Vísir - 07.08.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 07.08.1970, Blaðsíða 8
* V1 S IR . Föstudagur 7. ágúst 1970. VISIR Otgefanli- Reykjaprent Ut. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri- Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltnii: Valdiroar H. Jóhannesson Augiýsingar: Bröttugötu 3h Simar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Slmi 11660 Ritstjórn • Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr 165.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda hf. ttimhih—iii —i—m————— Botn atvinnuleysis A.tvinnukysið, plága tveggja síðustu ára, er að enda sitt skeið. Það barst með verðfallinu og aflaleysinu, og það hjaðnar nú, þegar við höfum rétt úr kútnum. Atvinnuleysi er nú hverfandi hér á landi. 437 voru skráðir atvinnulausir um síðustu mánaðamót. Þeim fækkaði um tæp 300 í júlímánuði einum. í prósent- um er þetta lág tala. Atvinnumannaflinn, það er vinn- andi fólk, er eitthvað yfir áttatíu þúsund. Eitt prós- ent atvinnuleysi væri því átta hundruð manns. Því er atvinnuleysið nú aðeins um 0,5 af hundraði. Sé litið til annarra þjóða, sést bezt, hversu talan er lág. í Bandaríkjunum eru menn vanir fjögur og jafn- vel yfir fimm prósent atvinnuleysi, þótt enginn tali um kreppu. í Svíþjóð og á öðrum Norðurlöndum er atvinnuleysi ósjaldan þrjú prósent. Aðrar þjóðir reikna þessar hlutfallstölur miðað við atvinnumann- aflann eins og við. Þetta atvinnuleysi á íslandi er aðeins brot af því, sem mest var veturinn 1969, Þá vorum við að byrja að krafsa okkur upp úr botni samdráttarins. Gengis- lækkun hafði skömmu áður lagt nýjan grundyöll til * !. nmbrifiv tramtara. ^ ... tuisrt (úcúuiaini n« iuöb 480; Það kerfi, sem haft er við skráningu atvinnulausra, veldur því, að alltaf munu einhverjir verða á skránni. Auk þess eru einstaklingar að skipta um vinnu og kunna að verða án atvinnu um stundarsakir. Þá er hið tímabundna atvinnuleysi eftir stöðum og árstíma. Tölurnar voru miklu hærri nú í vor en ella hefði verið, af því að þúsundir skólafólks komu skyndilega á vinnumarkaðinn. Það tók tíma að finna þvíöllu vinnu. Það er eitt hið ánægjulegasta við síðustu atvinnu- leysistölur, að skólafólk hefur nær alveg horfið af skránni. Aðeins eru eftir um þrjátíu skólapiltar og -stúlkur í Reykjavík. Mörgum skólaunglingnum hef- ur verið vandi á höndum á undanförnum atvinnuleys- istímum. íslendingar leggja áherzlu á, að sem flest skólaun^menni vinni að framleiðslustörfum yfir sum- arið. Þetta hefur verið eítt einkenna okkar menningar. Þess er að vænta, aó í sumar muni nær allir skóla- unglingar hafa aflað sér verulegra tekna. Atvinnuleysið er hverfandi víðast hvar á landinu. Á tveimur stöðum, Skagaströnd og Hofsósi, er þó enn tiltölulega mikið atvinnuleysi. í þessum litlu kauptúnum eru 57 og 41 skráður atvinnulaus. Þetta eru nær óbreyttar tölur um margra mánaða skeið, og nú er hábjargræðistími. Af kaupstöðunum er á- standið verst á Siglufirði, þar sem enn eru 58 atvinnu- lausir, þótt mikil bót sé orðin, frá því í fyrra. Mönnum ber saman um það í Reykjavík, að mikil vinna sé í boði. Þótt nokkrir séu á skrá, virðist sem erfitt sé að fá menn í margs konar störf. Þessu fylgir svo aukin eftirvinna, og kaup er mun hærra en var í fyrra. Síðustu tölur um atvinnuleysi ber að sama brunni og aðrar heimildir. íslenzkt atvinnulíf hefur rétt úr kutnum. Uppreísnar- hreyfing stúéenta 6s íjínu insrn Tjað eru nú t>rjú ár!l'öih'!síðá«''' ný þfumui'aust fór om lönct, stúdentaólgan mikla brauzt Ut, fyrst í löndum eins og Frakklandi og Þýzkalandi, síðan í Bandaríkjunum og Tékkóslóvakíu og þar næst heif- ur áhrifanna gastt hjá flestum eða öllum menntuðum þjóöum. Enn verður engu spáð um það, hver verða lokaáhrif þessarar einkennilegu og óvæntu hreyfing ar á þjóðfélögln, en svo mikið er þegar víst, að hennar mun veröa getið í sögu mannkynsins sem stórviöburða. Þó ekki væri annað en það, að hún átti sinn meginþátt í að steypa tveimur stórmennum heimsins úr sessi, þeim de Gaulle Frakklandsfor- seta og Johnson Bandaríkjafor seta. Stúdentahreyifingin var einnig hið kröftuga meginafl, sem stóð að baki hinni þjóðlegu uppreisn i Tékkóslóvakiu með þeim skelfilegu atburðum. sem á eftjr fylgdu og það er einnig hún, sem hefur verið að verki i Norð- ur-lrlandi og opinberað veröld- inni, það sem áður fór svo makalaust leynt, hvernig botn- laust ranglætis og ofbetdis- stjórnarfar dafnaöi í landi henn- ar hátignar, sem almennt hafði verið talið fyrirmynd lýðræðis- skipulagsíns. Stúdentahreyfingin hefur þar fyrir utan haft áhritf um öll lönd. Hún hefur rumskað við mönnum eftir áratuga logn og kyrrstöðu andans, hún hefur víða svipt á bug værukærni, áhugaleysi og stólsetusætleik embættismanna og stjörnenda. Allt hefur komizt á férð, þar sem flest þjóðfélags- leg-vandamál höfðu áðúr legið áratugi i salti. Á tveimur til þremur árum hafa fýrir beinan og óbeinan þrýsting frá stúdenta hreyfingunnj verið framkvæmd- ar meiri breytingar og umbætur á mörgum sviðum en hjá heilli kynslóð áður. V/'ið köllum þetta hreyfingu, en ” um leið verður að taka það fram að það er mjög enfitt að útskýra eða fá fram nokkra ein- falda stefnu, eða reyna að skil- greina hana undir gömlu flokka. skipunina. Hin yfiriýstu stefnu mið, sem koma fram í margvís- legurn fundarályktunum og flugritura eru svo margvisleg, flókin og mótsagnakennd, að erfitt er að henda reiður á. 1 fullu samræmi við allan þennan hrærigraut. hefur það verið svo að segja föst regla, að uppeisn- arfylkingamar hafa splundrazt í ótal andstæða hópa, sem rífast harkalega innbyrðis, skipulags- mál hafa öll verið í molum og lítið bólar á nokkrum virkum flokksága. 1 þeim hðpmótmæl- um sem fram hafa farið hefur þátttakendunum eldd verið smalað saman með neinni flokkssvipu, heldur hafa þau farið fram sjálfkrafa, lfkt og af innri þörf. Allt þetta skipulags og aga- leysi er I senn styrkur og veik- leiki hreyfingarinnar. Það er stvrkui hennar aö gefa frat í og berjast gegn hinu gamla ó- hagganlega yfiryaldl eða átóri- teti þjóöfélagsins, á timum þeg ar mikill hluti almennings er orðinn ósköp þreyttur á persónu legu flokksræði og finnur það í vaxandi mæli, að „something is rotten“ í því þjóðfélagi, sem sí og æ er að kenna sig við lýðstjóm, en völdin eru eftir sem áður, hversu fagurlega sem galað er, aöeins í höndunum á mjög fámennum valdahópum. Tjað hefur gjaman verið orðtak hinumungu uppreisnarseggja, að þeir „mýgi“ á þetta allt sam an. Og það er enginn vafi á því, að það et fyrst og fremst í baráttunni gegn hinu sjálfráða, sessfasta yfirvaldi, sem stúdenta hreyfingin hefur öðlazt mátt. En á hinn bóginn er veikleiki henn ar þá fólginn í því, að hún er einnig fjandsamleg og fyrirlítur nokkurt yfirvald eða átóritet innansín sjálfrar. Hún getur ekki gefiðokkur neina samfellda eða trúverðuga mynd, hvemig heim urinn og samfélág fólksins á að líta út, eftir að hún hefur lokið við að böðlast í glerhús- inu. Við vitum í rauninni harla lítið um, hvemig það þjóðfé- lag á að vera eða verka, sem hún býöur okkur í staö þess sem nú er. Hreyfingin er ekki aðeins agalaus, heldur líka for- ustulaus og stefnuskrárlaus. Hún veit ekki hvað hún vill og við vitum ekki hjá hverjum valdið verður í reyndinni. þegar hún hefur lokið ætlunarverki sínu. Líklegast af öllu er kannski, að hún hjaðni smám saman niöur. en þó ekki fyrr en hún hefur haft geysiviðtæk og margvlsleg áhrif til umbóta á þjóðfélögin. Eins og nú er, virðist hún ekki fær um að taka að sér forastu þjóða, til þess skortir hana bæöí skipu- lag og ábyrgð. En það þarf hins vegar ekkj að útiloka, að ýmsir einstaklingar úr hópnum geti risið sjálfir upp til ábyrgð- ar og áhrilfa, væntanlega f víxl- verkun við þær þjóðfélagsbreyt ingar, sem hreyfingunni tekst að þröngva fram. Eru þess þegar mörg næmi, bæði i Ameríku og Evrópu, að ýmsum baráttu- mönnum úr hreyfingunni hafi verið falin margvísleg ábyrgðar . og trúnaðarstörf. Margir þeirra. hafa þá eins og gengur fundið meðalvegi til að fara eftir og sameina þannig umbætur og á- byrgð, Þessu ungu áhrifamönn um fylgir oift nýtt andrúmsloft, ferskur andi sanngimi ogmann leika, sem gamlir afturhalds-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.