Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 10
402 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sæti á stól við borðið. Þóroddur studdi öðrum olnboganum á hnjeð og strauk með hendinni í gegn um hár sitt hvað eftir annað. Hann var hálf ráðalaus. „Jæja — jólin eru komin í bæinn hjer, sje jeg er“, mælti hann. „O-já, við höfum nú ekki í svo mörgu að snúast, að það er nú annað hvort, að við gefum okk- ur tíma til þess að kveikja jóla- ljósin“, mælti Guðrún gamla og brosti, svo hýran skein af and- liti hennar. „Guðrún“, mælti Þóroddur alvar lega. „Jeg kem til þess að þakka þjer frá okkur öllum, sem þú bjargaðir — frá okkur og ást- vinum okkar. Mjer var ómögu- legt að rísa undir þakklæti, sem jeg átti ekki með rjettu — jeg mátti til að segja þeim eins og var, að það varst þú, sem bjarg- aðir lífi okkar allra. Og mi er jeg kominn til að þakka þjer. — Viltu taka við svolítilli jólagjöf frá okkur f Þorsteinn kaupmaður hefir lagt til helminginn fyrir hana, en við hinn helminginn". Og Þóroddur tók innan úr kápu sinni, sem hann bar á handleggn- um, ofurlítið spegilgljáandi við- tæki og setti á borðið. „Nú er jeg alveg forviða", mælti Guðrún gamla og ljet hendurn- ar falla í skaut sjer. „Guð launi ykkur öllum!“ Og hún stóð upp og rjetti Þóroddi hönd sína. „Jeg á þetta bara ekki skilið. Það voru nágrannar mínir hjerna nið ur í naustinu, sem vöruðu mig við — blessaðar sálirnar“. „En þú komst boðunum til okk- ar, samt sem áður“, mælti Þórodd- ur og brosti. „Nú eru þeir víst að koma, sem ætluðu að setji viðtækið þitt í samband. Jeg ætla að fara og vita hvort að jeg get ekki neitt hjálpað þeim til þess“. Það var fljótlegt að koma fyr- ir tækinu hennar Anda-Gunnu í Ystakoti. Engan stiga þurfti til þess að komast upp á bæinn, hann var ekki svo hár. Og síma- línan lá einmitt rjett um varp- ann og staurarnir voru notaðir til bráðabirgða. Þegar öllui var lokið kom Elín út og bað þá, sem að því höfðu unnið, að gera F riðriksgáfa Fyrir skömmu síðan áskotn- aðist Þjóðminjasafninu mynd sú, sem hjer birtist af amtmanns- setrinu á Möðruvöllum í Hörgár- dal, er nefnt var Friðriksgáfa. IJefir myndatökumaður staðið á grasbalanum sunnan við kirkju garðinn, og sjest á myndinni suðvesturhornið á garðinum. Eigi er blaðinu kunnugt, að áður- hafi birst önnur mynd af Friðriksgáfu en sú, sem er á mynd þeirri, er einn af fylgd- armönnum Gaimards teiknaði af Möðruvöllum 1836, en hún gef- ur alt aðra hugmynd um, hvern- ig hús þetta hefir litið iit. „Friðriksgáfa“, sem þessi mynd er af, var reist eftir að Amtmannsstofan brann 1826 og stóð þangað til 21. mars 1874, að hún brann. Voru veggir úr múr- steini, en þeim sundrað og múr- steinninn notaður í hús Möðru- vallaskólans. í þessu húsi hafði æðsta vald- stjórn Norðurlands aðsetur í nál. hálfa öld. Þarna lifði Bjarni Thorarensen sín síðustu æfiár. Þarna var Pjetur Havsteen í sinni amtmannstíð. Og þarna var fæddur Hannes Hafstein. svo vel að koma mn og þiggja Þessa jólanótt hugsuðui flestir kaffi. þorpsbúar hlýtt til einstæðing- Og nú sat, í fyrsta sinni síðan anna í Ystakoti; meira að segja þær frænkur komu í Ystakot. sumar skrafskjóðurnar, sem hópur glaðra gesta umhverfis borðifhöfðu talað verst um þær frænk- þeirra. Laufabrauðið og kökurn- ar hennar Elínar var prýðilega tilbúið og Guðrún gamla hafði sjálf helt upp á könnuna og sjeð um að kaffið væri ósvikið sjómannskaffi. Þegar litla viðtækið var opn- að heyrðist klukknahljómur alla leið austan frá Betlehem og fylti hrifnæma hugi fjarðarbarnanna draumkendri jólasælu. Og er all ir voru komnir út á hlaðið og Guðrún gamla og Elín voru að kveðja gestina, ómaði jólahring- ingin frá kirkjunni yfir þorpið. urnar — þó að þeim fyndist nú reyndar að Anda-Gunna ekki hafa gert annað en það, sem hver maður hefði gert í hennar sporum — og segðu það blátt áfram hver við aðra. Aðrar þögðu og hugsuðu ekk- ert ilt þessa nótt, því að jafnvel mögnuðustu málskrafskonur hafa stundum hjartað á rjettum stað, þegar á reynir — þótt hinsveg- ar að þögn og sjálfstæði aðkomu- kvenna í fiskiþorpi sje eitt af því, sem er allra erfiðast að fyr- irgefa, Hulda.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.