Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 17
Lesbók morgunblaðsíNs 4Ö9 Fimmburarnir Fimmburarnir: Yvonne, Annette, Cecile, Emilie og Marie Dionne. í Ontario (Eftirfarandi frásögn er út- dráttur úr grein eftir ameríska blaðamanninn Frazier Hunt, sem er rituð í „Better Homes and Gardens"). Fyrir nokkru heimsótti jeg Dionne-fimmburana, sem eiga ‘ heima í Callender, fallegu fransk-kanadisku vatna- og skóg- arhjeraði í Norður-Ontario. Jeg var bæði hrærður og hrifinn, þeg- ar jeg hafði dvalið hjá þeim um stund. Jeg hefi sjeð þá að minsta kosti tuttugu sinnum, en altaf hefir mjer fundist jafn mikið til um þá. I hvert einasta sinn sem jeg hefi farið frá þeim, hefi jeg haft það á tilfinningunni, að jeg hafi sjeð svo fagurt og tilkomumikið fyrirbrigði, að jeg fæ því naumast með orðum lýst.. * Fimmburasysturnar litlu færast hægt en örugt af einu þroskastig- inu á annað. Fimmburafæðingin sjálf er kraftaverk, en engu minna krafta- verk er það, hve fimmburarnir hafa náð miklum og eðlilegum þroska, líkamlega, jafnhliða því, sem þeir hafa þroskast aðdáan- lega andlega. Þegar þessi fimm smávöxnu stúklubörn fæddust, fyrir tíma fram, að morgni dags í maímán- uði, fyrir þremur árum, voru minni líkindi til þess að þau myndu lifa en lilutfallið milli 1 og billion. Það var eiginlega ekk- ert útlit fyrir það, því að aldrei hafði það hent í sögu veraldar, að fimmburar hefðu allir lífi hald- ið, lengur en skamma stund. En þessi börn höfðu hlotið þá lífsseigju í vöggugjöf, er varð- veist hafði í marga ættliði sterk- bygðra forfeðra af bændakjmi, og fyrir það og hið ómengaða blóð, sem rann í æðum þeirra, gátu þeir lifað. Fyrir það komust þeir af fyrstu erfiðu stundirnir, og þá tókst hinn hugvitssami, lítt kunni sveitalæknir, það hlutverk á hend- ur að varðveita líf þeirra. Þegar hinn ágæti læknir, sem bjó yfir vísindalegum hæfileikum, og heilbrigðri þekkingu, hafði hrifið móðurina úr heljar greip- um, sneri hann allri athygli sinni að reifaströngunum fimm, sein lágu hlið við hlið í mjólkurtrogi, sem hafði verið fengið að láni úr næsta húsi. Og nú skeði það undur á þessu heimili, sem var meira kraftaverk en sjálf fimmburafæðingin. Dr. Allan Roy Dafoe og hjúkrunar- konum hans tókst að varðveita þann lífsneista, sem kviknað hafði í þessum litlu mannverum. Eftir fyrstu vikuna voru þær ekki nema 3700 gr. allar til samans. * Fyrstu sex mánuðina snerist aðal viðleitnin um það, að halda lífi í hinum smáu verum. En þeg- ar þeim hafði verið komið fyrir í hjúkrun á litlu barnaheimili hin- ummegin við götuna, andspænis bóndabænum, sem þær fæddust í, voru meiri líkindi til þess, að hægt yrði að forða þeim frá smitun hinna venjulegu barnasjúkdóma. A heimili þessu voru þær alger- lega einangraðar. Jafnskjótt og útlit var fyrir, að þau ætluðu að lifa voru þeim settar strangar og ákveðnar lífs- reglur. Og eftir þeim var farið með stökustu nákvæmni í öllu því, er leit að daglegu lífi fimm- huranna og ekki'brugðið út af í neinu. Þeir fengu næringu á viss- um tímum dags. Voru haðaðir á nákvæmlega sama tíma daglega og lagðir til svefns. Var þess gætt til hins ítrasta, að líffæri þeirra öll störfuðu eðlilega og reglulega. Barnaheimilið var lítið en á- gætlega útbúið og eingöngu sniðið eftir þörfum fimmburanna. Það er vafasamt, hvort strangari siða- og heilbrigðispostuli hefir nokk- urntíma verið uppi en þorpslækn- irinn dr. Dafoe; enda gat hann sjer heimsfrægð á skömmum tíma. * Smátt og smátt vöndust fimm- burarnir á hina strÖngustu reglu- semi, sem hlýtur að vera afar þýðingarmikil undirstaða andlegr- ar og líkamlegrar heilbrigði. Með nákvæmri reglusemi er hægt að gróðursetja hjá smábarn- inu frækorn vanans. Og það er jafn auðvelt að kenna því góða siðu og slæma. En í uppeldi fimm- buranna var þess gætt þegar frá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.