Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1959, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1959, Page 2
322 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Alexandðt dsn Stort Krigen mod Perserrigei SOATe Traptiuni v ■“-^T^NÍtNNj tív*N 50'N YUKOISTan V Ýrví lu s l m tli 'V Syrakut Alaxandri Bukpfalai ^Ekbitina HAMAD/ EGL. PERSIEN \ (IRAN) AlexandnT Periepolu ARABIEN BUGT DfT INDISKE HAV Tr^ f /BALKASH SOEN Oc. INDIEN ALEXANDER DEN STORES RIGE * by uafhsngige iiater Alexanderi tog — gftmerri uafhangige itater ——_ Nearxoi' rejie Mederne navne er tat med afvigende iknlt: HAMADAN 0 200 400 600 800 , Þetta kort er tekið úr Iieimssögu Grimbergs og sýnir ferð Alexanders mikla um Asíulönd. ur síns og kalda skynsemi hans. En hann erfði einnig ýmislegt frá móður linni, ástríður, dulúð og rómantísku og ef til vill hafði hann einnig lært af henni þá list að slá á viðkvæma strengi í brjóstum manna, eins og þegar hann fór til Troju í þeim tilgangi fyrst og fremst að vinna fylgi Grikkja, sem mundu vel eftir Troju- bardaga hinum forna, og létu sér til hugar koma, að nú hefði Alex- ander hafið nýtt Trojustríð gegn óvin- um sínum í Asíu. Þegar Alexander var 13 ára gamall, var hann í læri hjá Ari- stoteies og á næstu þremur árum drakk hann í sig gríska menningu og ást á Hómer, Heraklesi og Achilles, sem taldir voru forfeður hans. A ferðum sínum um Asíu hafði hann meðferðis eintak af Illíonskviðu, sem Aristoteles hafði skrifað fyrir hann, og geymdi það undir koddanum á nóttinni ásamt sverði sínu. Af þessum merka læriföður nam hann ýmis fræði eins og læknislist og heimspeki og mun i upp- fræðslunni hafa verið lögð áherzla á að hæverska væri nauðsynlegur eiginleiki þeirra, sem ríkjum stjórnuðu. Þá var honum einnig kennt, að allir barbarar, þ. e. þeir sem ekki voru Grikkir, væru þrælar, sérstaklega þeir sem bjuggu í Asíu. En auðvitað varð hann fyrir miklum áhrifum úr föðurlandi sínu, Makedóníu. Þar var menning ekki kom- in á jafn hátt stig og í Grikklandí og raunar var þjóðfélagið svipað því, sem Hómer lýsir í sagnaljóðum sínum, kjarni þess frumstæðir hjarðmenn og bændur, sem lutu stjórn allmenntaðrar aðalsstéttar. Margir borgarar hins gamla Grikklands í suðrinu litu fyrir- litningaraugum á „villimennina“ í Makedóníu og hálfmenningu þeirra. En Makedóniumenn mynduðu fyrsta þjóð- félagið í Evrópu. Þó þeir hafi verið heldur einfaldir og ótamdir, þá litu þeir á sig sem eina þjóð, en ekki borgara í ákveðnu borgríki, eins og Grikkir höfðu gert. Á dögum Filippusar og Alexanders mikla áttu Grikkir í mjög miklum erfiðleikum. Attu þeir að halda í borgríkjahugmyndir sínar, eða var kominn tími til að gera gjörbreytingu á skipulaginu og mynda sambandsríki með allsjálfstæðum borgríkjum? Einni öld áður eða á dögum Periklesar, hafði Aþena náð þeim menningarþroska, sem aldrei hafði þekkzt áður í mannlegu samfélagi. En nú átti hún í miklum erfiðleikum þrátt fyrir Praxiteles, Plato og Aristoteles, bæði í hernaðarlegu og efnahagslegu tilliti og ekki sízt voru hættuleg áhrif þau, sem Persakonung- ur hafði á innanrikismál hennar. Ýmsir ræðuskörungar prédikuðu, að nú skyldu grísku borgirnar taka höndum saman við Makedóníumenn og fara með her á hendur Persum, erkifjanda Grikkja. Þar var fremstur í flokki Æskínes, sem var mikill vinur Filippusar. Höfuðandstæðingur þeirra var mesti mælskumaður allra tíma, Demosþenes. Hann hataði þá fegða, Filippus og Alexander, og fyrir- leit og hélt margar ræður gegn þeim. Frægastar eru filippísku ræð- urnar, einkum hin þriðja í röð- inni. Þar segir hann m. a. að Grikkir líti á landvinninga Filippusar eíns og éljagang, en allir haldi að þeirra land muni sleppa og því sé þeim sama um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.