Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 16
408 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS liún vissi fyrirfram að alt væri þýðingarlaust sem hún gerði. Að síðustu lyfti hún liöfðinu, hægt og virtist horfa um stund upp í svartan geiminn. En hann sá að augu hennar voru hálflokuð, — hárið fjell frá liáu og björtu enn- inu, og audlitið var livítt eins og nár, einnig hinar fögru varir. Það fór skjálfti um grannan líkama hennar, og svo laut hún aftur höfði, liægt og stillilega, eins og hún beygði sig undir einhverja þunga en óhjákvæmilega örlaga- byrði, eins og húu hefði gefið upp alla von. Svo gekk hún hægt til baka sömu leið, niður Pósthússtræti, og hann fylgdi henni sem fyr. Þau nálguðust höfnina, — hann var ákveðinn í að stöðva hana, hafa tal af henni, og hjálpa henni að komast þangað sem hún átti heima. En hann var eins og lam- aður, hann gekk í einhverjum draumi. Þau komu að Steinbryggj- unni, — hún var altaf að smá- hægja á sjer, — og svo vaknaði hann skyndilega upp af þessu leiðslumóki við að hún var horf- in. — í einu vetfangi var hann frammi á bryggjusporðinum; hann hafði ekki heyrt er hún fjell í sjóinn og vatnið við bryggjuna var spegil- sljett þegar hann lýsti yfir það með vasaluktinni sinni. Það hreyfð ist ekki gára á sjónum. Það var ómögulegt að hún hefði kastað sjer út, hún hlaut að hafa slopp- ið frá honum á einhvern annan hátt, — þó hann reyndar vissi að það var ómögulegt, því hann hafði starað á hana alveg þangað til hún hvarf fyrir augum hans. Hann slökti á luktinni og stakk henni í vasa sinn. Myrkrið hjúp- aðist um hann, þjettara en áður. — Jeg verð að fara upp á stöð og segja frá þessu, hugsaði hann; það verður að leita að stúlkunni! — En hann hafðist ekkert að; deifðardrunginn seig yfir hann aftur, hann var alla nóttina að hugsa um þessa undarlegU konu. Honum fanst hún vera einhvern- staðar nálægt sjer í myrkrinu. Hann sagði engum það sem fyr- 'ir hann hafði borið. Næstu nótt var hann á sömu slóðum, og þeg- ar hún kom var eins og þungri byrði ljetti af honum. Hann fylgdi henni eftir sömu leið og fyr; alt liið sama endurtók sig. Og þegar hún hvarf honum á bryggjunni í þetta sinn, vissi hann að ekki þýddi að leita henn- ar. Nú var þriðja nóttin, — jóla- nótt. I dag var Frelsarinn fædd- ur og borgin hafði haldið jólin hátíðleg. Aftur var orðið hljótt og myrkt. Húu kom litlu síðar en fyrri næturnar. Og það var eins og meira af henni dregið, hún reik- aði í spori er hún gekk. — Þau staðnæmdust sem fyr við kirkju- tröppurnar; brimgnýr í fjarska, og svartur himin yfir þögulli skuggaborg. Þau voru ein í yfir- gefnum heimi og fyrir framan þau voru þessar votu dökku tröppur upp að lokaðri kirkju- hurð. Og meðan hann stóð þarna og horfði á hið fagra, álúta höf- uð konunnar ókunnu, sá stirðnaða örvæntingu hennar og vonleysið í svipnum, þá var sem ný djúp skynjun vaknaði í huga nætur- varðarins unga. Þau voru þarna svo ein — ein eins og mannsins sál, er þráir í fjötrum efnisins eitthvert sokkið dýrðarland sem Guð hefir látið hana gleyma. Þau voru systkini í þessari dauða- dimmu nótt, og frammi fyrir þess- ari lokuðu hurð. — Hann gekk feti nær og lyfti höndum sínum. I sama bili var eins og myrkrið í kringum þau viki frá. Hún lyfti höfðinu, og rjetti úr sjer eins og byrði hennar ljettist; svo tók hún hikandi eitt skref áfram, upp tröppumar. Hanu fylgdi henni, gaf henni þrótt af vilja sínum til hjálpar; í öllum hug hans var ekkert nema hin djúpa ósk um lausn og gleði handa henni. Hann glejrmdi sjálfum sjer, gleymdi öllu nema því eina. Skjálfandi og titr- andi hjelt hún áfram síðustu spor- in; en nú bar hún höfuðið hátt, hárið fjell frá hvítu enninu. Svo lyfti hún báðum höndum sínum og snerti krossinn á kirkjuhurð- inni. — Nóttin var ekki lengur ríki dauða og myrkurs. Næturvörður- inn ungi hörfaði nokkur skref aft- ur og fjell ósjálfrátt á knje á neðsta steinþrepinu; hann fann að gleðin sem gagntók hann var máttugri en svartnætti allra geima, því á þessari stundu hafði hann megnað að afmá sjálfan sig í ósk um annars gleði. Það var heilög jólanótt og frelsi boðað öllum mönnum. Ljett og björt kom hún niður tröppurnar, af hvítu andliti henn- ar lýsti gleði og styrk. Hún nam staðar fyrir framan hann og beygði sig niður að honum. Hann sá að hún brosti, og að hálflukt augu hennar ljómuðu; svo fann hann snertingu kaldra vara henn- ar á enni sínu. — Þegar hann leit upp var hún horfin. * Nokkrum dögum síðar fanst lík ungrar konu í höfninni. Það upp- lýstist að hennar hafði verið sakn- að síðan fyrir jól; alt virtist benda á að hún hefði fyrirfarið sjer. — Næturvörðurinn ungi sá líkið þegar komið var með það í land. Hann þekti hana undir eins. Enn var gleðisvipur á stirðn- uðu andlitinu og leyndardóms- fult bros um hinar fögru bleiku varir. Gestgjafinn: Hvað á þetta að þýða, að setja „sjúss“-glasið á stólinn. Gesturinn: Sjáið þjer til, „sjúss- inn“ yðar er svo veikur, að jeg setti hann í stólinn til þess að hann gæti hvílt sig ögn. — Hversvegna komuð þjer of seint á skrifstofuna í morgun. — Jeg datt niður allan stigann heima hjá mjer. — Það hefði þá átt að flýta fyr- ir yður!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.