Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 22
414 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Athugið vel myndirnar hjer fyrir ofan. í fljótu bragði mun ykkur sýnast myndirnar vera alveg eins, en þegar þið aðgætið þær nánar, þá munuð þið sjá, að engin þéirra er alveg eins, held- nr eru tvær breytingar á hverri mjmd frá næstu mynd á undan. Nú skuluð þið prófa, hversu skarp- skygn þið eruð og rejrna að sjá, í hverju þessar breytingar eru fólgnar. Næstu tvo tíma má Shirley leika sjer úti. Eða þá að hún biður pabba sinn að segja sjer sögu. En klukkan átta verður hún að fara í rúmið, þegar hún er búin að þvo sjer og bursta tennurnar og gera árangurslausar tilraunir með að losa tönnina, sem skrölt- ir laus í efri gómnum. Þegar mamma og pabbi hafa boðið góða nótt, nær Shirley í brúðu til að sofa hjá sjer. Eftir að hafa beðið kvöldbænina sína, „Nú legg jeg augun aftur —“, slekkur hún ljósið og eftir augna- blik er hún sofnuð værum svefni. — Vertu blessuð, þetta er ekki fín fjölskylda. Það er ekki hægt að fá ljelegri borðbúnað heldur en þau notuðu í veislunni í gær. — Nei, en það var ekki nóg með það, heldur fengu þau borð- búnaðinn að láni hjá mjer! YFIRNÁTTÚRLEG FYRIRBRIGÐI Framh. af bls. 412. Þar sá jeg hina hræðilegustu og einkennilegustu sjón, sem jeg hefi sjeð á æfi minni. Líkin höfðu verið lögð í hægindastóla með kodda undir höfði. Þar sátu þau sem lifandi væru. Skelfingarsvipur var á ásjón- um sumra, undrunarsvipur á öðr- um og sum líkin voru eins og sofandi menn. Einn maðurinn var nákvæm- lega eins og jeg ímynda mjer, að j e g hefði litið út, e f jeg hefði náð lestinni í Afium-Kara- Hissar! Mig hrylti við, ætlaði að fá aðsvif, flýtti mjer út og fjekk mjer meira „raki“. * Nokkrum vikum síðar, þegar jeg var kominn heim til London aftur, rakst jeg á plötu föru- munksins í farangri minum. Jeg sendi hana ljósmyndasmið til framköllunar, og fjekk myndina. (Sá fyrsti, sem jeg sýndi mynd- ina, sagði um leið og hann sá hana: „Þetta er óneitanlega mynd af dauðum manni. Og, ef mjer sýn- ist rjett, þá er hún af yður!“). Það einkennilega er, að á myndinni er höfuð mitt stutt kodda og jeg sit í stól eins og maðurinn eða líkið, sem jeg sá síðast í biðsalnum á járnbraut- arstöðinni í Angora! — Úr „The Listener“. Þjónninn: Hjer er gestur, sem kvartar yfir því, að bautastykkið sje of lítið. Gestgjafinn: Farið þjer með það út í eldhús og setjið það á minni disk! * — Heyrið þjer mjer, frú mín góð. Jeg fann stoppunál í súpunni. Matsölukonan: Enn hvað það var gott! En funduð þjer ekki skóhnappana mína. Jeg hefi týnt þeim líka. * — Er það hjer, sem auglýst var eftir þjónustustúlku? — Já. En jeg er búin að ráða stúlku, segir húsmóðirin. — Jæja. Jeg bíð þá, og kem aftur eftir nokkra daga,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.