Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 18
410 LESBÓIC MORGÚNBLAÐStNS fyrstu stundu, að systuruar litlu fengju ekki að venjast á neina ósiði. * Ef Emilie var óþæg að sofna á kvöldin og vildi skríða upp úr rúminu, fekk hún hvorki skell nje skammir hjá barnfóstrunni; held- ur lagði hún hana hvað eftir ann- að með sömu þolinmæðinni aftur niður í rúmið, uns Emilie litla varð sjálf leið á leiknum og gaf sig svefninum á vald. Hefði hún fengið líkamlega liirtingu, hefði hún kannske sett alt húsið á annan endann, fundið til óljósrar ánægjukendar yfir, og fvrir bragðið laugað til að byrja aftur á sama leik. Eins er líklegt, að hún hefði endurtekið bragðið daglega, ef henni hefði verið komið upp á það, að hún væri tekin upp, hamp- að og hossað í svefn. * Ef Yvonne vildi ekki borða grautinn sinn á morgnana, var ekkert veður gert út af því. En þegar fór að líða á daginn og hún vildi fá eitthvað að borða, áður en komið var að venjulegum mat- artíma, var því ekki sint, heldur var henni vendilega leitt það fyr- ir sjónir, að þetta væru afleið- ingar þess að borða ekki morgun- matinn sinn. * Ef Annetta hrekkjaði Cecile, þá var hún ekki barin. Heldur var hún með mestu ró og stillingu sett í „skammarkrókinn“. Þar fekk hún að dúsa í einrúmi og hugsa um hinar heldur óþægilegu afleiðingar óþægðarinnar. í hverju einstökn tilfelli var sama refsing höfð við sömu yfir- sjón. * Þessi fáu dæmi eru tilfærð hjer, til þess að sýna, hvernig agi og reglusemi hafa hjer haldist í hendur við uppeldi þessara að- dáunarverðu barna. Án þess hefðu þau varla náð þeim undraverða þroska, sem raun ber vitni um. Gleggsta sönnunin fyrir ágæti þess uppeldis, sem þau hafa hlotið, eru börnin sjálf. Næst er að segja frá hinni and- legu þroskasögu fimmburanna. Reynd kenslukona, sem hefir hlotið mentun í barnauppeldi í bestu skólum þeirrar tegundar í Kauada, kennir fimmburunum daglega nokkra stund tvisvar sinnum á dag. Sú kensla er eins- konar undirbúningur undir smá- barnakenslu. Telpunum er m. a. kent að spila, teikna og móta hluti úr leir. Jeg vildi óska, að jeg gæti með orðuin lýst því, hvernig þessar vndislegu telpur eru aldar upp. Þetta er líklega í fyrsta skifti í mannkynssögunni, sem fimm litl- ar mannverur eru hreint og beint meðhöndlaðar á vísindalegan liátt. Hver stund dagsins er hnitmið- uð niður. í fyrsta skifti fer hjer saman ströng vísindamenska og mannúðleg ljúfmenska. Og ár- angrinum er fylgt með eftirvænt- ingu og umhyggjusemi. * Fimmburasysturnar eru elsku- legar, þægar og blíðar við fóstr- ur sínar, foreldra og systkini. Þær hafa yndi af því að hjálpa hver annari við það að klæða sig, eða leysa verkefni, sem fyrir þær eru lögð. Ef einhver þeirra meiðir sig og fær skrámu, hlaupa hinar all- ar til og „kyssa sárið“; þær ætla bókstaflega að gleypa litlu syst- ur sína í sig með blíðu. En þegar það kemur fyrir, að einhver þeirra gerir einhvern ó- skunda, og er sett í skammar- krókinn, þá sýna hinar það ber- lega, að þeim mislíkar við söku- dólginn, og hann verður að iðrast yfirsjóna sinna. Skammarkrókurinn reynist yf- irleitt vel. Dr. Dafoe hefir aldrei leyft líkamlega refsingu; engu að síður eru telpurnar fyrirmyndar- börn. Þær eru eins hamingjusam- ar og börn ein geta verið. Aginn og hinar ströngu lífsreglur, sem þær hafa orðið að láta sjer lynda, hafa aðeins aukið á lífsgleði þeirra. Það er skemtilegt að sjá, hvern- ig umgengni þeirra við foreldra og systkini er. Þau mega koma til þeirra hvenær sem er, bæði á barnaheimilið og leikvöll fimm- buranna, nema þegar næmur sjúkdómur, er þeir gætu smitast af, gengur í nágrenninu. Þá má enginn koma til fimmburanna. * Þessar yndislegu Dionne-systur eru nú samt einu sinni þannig settar, að þeim mun varla veit- ast sú ánægja, er fylgir lífi í friði og ró. Þær eru heimsbörn, börn, sem allur heimurinn hefir dálæti á og fylgist með. Þess vegna verða þær að hafa til að bera meira jafnaðargeð, skap- festu og sálarþrek en alment ger- ist. Það verður að móta skapfei’li þeirra og sálarlíf þannig, að þær geti mætt framtíðinni með djörfung, því að hún verður á- reiðanlega alt annað en auðveld fyrir önnur eins undrabörn og Dionne-fimmburarnir eru. — Á að skifta í miðjunni? — Nei, á höfðinu! Tollþjónn: Þjer sögðust ekki hafa neitt tollskylt meðferðis, og þó er hjer full kista af bókum. Ferðamaðurinn: Já — en jeg hjelt að hugsanir væru tollfrjáls- ar!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.