Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 401 og flýtti sjer til dyranna. ,,Jöeja, þjer skuluð ráða“, mælti hann, opnaði og fylgdi henni út gang- inn. Við útidyrnar kvaddi hann gest sinn með virktum og horfði á eftir henni út í vetrarrökkrið, uns hún hvarf honum sýnum. Þá sneri hann inn, slökti ljósið, lokaði skrifstofunni og útidyrunum og fór rakleitt út í bæ að hitta sjó- mennina, sem voru í óðaönn að búa sig undir róðurinn. Það var ljós í skúrunum, línur beittar og línutrogin borin út í báta. Sum- staðar var sungið og kveðið, sum- staðar var skrafað, hlegið og blót- að þegar taumur slitnaði eða þeg- ar hnifur fanst ekki. Þorsteinn kaupmaður leit inn úr dyrunum á einum skúrnum. Formaðurinn þar var kunningi hans og með- eigandi að bátnum, sem liann stýrði. „Þið eruð að beita“, sagði hann glaðlega. „Já“. Formaðurinn snaraðist út með fult línutrog. „Heyrðu, Þóroddur“, sagði kaup- maðurinn og flýtti sjer á hlið við hann. „Viltu gera bón mína?“ „Hver er hún?‘r mælti formaður og hjelt áfram ofan fjörpna með línutrogið. „Að hætta við að róa“. „Ilvaðf' Þóroddur setti niður trog ið og starði á kaupmanninn. „Hvers vegna ?“ spurði hann for- viða og stuttur í spuna. „Það kem- ur aftakaveður”, svaraði Þorsteinn kaupmaður lágt og ákveðið. „Hef- ir komið skeyti um það?“ spurði formaðurinn. „Já, ekki samt frá veðurstofunni. En jeg er viss um þetta“. Formaðurinn ýtti upp húf- unni og klóraði sjer í höfðinu. „Jeg veit svei mjer ekki“ — sagði hann og leit við upp í skúrinn. „Það þykir held jeg eitthvað skrítið við það, ef jeg kem nú eins og skollinn úr sauðarleggnum og seg- ist vera hættur við að róa — ^vo skil jeg ekki hvaðan þú hefir fengið þetta skeyti“. „Frá dul- rænni manneskju“, mælti kaup- maðurinn alvarlega — „hún lýg- ur ekki, hún veit þetta og kom til mín, full angistar. En hún vill síð- ur láta sín getið. Það er hún Guð- rún gamla í Ystakoti“. „Hún Anda Gunna. Ja, flest kemur nú upp á bátinn — mælti Þóroddur formað- ur, en kaupmaðurinn var ánægð- ur, því að hann sá undir eins að þetta hafði mikil áhrif á kunn- ingja hans, þó að hann tæki svona í það. „Jeg hugsa“, mælti hann hægt, að ef þú situr í landi, muni hinir gera það líka. Ef þú litir t. d. inn í skúrana og segðir að þjer litist ekki á útlitið — þú værir hættur við að róa. Viltu ekki gera það fyrir mig, Þórodd- ur?“ „Víst vil jeg gera það fyrir þig — en þú mátt ekki láta nokk- urn mann vita um hvernig á því stendur“. „Til þess hefi jeg enga löngun, eins og þú getur nærri“, sagði kaupmaðurinn og sló á herðar kunningja síns. En Þórodd- ur beygði sig niður eftir troginu. Það var skratti leiðinlegt að verða að snauta með nýbeitta lóðina inn í íshús til geymslu í blíða-logninu, en — já, hann var nú einu sinni búinn að lofa þessu. Hann gekk hægt upp fjöruna með trogið sitt. En Þorsteinn kaupmaður hjelt á- fram út með öllum sjó, eins og hann væri á sinni venjulegu kvöldgöngu. Engan grunaði hvað þeim vinunum hafði farið á milli. Menn Þórodds voru í þann veg- inn að fara af stað með línutrog- in, sem eftir voru þegar hann koin í dyrnar,' snaraði inn sínu trogi og sagði: „Mjer líst ekki á útlitið, piltar, jeg er hættur við að fara“. Þeir urðu hvumsa við. „Hættur?“ spurðu þeir einum rómi. „Koinið þið út og athugið sjálfir hvernig hann er í vestrinu. Og sjómennirnir tíndust út og horfðu þegjandi til hafs og vestur í fjallgarðinn. Jú, hann var nú hálf-dumbungslegur í vestrinu, og norðrið ekki sem öruggast. Þeir yptu öxlum og grettu sig. Það var verst að verða til þess að setjast — ef hinir færu nú. En Þóroddur gekk beina leið í næsta skúr og sagðist vera hætt- ur við að róa. Skúr úr skúr fór hann. Og árangurinn varð sá, að enginn reri úr Eyrarkauptúni í það sinn. Varla höfðu sjómennirnir kom- ið fyrir beittum lóðunum á íshús- inu, þegar logndrífa datt á. Og naumast voru þeir komnir inn ýr dyrunum heima hjá sjer þegar hvessa tók. Lognaldan reis upp og varð að vetrarbrimi, sem hækkaði æ og æ róminn, leitaði hærra og liærra á landið með flóðinu. Um mið- nætti var komið aftakaveður, eins og AndaJGunna hafði spáð. Margur húsfaðirinn og móðirin vöktu þá nótt í Eyrarkauptúni og hugsuðu um það, hvað mundi hafa orðið, ef að Þóroddur liefði ekki hætt við að róa — um það, hve skamt væri á milli lífs og dauða við dularfult hafið, sem engum opinberar ásetning sinn fyrirfram — um hamingju Þórodds for- manns og þeirra allra þar í þorp- inu. En Anda-Gunna vakti og var að biðja fyrir þeim, sem höfðu sett bátinn sinn í naustinu und- anfarin kvöld. Aumingjarnir — í þetta sinn liöfðu þeir þó get- að látið lifandi manneskjur heyra til sín og skilja sig. Aumingj- arnir — guð veri þeim líknsam- ur og leiði þá inn í sitt bless- aða ljós frá liafsjóum og hríðar- grimd. — Og þegar leið að morgni sofnaði Guðrún gamla mitt í hópi sinni ósýnilegu vina, andanna, sem hún var við kend — og sem sýndu henni einatt miklu meiri skilning og hlýleika heldur en jarðneskir menn. í rökkurbyrjun á aðfangadags kvöld gekk hár og þrekinn mað- ur út að Ystakoti. Það var Þór- oddur formaður. Hann barði að dyrum á litla bænum, sem var hálfhulinn snjósköflum. Hlaðið var snyrtilega mokað og snjón- um rutt af þverstígnum, sem lá þangað heim af þorpsveginum, en renningurinn hafði lagt stór- an skafl norðan við bæinn og austan, svo að það var alveg sljett af honum ofan að jörð. Þannig skýlir mjöllin smælingj- unum í minstu kotunum á íslandi. Þóroddur beið, uns komið var til dyra. Það var Elín. Hún var sparibúin og bað hann að ganga inn. I bæjardyrunum logaði á kerti, í göngunum líka. Og þegar inn í baðstofuna kom, var svo bjart og' hlýtt, að Þóroddi fanst, að hann aldrei hafa litið bjartari bústað. • — Guðrún gamla ,var búin að hafa fataskifti og sat á rúminu sínui með sálmabók og var að lesa. Hún stóð upp og . heilsaði gestinum og bauð honum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.