Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1959, Page 10
830
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Kafli úr Zivago lœkni
■ VETURINN reyndist slíkur sem gert
hafði verið ráð fyrir. Hann var ekki
eins voðalegur og tveir næstu vetur,
en þó sömu tegundar, dimmur og kald-
ur sultavetur, mótaður af hruni alls
hins gamalkunna og algjörri ummynd-
un á grundvallaratriðum tilverunnar,
svo að ofurmannlega áreynslu þurfti
til þess eins að halda í sér líftórunni.
Þeir voru þrír, þessir hræðilegu vet-
ur, hver á eftir öðrum, og sennilegt er,
að ekki hafi allir þeir atburðir gerzt
veturinn 1917 til 1918, sem endurminn-
ingin eignar þeim tíma. Sumt af því
hefur sjálfsagt átt sér stað síðar. Það
var eins og þessir þrír vetur rynnu
saman í eina heild, svo að erfitt var að
greina einn frá öðrum eftir á.
Gamla lífið og nýja skipulagið höfðu
ekki enn komizt í snertingu hvort við
annað. Enn var enginn fjandskapur þar
á milli eins og ári síðar, þegar borgara-
styrjöldin hófst, en ekkert samband
heldur. Þetta voru tveir aðilar, sem
stóðu hvor andspænis öðrum og ekkert
áttu sameiginlegt.
Alls staðar fóru fram nýjar kosnmg-
ar — í hússtjórnir, félagsstjórnir alls
konar og opinberar stöður. Hvarvetna
voru ráðamenn leystir frá störfum og
stjórnarfulltrúar með ótakmarkað vald
skipaðir í þeirra stað, viljasterkir menn
í svörtum skinntreyjum, vopnaðir
skammbyssum, sem ekki skirrðust nein
ógnunarmeðul — menn, sem rökuðu
sig sjaldan og unnu sér enn sjaldnar
svefns eða hvíldar.
Þeir þekktu smáborgarana, eigendur
ódýrra ríkisskuldabréfa, og hlífðu
þeim ekki í neinu, töluðu við þá með
hæðnisbrosi og í spotzkum tón, eins og
þeir væru smáþjófar, staðnir að verki.
Þessir menn endurskipulögðu allt á
öllum sviðum samkvæmt áætluninni.
Hvert félagið og fyrirtækið af öðru
komst undir stjórn bolsévíka.
Krossspítalinn hét nú „Annað endur-
bætt sjúkrahús", og var þar margt
breytt. Nokkrum hluta starfsfólksins
hafði verið sagt upp, og margir farið
að eigin ósk, þar eð þeir töldu sér eng-
an hag í að vinna þar áfram. Þetta
voru tízkulæknar með miklar tekjur,
yí»* ðsmenn og froðusnakkar. Þeir
sögðu upp stöðum sínum í hagsmuna-
skyni, en létu í veðri vaka, að þeir
hefðu farið vegna stjómmálaskoðana
sinna, jafnvel af einskærri föðurlands-
ást, og litu svo niður á þá, sem kyrrir
sátu. Zivagö hafði setið kyrr.
Samtal þeirra hjónanna á kvöldin
var oft eitthvað á þessa leið:
„Gleymdu ekki miðvikudeginum —
í kjallara læknafélagsins. Það verða
tveir pokar af frosnum kartöflum. Eg
skal láta þig vita, hvenær eg losna. Við
Bjartsýni
Lífið gegnum ljúft í sprett — lítt því
kenni meina —
flýg eg eins og fuglinn létt, frjáls á
milli greina.
Þar á hraðast hef eg grun, horfinn
skaða kjörum,
lyndisglaður lifa mun, lífs í svaðil-
förum.
Ort við kaupakonu í kalsaveðri
Get eg róli gleði kjör geðs að bóli minu,
mætti eg kjóla valin vör vera í skjóli
þínu.
Við samdrykkju
Nú er spaugað nokkuð stinnt, nú að
flaug mér bragur,
nú er augað nærri blint, nú er
laugardagur.
Tildrög ókunn
Þó í bráð sé viðsjált vaðið, vart er ráðið
strand;
tæpt eg áður oft hef staðið en þó náð
í land.
Til Ölmu, konu hans
Eg held þó mitt fari fjör frá þér ekki
víki
veit ei neitt hver vildarkjör verða
í himnaríki.
Staka
Væri eg einn með veigaströnd og
varast þyrfti ei glauminn
verðum að vera tvö um að draga sleð-
ann heim“.
„Já, Júrotsjka, eg skal sjá um það.
Farðu nú að sofa. Það er orðið svo
seint. Þú verður að hvíla þig. Það er
ekki hægt að gera allt í einu“.
„Farsóttin breiðist út. Næringar-
skortur almennings veikir viðnáms-
þróttinn. Það er voðalegt að sjá ykkur,
þig og pabba. Við verðum eitthvað að
gera. En hvað er hægt að gera? Við
verðum að fara betur með okkur.
Heyrðu, Tonja! Ertu sofnuð?“
„Nei“.
„Eg hef engar áhyggjur af sjálfum
mundi eg láta hjarta og hönd, hafa
lausan tauminn.
Ellin
Leiks á velli lífs á strönd, lymsk að
brelliráðum,
fær nú Elli yfirhönd og mig fellir
bráðum.
Síðasta vísan
Ánægður í örmum vífs allan laus
við kvíða,
hinztu stundar lausnar lífs, Leifi rór
mun bíða.
Til Ölmu
Örlög skáru knöpp þér kjör
kjark þó sér ei bugi;
lífs á bárum fetað för
fimm um áratugi.
Gleðibjarminn bægði harm
bros á hvarmi undu,
mig þá varma vífs að barm
viðjar arma bundu.
Þá við nýja þræddum leið
þrauta frí við amann,
eigum hlý um æviskeið
ár þrjátíu saman.
Að þó bærist margt til meins
og misjafnt væri leiði,
sól þín kærleiks ávallt eins
íðil skær í heiði.
Heita þrá eg hef þar til
— hug í nái geyma —
þann við fá að ornast yl
inn í dáinsheima.
Slökur eftir Þórleif Jónsson, iró Blönduósi