég að vera að hætta og fara á eftirlaun núna, þegar ég stend á hátindi ferils míns?“ Og Jimmy gefur öllum sem vilja upplýsingar um hvemigviö halda beri æskunni: „Reynið bara að láta ekkert fara í taugamar á ykkur. Hvaö gerir það til þó manni mistakist eitt kvöldiö? Maður lofar sjálfum sér bara að gera betur næst! Ég er alltaf að gera hræðileg mistök — en ég fæ aidrei magaverk þeirra vegna. Ég segi bara: Til helvítis með það allt saman. Þetta verður allt í lagi á morgun. Og ég er aldrei þreyttur, vegna þess að ég nýt þess sem ég geri. Margt fólk fer til vinnu á hverjum morgni en hatar starf sitt eða brauöstrit yfirleitt. Það fólk getur aldrei náð árangri. Maður verður nefni lega að njóta þess sem maður gerir“, segir Jimmy Durante og slær með krepptum hnefa í loft ið orðum sínum til áherzlu! og segir brandara, syngur og og skemmta fólki, en hitt er „Ég er sko komungur enn þá“, Jimmy Durante í sviðsljósinu: Með honum er Eddie Jackson, gamall félagi hans í skemmti- iðnaðinum. Durante er þarna að syngja á nætur klúbb f Chicago. „Styttir upp kl. 6“ George Sullivan, borgarstjóri i Anchorage í Aláska átti að vera gestgjafi í veizlu einni sem hefj ast átti kl. 7 síðdegis. Til veizl- unnar áttu að koma ýmsir stjóm málamenn og var fyrirhugað að veizian yrði haldin utanhúss. Allan daginn áður en veizlan hófst, rigndi stöðugt og var tal að um að fresta veizlunni. Er sá möguleiki var borinn undir borg arstjórann svaraði hann aðeins: „Það styttir upp klukkan sex“. Og sjá — klukkan sex var orðið skafheiðríkt. YÍSINDAMAÐUR TÓKST Á HENDUR LSD-„FERÐALAG“ — boðar s'iðan unglingum skaðsemi fiknilyfja □DDDDDDDDD Ráðizt á söngkonu Anita Lindblom, sænska söng- konan sem er í útlegð 1 Frakk- landi vegna skattamála varð fyr- ir árás á veitingahúsinu „Raspút ín“ í París nýlega. Negrakona réðst að henni vopnuð með hníf og hótaði að rista ancllit hennar f smátt. En Aníta Lindblom hafði aðeins sötrað ávaxtasafa allt kvöldið á „Raspútín" og senni- legt er að það hafi bjargað henni, því hún rétti þeirri svörtu nokkra vel útlátna löðrunga, unz hún lá i gólfinu. Sú með hnífinn dró Anítu þó með sér f góifið og náði að rispa annan fótlegg henn ar. □□□□□□□□□□ Lokað vegna hávaða Einhver þekktasti skemmtistað ur eða réltara sagt sælkerastaður í París, Café de la Pair, var að loka um daginn. Staðurinn hafði opiö fram til síðustu mánaða- móta, en lokaði þá fyrir fullt og allt a. m. k. í þessum húsakynn um, vegna þess „að hávaðinn í nágrenninu var orðinn óþolandi" að þvi er vertinn segir. Þetta er í fyrsta sinn sem de la Paix lokar síðan árið 1880. Lambert Dolphin frá Polo Alto, Kalifomíu er fyrrverandi geim- vfsindamaður, en hann hætti geimrannsóknum til þess að geta helgað sig algjörlega fræðslustarf semi meðal ungs fólks. Dolphin er mjög áfram um að leiða ungl ingum í ljós hættu sem stafar af notkun eiturlyfja. Og eiturlyfjahættan er nokkuð er þessi 38 ára gamli vísindamaður kannast við. Hann varð einn hinna fyrstu meðal vísindamanna í heiminum til að fara „f LSD ferð“ árið 1963. Hann segir aö það hafi tekið sig heilt ár að ná sér að fullu eftir þá tilraun. , Síðan það var, hefur Dolphin miðlað þúsundum unglinga af reynslu sinni. Hann ferðast mik iö um og hefur nú predikað yf- ir börnum f meira en 50 gagn- fræðaskólum það sem af er þessu ári. Dolphin hefur sagt í blaðaviðtöi um að LSD-„ferðin“, hafi verið „ferð sem ég aldrei mun gleyma. Hún var á víxl bæði fögur og hryllileg. Ég fann sjálfan mig og týndi sjálfum mér. Myndir töl- uðu við mig — hlutar líkama míns hurfu. Ég bragðaði hljóma og ég heyrði liti. Allt þetta og meira til gerð- ist á minni fyrstu og síðustu LSD „ferð“. Ég tók inn skammt af hinu svokallaða LSD-25 sem álitið er mjög áhrifamikið og hættulegt eiturlyf. Það var f jan úar árið 1963 sem þetta gerðist, áður en hippamenningin tók að blómgast, áður en mikið var vit að um fíknilyf. Það var líka áð- ur en LSD varö ólöglegt. Ég tókst „ferðina" á hendur að allega af venjulegri forvitni vfs- indamanns, en ég var, er þetta átti sér staö, vísindamaöur við Stanford Research f Kalifomíu." Dolphin segir svo að hannhafi skroppiö f túrinn undir eftirliti tveggja ungra vísindamanna og hafi heill dagur farið í að velt- ast um f heimi ofskynjana. Og lengi á eftir voru áhrifin frá LSD-25 skammtinum að koma yf ir hann. Stundum var eins og einhver vera utan úr himingeimn um skipaði honum að gera eitt- hvað: „Stökktu ofan af þakbrún- inni — þig hefir alltaf langað til að geta flogið." Loksins tókst Dolphin — að því hann sjálfur segir — að losna undan áhrifum og þá tók hann sér langt frí til að jafna sig að fullu og ná sálarjafnvægi. Síðan þetta var hefir hann ferð azt um og skýrt unglingum frá reynslu sinni. Lambert Dolphin fór í LSD-„ferð“. Hann segir að skammturinn sem hann tók hafi kostað 500 dollara, en hins vegar hafi gjald það, er hann hafi orðið að greiða tilfinningalega, verið marg- falt hærra. Myndin er tekin á biaðamannafundi sem hann hélt efíir að hann hafði náð sér sftir „ferðina“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.