Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1959, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1959, Blaðsíða 16
336 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS — Alexander mikli Framh. af bls. 325 Hindú Kush inn í Baktríu við Khavak- skarðið. En þá gerði gríska riddaraliðið, sem hafði verið undir stjórn Parmení- ons, uppreisn gegn honum og var sent heim. Þessi uppreisn riddaraliðsmann- anna hafði mjög djúp áhrif á Alexander og þarna á leið sinni yfir Khavak- skarðið átti hann í einhverju mesta sálarstríði, sem hann þekkti. Þeirri spumingu skaut upp í huga hans, hvort hann ætti sjálfur einnig að fara heim. Mundi leiðangur hans misheppnast í lokin? Hann átti ekki margra kosta völ, og nú varð hann að hætta á í fyrsta skipti að skipa herlið sitt Asíu- búum. En þessar Asíu-herdeildir dugðu ekki í skæruhernaðinum í Baktríu og næstu tvö ár voru ár svika, sára og sjúkdóma. Mótspyrna makedónísku höfðingjanna hafði ekki verið brotin á bak aftur og konungur var að bila á taugum. I veizlu einni gerðist hann drukkinn mjög og myrti Kleifos „hinn svarta“, eins og hann var kallaður, æskuvin sinn, sem hafði bjargað lífi hans við Granikus. Kleitos, sem einnig hafði drukkið allmikið, sagði konungi til syndanna í veizlunni og sakaði hann um að hafa brugðizt löndum sinum, ekki sízt með því að myrða þá feðga Parmenion og Filotas. Allir aðrir höfðu smjaðrað fyrir konungi og margir kall- að hann guð. En þegar Kleitos hafði lokið ræðu sinni, stökk Alexander upp úr sæti sínu, kastaði í hann sjóti viti sínu fjær af bræði og hrópaði: „Far þú þá sömu leið og Parmenion". En ekki bar á því, að Asíuliðið mundi bregðast konungi og af þeim sökum fór hann að hugsa um, hvort ekki væri unnt að leiða skæruhernaðinn í Austur-íran til lykta með einhverju móti. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að bezt væri að kvænast Roxane, hertekinni prinsessu frá Baktríu, en hermenn hans voru þeirrar skoðunar, að þeir hefðu aldrei séð fegurri konu í Asíu að konu Darius- ar Persakonungs undanskilinni. Þjóð- sagan hefur snúið sambandi þeirra A’^xanders í ástarævintýri, en gifting- ir. var st'' málaleg nauðsyn, til-raun ti að veita Asíubúum fullkonma hlut deild í rekstri hins mikla ríkis, en Plutark hefur skýrt manna bezt frá því, hvernig Alexander hugsaði sér að bræða saman þjóðfélag sitt svo allir þegnar hans nytu fullra réttinda. Asíu- » \ búar voru ekki barbarar i hans augum, heldur fullgildir þegnar, ekki síður en Grikkir og Makedóníumenn. í afstöðu sinni til þessa fólks sýndi konungur meira víðsýni en sjálfur Aristoteles. Árið áður en Alexander lézt, giftist hann Barcínu, dóttur Dariusar, einnig í sama tilgangi. Og margir beztu vinir hans tóku sér Asíustúlkur fyrir konur og þeir hermenn, 10 þúsund að tölu eða svo, sem gengu að eiga Asíustúlkur á hinu langa ferðalagi fengu sérstakar heiðursgjafir í þakklætisskyni frá kon- ungi. Eins og fyrr getur, fór Alexander áfram með her sinn austur til Indlands, og hélt að þar mundi hann koma að hafinu mikla, austurtakmörkum ríkis síns. En hann komst aldrei að þessum endimörkum. Eftir dýrkeyptan sigur við Punjab voru hermenn hans orðnir þreyttir á sál og líkama. Þeir höfðu ferðast í 814 ár og áttu 11 þúsund mílur að baki. Þegar Alexander frétti, að her hans vildi ekki fara austar, en krafðist þess að halda heim á leið, settist hann að í tjaldi sinu í þrjá daga eins og Achilles forðum, og vonaðist til þess að menn hans mundu skipta um skoðun. En það varð ekki. I nóvember 326 f. Kr. var svo heimförin ráðin. Snemma árs 324 f. Kr. komst hann svo aftur til Persapolis með 15 þúsund manna lið sitt, en þá höfðu margir látizt af mönn- um hans og andlegt þrek þeirra, sem eftii voru, var í molum. Konungur var samt mjög áhugasamur um velferð rík- isins og gerði ýmsar tillögur til úrbóta og margar áætlanir hafði hann á prjón- unum um framtíð þess, en nú var á- byrgðin orðin svo þung, að hann kikn- aði undan henni, eitthvað hafði bilað í þessu ofurmenni, einhver taug hafði brostið, líkami hans var orðinn veikl- aður og viðnámskrafturinn lítill og 13. júní 323 f. Kr. lézt Alexander mikli í Babylon úr hitasótt, 33. ára að aldri og hafði þá ríkt í 12 ár og 8 mánuði. Þegar menn sáu, hvert stefndi með heilsu hans, spurðu þeir hvern hann hefði kjörið eftirmann sinn. Hann svar- aði: „Þann ykkar, sem verðugastur er“. Síðan dró hann innsiglishringinn af fingri sér og afhenti hann Perdil:: i iiershöfðingja, sem naut mestrar virð ingar í hernum. En við dauða konungs hófst langvinn valdabarátta um það, hverjir skyldu stjórna hinu víðlenda ríki, en verður ekki rakin hér. Ef hægt er að segja um nokkurn mann, að hann hafi breytt heiminum, þá á það við um Alexander mikla. Líf hans og gjörðir höfðu djúptæk áhrif á þróun sögunnar og með nokkrurn sanni má segja, að hann hafi gerbreytt heim- inum á þeim 13 árum, sem hann stjórn- aði ríki sínu. Einn af ágætustu rithöf- undum fortíðarinnar segir um hann: „Hann skipaði öllum að líta á heiminn eins og föðurland sitt og umgangast aðeins illmenni eins og ókunnugt fólk“. Og Grimberg segir, að hann hafi ekki aðeins verið hermaður, heldur stjórn- vitringur og menningarmaður, sem var hafinn upp yfir allan þjóðarrembing. í kvæði sínu, Alexander við Ganges, leggur Grímur Thomsen honum þessi orð í munn og er vert að vitna í þau hér i greinarlok: Hve stikuðum vér yfir eyðisanda og óðul numum Hyrkaníumanna, hve listir, menntir Grikkja og grískan anda vér gróðursettum meðal Barbaranna. Að segja um Alexander, að hann hafi gróðursett gríska menningu í Asíulönd- um kemur nákvæmlega heim við sögu- legar staðreyndir. Og hann opnaði einnig Asíubúum útsýn vestur á bóg- inn. —■ TJÖRNIN HJA BÚSTÖÐUM Talið var, að þar sem menn drekkja sér, verði aldrei traustur ís, og sjáist þar jafnan blár blettur yfir, þar sem líkið hafi fundizt. María nokkur Jó- hannsdóttir, sem var alin upp á Bú- stöðum hjá Reykjavík, sagði svo frá: Tjörn var nærri Bústöðum í Seltjarn- arneshreppi er maður grandaði sér í. Þar er einatt síðan óheill ís og blár blettur, er maðurinn fannst undir. — Sýndíst bláminn hafa íögun sem mað- ur og var hann tóm ísfroða, og drap þar mörg skepnan sig siðan í vök- inni. — Tjörn þessi var ofarlega 1 slakkanum upp af Fossvogi og var köll- uð Lómatjörn. Hún er nú horfin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.