Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 19
lesbók morgunblaðsíns 411 Yf irnáflúrleg fyrirbrigði Eftir William Martin Hurst. JEG trúi ekki á yfirnáttúrleg fyrirbrigði og hefi aldrei gert. En þó hafa tveir svo merki- legir atburðir hent mig um æf- ina, að jeg finn enga skýringui á þeim. Kannske þið finnið einhverja? * Fyrir nokkrum árum síðan var jeg staddur í litlum bæ í Suður- Portúgal, í Algarvehjeraðinu, sem var þá lítt kunnugt Portúgölum norðan Tagus-ár. Konan mín og jeg höfðum ekk- ert sjerstakt fyrir stafni þenna dag. Við ákváðum því að fara í ökuferð og skoða okkur um. Leigðum við okkur bifreið og ókum af stað. Lá leið okkar gegn um mörg smáþorp. Jeg var töluvert kunnugur í norðurhluta landsins, en hafði aldrei komið til Algarve. Alt kom mjer ókunnuglega fyrir sjónir þar suður frá, þorpskirkjurnar, trjen, gróðurinn og jafnvel klæðaburð- ur fólksins. Eftir nokkurra stunda akstur komum við að litlum bæ, sem stóð á hæð einni. Þá fanst mjer alt í einu eins og jeg kannaðist við mig á staðnum. Mjer fanst jeg þekkja kirkjuna, mörg hús- in og jafnvel bugðurnar á veg- inum. En þetta var harla einkenni- legt, þar sem jeg hafði aldrei á æfi minni komið á þessar slóðir fyr. Jeg spurði ökumanninn, hvað bærinn hjeti, og svarið var „Estoi“. Við hjeldum áfram upp hæð- ina. Við hverja bugðu fanst mjer jeg þ’ekkja landslagið betur og betur. Varð mjer kynlega við og bað manninn að nema staðar. „Það er skrítið“, sagði jeg við konu mína. „Jeg kannast vel við mig hjerna, og þó hefi jeg ald- rei, mjer vitandi, komið hingað áður. Og ekki nóg með það, held- ur þykist jeg líka vita, hvað við eigum eftir að sjá. Til þess að reyna, hvort þetta Svona var myndin af mjer, sem munkurinn tók. sje rjett hjá mjer, ætla jeg að biðja bílstjórann að aka upp þessa hæð, framhjá kirkjunni og beygja síðan til hægri. Þá komum við, að því er jeg held, von bráðar að litlu hliði, og síðan inn í mjó trjágöng. Öðrumegin við þau eru aldintrje og espitrje, en hinumegin hár múrveggur, prýddur leirpottum, með suðrænum, blóðrauðum blóm um. Við enda trjágötunnar mun- um við koma að háu og skraut- legu járnhliði, sem mun standa opið. Vinstra megin við hliðið mun um við finna lítið skógarhús autt. Við förum út úr bifreiðinni við hliðið, göngum um landar- eignina og beygjum til hægri. Þá förum við eftir bugðóttri hliðar- götu og sjáum þá fyrir framan okkur inn á milli blómstrandi runna, breiðar steintröppur, sem liggja upp til beggja handa, en sameinast aftur. Þá sjáum við aðrar steintröppur, sem liggja sitt til hvorrar handar niður á breiða steinstjett. Og þar niðri sjáum við fallegt hús frá 17. öld, alt umvafið trjám. Líklega er þarna mannlaust, nema einhver sje til þess að gæta hússins. Hægra megin við stjettina held jeg að við finnum nokkur hunda- byrgi og litla götu, sem liggur inn að fögrum appelsínu trjá- lundi“. Konan mín fór að hlæja og dró dár að mjer. En jeg bað bíl- stjórann að aka áfram. Og viti menn! Aður en leið á löngu, komum við að trjágöng- unum, sem jeg hafði lýst. Vegg- urinn með leirpottunum var þar — og blómin blóðrauðu líka! Sama er að segja um hliðið, tröppuálmurnar, stjettina og gamla, fallega húsið. Og hunda- byrgin og hinn fagra appelsínu- trjálund! Gömul kona, sem var hjá skóg- arhúsinu, sagði mjer, að þessi litla höll væri um 300 ára göm- ul. Hertogarnir af Carvalhal hefðu átt þar heima, en nú væri hún eign greifans af Estoi, sem sæist þar þó sjaldan. * Þegar jeg kom til borgarinnar aftur, fór jeg að reyna að fá myndir af höllmni, en það reynd ist ómögulegt. Það höfðu aldrei verið teknar neinar myndir af henni. Eftir því að dæma gat ekki verið, að jeg hefði sjeð staðinn á myndum og kannast við hann þess vegna. Þar var því enga skýringu að finna á þessu undarlega fyr- irbrigði. Ekkert af fólki mínu hafði svo mikið sem heyrt getið um Estoi, og eftir því, sem jeg veit best, þekki jeg engan, sem þangað hef- ir komið. Það eina, sem jeg hefi getað grafið upp, er það, að ein ætt- móðir mín átti heima einhvers- staðar í Portúgal fyrir mörgum mannsöldrum og ól þar allan sinn aldur. Þetta var sagan um fyrri at- burðinn. Hin er svona: ¥ Nokkrum árum síðar, þegar jeg var í sumarleyfi í Karamaniahjeraði í Tyrklandi, lenti jeg á stað, sem heitir Eski Adalia. Þangað fór jeg með segl- skipi frá Mersin, til þess að skoða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.