Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 7
lesbók morgunblaðsins 399 ^illllllillllllllilllll H u 1 d a Frænkurnar í Ystakoti Smásaga IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIH Anda-Gunna kom vestan úr fjörðum og settist að í smá- koti yst í kauptúninu. Með henni var systurdóttir hennar, heilsu- tœp stúlka, sem vann í fiski og á túnum, þegar hún þoldi. Þær frænkur voru fálátar og ómann- blendnar og svo orðvarar, að skrafskjóðum þorpsins var ómögu- legt að grafa upp æfiferil þeirra fram að þeim tíma, sem þær sett- ust að í kauptúninu. Og skraf- skjóðunum varð í nöp við þær af' þessum ástæðum. Svo kærðu þær sig heldur ekkert um að þeim fjölgaði, sem á fiskinum lifðu. Ekki þóttust þær hafa of mikla atvinnu, þó að framandi fuglar, eins og þessar leiðinlegu mann- eskjur, kæmu ekki og hremdu hana af þeim. Og þær töluðu svo illa sem þær gátu um frænkurn- ar í Ystakoti: „Anda-Gunna! Geðs legt var nú nafnið. Ætli það hafi ekki verið búið að fá nóg af henni og hennar öndum þar vestur í Fjörðunum? Enginn vissi af hvaða ástæðum þær voru komnar hingað — ætli það gæti ekki farið svo að menn fengju líka fljótlega nóg af þeim í Eyrarkaupstað ? Það vantaði nú ekkert annað í þorpið en ófreska kerlingarnorn, sem sá draug í hverri krá og ærði ístöðu- litlar sálir með allskonar lyga- sögum. Og svo stelpudruslan, bæði ljót og leið og alveg eins og rek- in upp í hrútshorn. Þarna stein- þagði hún allan daginn í fiskin- um og þegar farið var að drekka kaffið laumaðist hún burt frá öll- um, eins og hún hefði stolið sjálfri sjer. Allan guðslangan daginn drógst ekki orð úr henni, frekar en steindauðri manneskju. Það var hreint og beint kvalræði að vinna með henni og verða að hafa hana fyrir augunum allandaginn. — Því segi jeg það: Það má mikið vera ef alt er með feldu um þeirra for- tíð og hag. Mjer finst nú sannast að segja, að hreppsnefndin ætti að senda þær til baka til síns fyrra heimkynnis, það ér ekki forsvaranlegt að láta vandræða- manneskjur vaða inn í þorpið hindrunarlaust og setjast ofan á fátækt fólk“. Þetta alt og miklu fleira og verra sögðu málæðis- manneskjur Eyrarþorps um Anda-Gunnu og Elínu systurdótt- ur hennar. En frænkurnar í Ystakoti ljetu hvern tala og vera sem hann vildi. Þær lifðu sínu kyrláta lífi í friði við guð og menn. Þó að Elín yrði þess vör, að hún var ekkert velkomin í vaskið og á fiskreitina, ljet hún sem hún vissi það ekki. Hún vann sitt verk og þagði, og var ekki óvingjarn- leg við neinn. Hún gaf sig að- eins ekkert að fólki. Þegar veðrið var gott kom Guðrún gamla líka út á þerrireit og breiddi fisk og tók saman eins og aðrar dauð- legar manneskjur. Enginn sá, að hún væri öðruvísi en annað fólk, og ekkert hafðist upp úr henni. Þetta var eitt af því, sem fiski- kerlingunum gramdist. Hjet hún máske ekki Anda-Gunna? Hvar voru nú allir hennar dularhæfi- leikar? Það var til lítils að heita Anda-Gunna og vera svo eins og annað fólk. Þær urðu því gramari sem þær fundu greinilegar van- mátt sinn til þess, að ná tökum á þessum ókunnu manneskjum. Þær reyndu þó alt, sumar sneru við blaðinu og urðu hjálpfúsar og blíðar og gerðu sjer upp erindi hver eftir aðra út að Ystakoti, buðust til að hjálpa mæðgunum um hitt og annað smávegis ef þær þyrftu — en þær þurftu aldrei neins — að minsta kosti leit svo út, því að þær afþökk- uðu alt. Jæja, þær um það. Skraf- skjóðurnar fóru sneyptar og reið- ar heim til sín á ný. Þær hjetu því að ómaka sig ekki aftur út í Ystakot, til þess að láta sama sem reka sig á dyr. Því að ekki gat það annað heitið, þó að Anda- Gunna og frænka hennar væru nógu kurteisar og ljúfar, það vantaði ekki. En þær buðu eng- um inn og þóttust einskis þurfa. Að vísu höfðu frekustu njósnar- konurnar farið óboðnar inn að baðstofudyrum og skotist sjálfar inn þegar opnað var — en þær voru engu nær, frænkurnar buðu þeim ekki einu sinni sæti, heldur afþökkuðu mjög kurteislega og alúðlega alla hjálp — hjeldu á- fram störfum sínum, eins og ekk- ert væri. En njósnarkonan gat frætt stallsystur sínar á því að stelpan hefði verið að sníða kjó.l úr þessu líka fína efni. „Jeg skil ekkert í því að hún kunni mikið til sauma, en nógu var hún frökk að klippa, og kerlingin sat hjá með prjóna sína og horfði ánægð á“. „Ja, svei!“ — „Svo fór ufli sjó ferð þá“ — og svo fór um allar sjóferðir sögukvenna Eyrarþorps út að Ystakoti. Sumarið leið og haustið kom með regn og storm. Þorpsbúar sáu frænkurnar í Ystakoti taka upp úr kálgarðsholunni fallegar, og óvenjulega stórar gulrófur, og kartöflur upp úr litlu girðingunni úti á melunum ofan við kotið. Þær höfðu sjálfar baslað við að setja upp þessa girðingarnefnu um vor- ið, og stungið og tínt upp grjótið, og flutt áburð úr geitakofanum þangað. Nú fengu þær góða upp- skeru af fallegustu Hornafjarðar- kartöflum, þær höfðu víst komið með útsæðið, að minsta kosti vissi ekki einu sinni fróðasta kerling Eyrarkauptúns neitt til þess að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.