Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 14
406 LESBÓK MORGUNBLAÐSIISiS Þá segir ennfremur: „R®ðustóll var reistur úr trje á hól einum skamt frá aðaltjald- inu. Var hann prýddur veifum og lyngfljettum, en þar út frá til beggja handa voru sett á háum stöngum merki ýmsra þjóða, Norðmanna, Svía, Þjóðverja, Englendinga og Bandaríkja- manna úr Vesturheimi, en -and- spænis, yfir á hrauninu gnæfði dannebrogsfáninn“. Fljótt á litið ber ekki á þessum viðbúnaði á myndinni. En þegar að er gáð sjest til hans lengst til hægri á myndinni. Ræðustóllinn hefir staðið uppi undir brekkunni vestast á grasfletinum, og sjást þar mannvirki á myndinni, þó ógreinilegt sje, fánarnir sennilega blaktað meðan myndin var tekin og því komið óskýrt út á mynd- inni. En eftir lýsingunni virðist dannebrogsfáninn hafa verið all- fjarri þessum stað, eða austan við hátíðasvæðið, þar sem hraunið rís austan við vellina. Lýsingin í „Frjettum“ á viðbún- aðinum á Þingvöllum endar þannig: „Þessi var hinn helsti viðbún- aður er gerður var til hátíða- haldsins á Þingvöllum. Var hann reyndar eigi mikill nje viðhafn- arlegur, sem vert hefði verið við slíkt tækifæri. En mjög var öllu haganlega og snildarlega fyrir komið. Fyrir viðbúnaði þessum stóð Sigfús ljósmyndari Eymundar son, með aðstoð hins ágæta lista- manns og fornfræðings Sigurðar málara Guðmundssonar. Höfðu þeir viljað gera allan fyrirbúnað- inn miklu veglegri og stórkost- legri, en fje til þessa fjekst ekki, og fyrir þá sök fórst það fyrir“. Hátíðarræður og kveðjur út- lendra manna voru flestar flutt- ar af ræðustólnum, en aðalveislan er konungur sat árdegis þ. 7. ágúst var í aðaltjaldinu á árbakk- anum, og hliðartjöldunum. Þar voru 160 manns undir borðum. Hátíðin og fundahöld á Þing- völlum stóðu að þessu sinni í 4 daga, frá 5.—8. ág. Er vitaskuld ekkert hægt að segja um það, hve- nær á þessum tíma myndin hafi verið tekin, nema ef ráða má af konungstjöldunum á túninu, að myndin sje tekiu eftir að konung- ur kom úr Geysisförinni að kvöldi þess 6. ág., en tjöldin hafi ekki verið þarna meðan konungur var eystra, en hann kom bæði á aust- ur- og vesturleið til Þingvalla. En þetta er ólíklegt. — Til- tölulega fátt fólk sjest á mynd- inni, en flest var þar, meðan kon- ungur var þar að kvöldi þess 6. og þ. 7. ág. Því þá „skifti þúsund- um, segir í „Frjettum“, og álitið, að aldrei hafi verið eins margt manna á Þingvöllum og þá, frá því á dögum Jóns Arasonar, til þess dags. Hjer skal eigi orðlengt um þessa hátíð, því ekki er ætlað að rifja n pp þann merka viðburð, að öðru leyti en því, sem þessi gamla mynd gefur tilefni til. Þó liún sje ófull- komin og ekki sem skýrust, mun hún gefa mönnum greinilegri hug- mynd um viðbúnaðinn, en nokkur lýsing hefir áður gert. Og þess- vegna er hún hjer birt. En þjóðhátíðin 1874 er svo hjartfólginn viðburður öllum Is- lendingum, svo mikil tímamót runnu þá upp í sögu þjóðarinn- ar, að endurminningarnar um hana geymast með þjóðinni sem helgur dómur. Maður hafði orðið fyrir öku- slysi, bíll ók á hann og fekk hann sár á höfuðið. Þetta gerðist í Danmörku. Sveitamaður, sem var sjónarvottur að slysinu var kallað- ur sem vitni í rannsókn málsins. Dómarinn spurði hann hve stórt sárið hefði verið, en vitnið átti erfitt með að gera grein fyrir því. — Yar það á stærð við krónu- pening ? — Nei, það var stærra. — Var það á stærð við tveggja- krónupening ? — Nei, Það var minna. Það var svnoa svipað eins og kr. 1.35, sagði maðurinn. * Eitt af dagblöðum Kaupmanna hafnar birti um daginn eftirfar- andi auglýsingu: „Frænka mín er veik og hún þarf að fá meðul, þessvegna hefi jeg ákveðið að selja nýju villuna mína, sem hefir 9 herbergi, og er útbúin öllum nýtísku: þægindum". Vísnabókin og sr. Sigfús Guðmundsson Síra Sigfús Guðmundsson, höf- undur kvæðis þess, sem hjer er prentað, var um langt skeið prestur á Þóroddsstað í Kinn og dó þar 1597. Hann var bróðir síra Ólafs á Sauðanesi, liins al- kunna sálmaskálds. Síra Sigfús var alla æfi fátækur maður, og bendir þessi vísa, sem sagt er að hann hafi kveðið, þegar hann kom að Stað, til þess, að honum hafi þótt þar köld aðkoma og uggur verið í honum um afkom- una: Nú er Fúsi kominn í Kinn, kunnugur manni öngum. Hver mun leiða höldinn inn með hópinn sinn, svo rekkurinn ekki roti sig í göngum 1 Það er því engin furða, þó að hann hefði opin augun fyrir mis- jöfnum kjörum mannanna. En inn í heimsádeilur hans er jafnan ofið nokkurri gamansemi og heimspekilegri athugun lífsins, svo að aldrei verður úr þeim tómt víl og bölsýni. — Það, sem eftir síra Sigfús liggur af kveð- skap, er ekki mikið að vöxtum. Það er nærri því alt prentað í Vísnabók Guðbrands biskups frá 1612. En ' þau kvæði gera það fyllilega rjettmætt að telja hann eitt af bestu skáldum sinnar ald- ar. — Kvæðið, sem hjer er birt, er tekið eftir Vísnabókinni, sem nú er nýútkomin í nákvæmri endurprentun frumútgáfunnar. Þessi frumútgáfa er nú orðin svo fágæt, að eimmgis fáein eintök eru til í bókasöfnum, en ekkert mun vera í einstaks manns eigu. Jafnvel síðari útgáfan (frá 1748) er í fárra manna höndum. Vísnabókin hefir verið afarvin- sæl hjer á fyrri öldum, og enn í dag er hún ótæmandi upp- spretta til þekkingar á kveðskap íslendinga fyrir og eftir siða- skiftin og ætti að vera í höndum hvers manns, sem kynnast vill sögu íslensks skáldskapar og menningarsögu þjóðarinnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.