Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1959, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1959, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGTTNBLAÐSINS 323 óveðrið. Það muni ganga yíir. Erfið- leikar Grikkja og innbyrðis sundrung hæfði Filippusi og stefnu hans mjög vel. 338 f. Kr. voru Aþena og Þeba einu borgríkin, sem vildu berjast fyrir frelsi Grikkja. En með miklum erfiðis- munum tókst honum að sigra þessi ríki 2. ágúst við Keróníu og þar með lauk forystuhlutverki grísku borgríkjanna á skaganum. Síðan kallaði konungur saman ráðstefnu í Korintuborg og tóku þátt í henni fulltrúar frá flestum grísku ríkjunum og gerðu bandalso víð sem kallað er Korintu-bandalagið (337 f. Kr.) Síðan lagði hann á ráöin um innrás í Persaríki og skyldi hún vera hefnd fyrir árás Persa á Grikki, hálfri annarri öld áður. Enginn vafi er á því, að Filippus hugðist ekki fara lengra en inn i Litlu-Asíu, því Persaríki náði yfir land, sem var 2700 milur að lengd, frá Miklagarði, yfir Litlu-Asíu gegnum Sýrland, Palestinu og Egyptaland og síðan austur á bóginn í gegnum Mesa- pótamíu, íran og til Punjab í Indlandi. Þetta var auðugt og voldugt ríki, sem vel var stjórnað, og hafði yfir að ráða öflugum her vel þjálfaðra manna. í Litlu-Asíu einni voru um 20 þúsundir persneskra hermanna, svo að einhverj- ar tölur séu nefndar. Filippus seinkaði för sinni i tvö ár og notaði þann tíma til að styrkja völd sín heima fyrir, en áður en hann gæti farið herför sína, var hann myrtur í brúðkaupsveizlu dóttur sinnar. Persakonungur stærði sig af að hafa staðið á bak við morðið, en sumir sagnfræðingar eru þeirrar skoðunar, að Olympia, móðir Alexanders, hafi átt hlut að því til að hefna þess að hún var látin þoka úr drottningarsæti fyrir ann- arri konu. Ekkert verður þó um þetta sagt með neinni vissu. Þegar þetta gerð- ist var Alexander tvítugur að aldri og tók við konungdæmi eftir föður sinn og yfirstjórn hersins og Kórintubanda- lagsins. Hann hefur orðið frægur fyrir snarræði sitt, en menn skyldu hafa hug fast, að hann var líka aðgætinn mað- ur og rasaði ekki um ráð fram eins og alltaf kemur fram þegar hann þarf að taka mikilvægar ákvarðanir. t stað- inn fyrir að flana til Asíu þegar í stað, var hann heima fyrir næstu 2 árin og notaði tímann til að skipuleggja góðar samgöngur við herinn frá Grikklandi, meðan hann væri fjarverandi. Asíuför Alexanders er einstæð 1 veraldarsög- unni. Hann hafði með sér listamenn, skáld, heimspekinga og sagnfræðinga, alveg eins og Napoleon mörgum öldum síðar. í förinni voru einnig vélfræðing- ar, landfræðingar, vatnsfræðingar, jurtafræðingar og aðrir vísindamenn og skyldu þeir gera athuganir á ýmsum fyrirbærum og furðuverkum, sem her Alexanders sæi á ferðum sinum um Asíulönd og áttu þeir sennilega einnig að senda Aristoteles sýnishorn, svo að hann gæti haldið sínum athugunum áfram. Meðal þessara manna var Callis- þenes sagnfræðingur, frændi Aristotel- esar, en hann var flæktur í samsæri gegn Alexander, meðan herinn var í Mið-Asíu, og tekinn af lífi. Aristoteles hataði Alexander upp frá því og svo mikil voru áhrif hans á næstu kynslóð- ir, að Aiexander var einungis talinn blóðþyrstur, heppinn einræðisseggur, og hefur það verið hlutverk síðari tíma sagnfræðinga að leiðrétta það. I her Alexanders voru bæði Grikkir og Makedóníumenn, 30 þúsund manns í íótgönguliðinu og 5 þúsund manns i riddaraliðinu, sem var mjög vel skipu- lagt. Filippus varð fyrstur manna til að nota riddaralið í orustum eins og síðar tiðkaðist. Margt hefur verið ritað um herlist Alexanders mikla og þykir hún frábær, enda kom hann á mörgum nýj- ungum í herstjórnarfræðum síns tíma og er of langt mál að geta þess hér. Hann lét óvininn sjaldan komast und- an, þegar hann hafði tapað orustu, en rak flóttann og gjöreyddi þvi liði, sem eftir var. Hann var auðvitað sjálfur æðsti maður hersins, en við hlið hans störfuðu 7 lífverðir, og mynduðu þeir einskonar herforingjaráð, en þeim til ráðuneytis voru 80—100 áhrifamiklir liðsforingjar, sem kallaðir voru „félag- arnir“. í samráði við þessa menn stjórnaði Alexander mikli hersveitum sínum á þeirri erfiðu ferð, sem beið hans í Austurlöndum. Eins og kunnugt er, fór hann með lið sitt mörg þúsund mílur á þeim 11 árum, sem hann var að heiman, oft með mjög miklum hraða og dæmi eru þess, að þeir hafi farið 70—80 km vegalengd á dag í nokkra daga samfleytt. Sá maður, sem þessu stjórnaði, þurfti einkum til að bera: hugrekki og sjálfsaga. Alexander var búinn báðum þessum kostum. Hann særðist oft í orustum, bæði á hálsi, höfði, og á öxlum og í Turkestan fót- brotnaði hann. Þrisvar særðist hann Afganistan og í Indlandi snerti örvar- oddur annað lunga hans. Einnig varð hann veikur af alvarlegum sjúkdóm- um, hvarvetna blöstu við ný lönd og ókunn og ill yfirferðar, en samt fékk Verðugur andstæðingur: Demosþenes. hann alltaf varalið sitt með skilum, og á fyrstu 8 árunum bættust 60 þúsund menn i lið hans. Hvarvetna mætti hann mótspyrnu nema í Egyptalandi, hann háði fjórar stórorustur, þrjár við Persa og eina í Punjap í Indlandi. Stundum var hann fáliðaðri en andstæðingar hans, en ekki lét hann hugfallast fyrir það, stundum varð hann að berjast við harðgera fjallabúa, stundum varð hann að heyja skæruhernað í eyði- mörkum, eins og í Austur-íran, stund- um varð hann að sigra borgir, og það stórborgir, eins og Tyrus, sem hann þurfti að sitja um í 7 mánuði og gjör- eyddi að lokum af mikilli grimmd.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.