Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 20
LESBÓK morgunblaðsins 412 31 Side, sem einu sinni var aðal- höfnin í hinni fornu Pamphvlia, og var all-illræmd fram á 10. öld. Hafði jeg heyrt sagt, að þó fáir Tyrkir nú á dögum þektu hana, væri hún eitt af mestu furðuverkum heimsins. Side rej’ndist umgirt múrveggj- um og í ágætu standi. Hún stend- ur á lágum skaga. Þar er að sjá mörg íbúðarhús og opinberar byggingar í rústum, en einnig góðar vatnsleiðslur og yndisfag- urt leikhús úr drifhvítum marm- ara. Þangað koma fáir. ferða- menn, vegna þess að þar er skort ur á drykkjarvatni. Eski Adalia (á íslensku: gamla Adalia) er að eins lítil lögregluvarðstöð. Þar eru hvorki vegir nje járnbraut, og þangað eru engar reglulegar samgöngur á sjó. Lögreglustjóri staðarins sagði mjer, að skýrsl- ur sínar sýndu, að enginn út- lendingur hefði þangað komið í yfir átta ár. En einu sinni hefðu nokkrir þýskir fornfræðingar komið þangað, til þess að grafa í rústirnar. Þegar jeg var að grúska í rúst- unum, fann jeg litla leirkrukku. í henni var sandur, og í sandin- um voru svartar plötur, sem reynd ust vera myntir úr bronse. Síðar, þegar jeg kom til Lond- on, komst jeg að raun um, að þetta voru heiðurspeningar frá dögum Justiniusar II. og Marcus- ar Tiberusar. Höfðu heiðurspen- ingarnir legið þarna ósnertir í yfir 1500 ár. * Lögreglustjórinn bauð mjer í miðdegisverð með þeim varðmönn unum. Hver maður hafði sinn hníf. Gafflar og skeiðar sáust ekki og allir borðuðu af sama fati. Við fengum villifugla til matar. Mjer er minnisstætt, hversu maturinn var ákaflega heitur. Á borðinu voru margar flöskur af „raki“, einkennilega áfengum en viðfeldnum drykk, sem leit út eins og mjólk, þegar hann var blandaður vatni. Við sátum að snæðingi úti á svöl- um, sem sneru út að bláum fló- anura. Meðan á máltíðinni stóð, sagði jeg lögreglustjóranum frá mynt- unum, sem jeg hafði fundið. Sagði hann þá, að þesskonar myntir væru sjálfsagt til í tuga- tali í Side. En Tyrkir snertu þær aldrei, þar sem það væri talið ógæfumerki að „ræna rúst- irnar“. Hann virtist meira að segja skelkaður yfir því, að jeg hefði hirt þær. Til dæinis upp á ógæfu þá, sem af þeim stafaði, sagði hann mjer^ að ekki alls fyrir löugu hefðu tveir ferjumenn druknað rjett hjá múrunum. Og þegar betur hefði verið aðgætt, hefði komið í ljós, að vasar þeirra voru full- ir af svona skildingum. * Litlu síðar fjekk jeg skilaboð um það frá Ataturk (þá þektur sem Mustafa Kemal Pasha), að hann vildi veita mjer viðtal næsta fimtudag. Þá var áliðið þriðju- dags. En þó ekki væri langt að fara, var ilt að komast nokkuð fyrir vissan tíma, þar sem engar beinar samgöngur voru frá Side, og of seinlegt að fara með bát til Mersin. Lögreglustjórinn bjargaði mjer úr vandræðunum með því að bjóða mjer lögreglu- bílinn. I honum gat jeg farið yf- ir Taurus-fjöll til Ópíum-borgar- innar, Afium-Kare-Hissar, náð þar Adana-hraðlestinni og síðan skift og komist með annari lest til Angora. Þetta varð hið skemtilegasta ferðalag. Að vísu vottaði ekki fyrir bílvegi alla leið. Bifreiðin hossaðist hægt yfir ósljett land- ið. Við ók'um eftir uppþornuðum árfarvegi og hjeldum síðan upp fjöllin. Þegar jeg kom til Afium-Kare- Hissar, var lestin ókomin, og var biiist við, að henni gæti ef til vill seinkað um margar klukkustundir. Reikaði jeg því um borgina og skoðaði mig um. Settist jeg undir græna eik fyrir utan kaffihús eitt og gaf mig á tal við Tyrkja, sem kunni lítilsháttar þýsku. Bauðst hann til þess að sýna mjer borgina. Og þegar hann heyrði, að mjer þætti gaman að mýndum, fór hann með mig heim til einsetu- manns, sem áður hafði verið föru- munkur, frá Konia, og mist at- vinnuna, er Chagi hreinsaði til í Tjrrklandi. Hafði hann síðan haft ofan af fyrir sjer með því að spá fyrir fólki og taka ljós- myndir. Þetta var gamall mað- ur, gráhærður með hvítt skegg og fölleitur í andliti. Þegar leið- sögumaður minn sagði honum frá myntunum, sem jeg hafði í fór- um mínum, varð hann alvarleg- ur í bragði og spáði ógæfu. En jeg hló við og bað um flösku af „raki“. * Eftir það vildi hann fá að taka mynd af mjer. Jeg samþykti það. Sat jeg fyrir í venjulegum stól, upprjettur og heldur spertur, með hendurnar hvílandi á trje- súlu. Er mjer í minni, að bak- sviðið var ábreiða, með heldur grófgerðri mynd af St. Sophia. Gamli maðurinn var heldur um svifamikill, en ákaflega seinn. Loks var hann þó ánægður með myndatökuna og fór burt, til þess að framkalla plötuna. Tíminn leið. Jeg sat og dreypti í annað glas af „raki“. í fjarska hej^rði jeg greinilega í járnbraut- arlest. Þá fór jeg að ókyrrast og kvaðst verða að fara. Munkurinn mótmælti og sagð- ist ekki einu sinni vera byrjað- ur á framkölluninni. En jeg sat fast við minn keip. Borgaði jeg honum smáupphæð, en hann fjekk mjer þá böggul og sagði, að þetta væri platan. Bætti hann því við með dul- arfullu brosi, að jeg gæti látið framkalla hana, er jeg kæmi heim úr ferðalaginu. * En endirinn varð sá, að jeg misti af lestinni, og leigði mjer, með töluverðum tilkostnaði, bíl til Angora. Þegar þangað kom, frjetti jeg, að járnbrautarlestin, sem jeg hafði ætlað að fara með, hefði farið út af teinunum skamt frá járnbrautarstöðinni og fjörutíu manns farist. Var þegar búið að grafa líkin vir lestarrústunum og koma þeim fyrir í hinum stóra biðsal járn- brautarstöðvarinnar. Framh. á bls. 414.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.